Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. Rússar lögðu rústir borgarinnar Avdívka í austurhluta Úkraínu undir sig. Auk þess gera Rússar árásir annarsstaðar í austri, að virðist með því markmið að ná tökum á Donbas-svæðinu svokallaða, sem myndað er af Dónetsk og Lúhansk héruðum. Rússar eru einnig sagðir hafa flutt töluverðan herafla til Sapórisjíahéraðs í suðri en þar hafa þeir gert nokkuð umfangsmiklar árásir á undanförnum dögum. Samhliða þessu eiga Úkraínumenn við mikinn skort á skotfærum að etja og glíma þeir einnig við skort á hermönnum, þar sem erfiðlega gengur að fá menn til að ganga til liðs við herinn og stjórnmálamenn hafa enn ekki tekið ákvörðun um almenna herkvaðningu. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu -Barátta um skotfæri Í dag eru nákvæmlega tvö ár frá því innrás Rússa hófst. Eftir miklar hreyfingar fyrsta árið hefur víglínan lítið hreyfst undanfarið ár. Það er þrátt fyrir gífurlega harða bardaga víða í Úkraínu. Úkraínumenn sóttu lítillega fram suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, í gagnsókn sem vonast var til að gæti slitið á landbrú Rússa til Krímskaga. Sóknin heppnaðist ekki en hún er talin hafa leitt til mikils mannfalls hjá bæði Úkraínumönnum og Rússum. Í vetur hefur Rússum svo vaxið ásmegin, samhliða áðurnefndum skotfæra- og hermannaskorti Úkraínumanna. Þeir hafa sótt fram á nokkrum stöðum á víglínunni í Úkraínu og þá sérstaklega í austri en umfangsmiklar hergagnasendingar frá Íran og Norður-Kóreu hafa hjálpað Rússum töluvert. Meðal annars hafa þeir fengið mikið magn sprengikúlna fyrir stórskotalið og margkonar eldflaugar til notkunar á vígvellinum. Frá upphafi innrásarinnar hafa Rússar hins vegar átt erfitt með að nýta sér veikleika eða göt á vörnum Úkraínumanna og það hefur ekki breyst enn. Framsókn Rússa hefur gengið hægt og verið kostnarðarsöm í bæði lífum og hergögnum. Aftir fall Avdívka hafa Rússar lagt meiri kraft á sóknina að borginni Kúpíansk í Karkívhéraði og nærrliggjandi svæði sem liggur til suðurs að borginni Lyman. Rússar hafa einnig gert árásir í Sapórisjíahéraði í suðri. Þær árásir beinast sérstaklega að þorpinu Robotíne, sem Úkraínumenn tóku í gagnsókn þeirra síðasta sumar og haust. Úkraínumenn segjast hafa valdið miklum skaða á herdeildum Rússa þar. Rússneskir hermenn eru þó sagðir hafa sótt lítillega fram suður og vestur af bænum. Stöðuna á víglínunni í Úkraínu má sjá á kortum hugveitunnar Institute for the Study of War hér að neðan. NEW: Ukrainian officials reported that Ukrainian forces shot down a Russian A-50 long-range radar detection aircraft on the night of February 23 the second such aircraft shot down in 2024. 1/5 pic.twitter.com/psggqr7Vrf— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) February 24, 2024 Pyrrosarsigur í Avdívka Pyrros, konungur ríkisins Epírus á fornöldum, vann árið 279 fyrir kristinn mikinn sigur gegn Rómverjum. Þó að um sex þúsund rómverskir hermenn hefðu verið felldir í orrustunni, missti Pyrros 3.500 menn og þar á meðal marga af herforingjum sínum. „Ef við vinnum aðra orrustu gegn Rómverjum, er út um okkur,“ mun konungurinn hafa sagt þá. Síðan þá hafa verulega kostnaðarsamir sigrar í hernaði verið kallaðir Pyrrosarsigrar. Sigur Rússa í Avdívka má að miklu leyti líkja við sigur Pyrrosar, enda var hann gífurlega kostnaðarsamur. Sókn Rússa að borginni hófst í október en strax í desember áætluðu vestrænar leyniþjónustur að um þrettán þúsund hermenn hefðu fallið í áhlaupum á borgina. Sjá einnig: Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka Hve margir féllu í rauninni mun líklega seint koma í ljós, ef einhvern tímann. Eftir fall borgarinnar lýsti tiltölulega mikið þekktur rússneskur herbloggari sem heitir Andrey Morozov því yfir að minnst sextán þúsund rússneskir hermenn hefði fallið í átökunum um borgina og herinn hefði misst allavega þrjú hundruð skrið- og bryndreka. Gagnrýndi hann framgöngu yfirmanna hersins varðandi sóknina. Úkraínskur hermaður gengur fram hjá líki rússnesks hermans nærri Andrívka í september í fyrra.AP/Alex Babenkko Úkraínumennn áætla að sautján þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum um Avdívka. Embættismenn á Vesturlöndum segja Rússa hafa misst að minnsta kosti fjögur hundruð skrið- og bryndreka. Skömmu síðar birti Morozov nýja færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann kvartaði yfir því að hafa verið þvingaður til að fjarlægja færslu sína um mannfallið í Avdívka og er hann sagður hafa skotið sig tveimur tímum eftir að hann birti þá færslu. Russian 'war correspondent' Andrei 'Murz' Morozov has committed suicide A few days ago he said on Telegram that Russian forces had lost 16,000 men in the battle for Avdiivka https://t.co/b0LQTd1Vhc pic.twitter.com/YTTW8k0v95— Francis Scarr (@francis_scarr) February 21, 2024 Að öðru leyti eru Rússar þó ekki í ósvipaðri stöðu og Rómverjar, eftir orrustuna. Öfugt við Pyrros áttu Rómverjar mun auðveldara með að fylla upp í raðir sínar og mynda nýjan her og þar er svipaða sögu að segja af Rússum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sýnt að hann er ekki ragur við að kveða menn í herinn. Haldin var um þrjú hundruð þúsund manna herkvaðning á seinni hluta ársins 2022 og síðan þá hafa tugir þúsunda til viðbótar verið kvaddir í herinn. Úkraínumenn eru frekar í hlutverki Pyrrosar þegar kemur að mannafla. Geta ekki fyllt í raðir sínar Úkraínska herinn skortir enn skotfæri en einnig skortir hermenn. Í nýlegri frétt Reuters segir var rætt við yfirmann einnar sveitar sem taldi að í sínu stórfylki (Brigade) væru sextíu til sjötíu prósent af þeim þúsundum hermanna sem voru í stórfylkinu í upphafi stríðsins enn að berjast. Hinir hafa fallið, særst eða þurft frá að hverfa vegna annarra ástæðna. Heilsa hermanna hefur einnig versnað töluvert, þar sem frosin jörð hefur þiðnað vegna óhefðbundins hita og orðið að leðju. Rigning verður að snjókomu, sem verðu aftur að rigningu og blautir hermenn veikjast. „Þeir eru úr leik í nokkurn tíma og það er enginn til að leysa taka við af þeim,“ sagði einn viðmælandi Reuters. Hann sagði helsta vandamál allra sveita vera skortur á hermönnum. Þetta vandamál hefur leitt til þess að hermenn fá mun minni hvíld en áður. Fyrr í stríðinu gátu hermenn búist við því að verja um tveimur vikum á víglínunni og fá svo viku hvíld. Nú er ekki óvanalaegt að hermenn verji mánuði á víglínunni og fái svo fjögurra daga hvíld. Í samtali við AP segir einn hermaður að þeir séu ekki gerðir úr stáli. Meðalaldurinn í úkraínska hernum er nú talinn vera einhversstaðar á milli fjörutíu og fimmtíu ára. Má að miklu leyti rekja það til þess að yfirvöld hafa forðast að kveða unga menn í herinn. Interesting small documentary by @United24media showing Ukrainian fighter pilots and ground personnel working together on F-16 jets. pic.twitter.com/Qlud9owWcu— (((Tendar))) (@Tendar) February 23, 2024 Íhuga óvinsæla herkvaðningu Forsvarsmenn úkraínska hersins höfðu leitað til ráðamanna og sagt þörf á því að kveða um hálfa milljón manna í herinn. Það var gert fyrir þó nokkrum mánuðum síðan en lítið hefur gerst. Vólódímír Selenskí, forseti, hefur skipt út helstu leiðtogum hersins og vék hann meðal annars Valerí Salúsjní, æðsta yfirmanni hersins, úr starfi. Svo umfangsmikil herkvaðning eins og forsvarsmenn hersins hafa talað um myndi kosta gífurlega fjármuni og koma niður á hagkerfi Úkraínu, sem hefur þegar beðið mikla hnekki vegna innrásar Rússa. Þá hefur skortur á hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum einnig komið niður á áætlunum Úkraínumanna. Þeir segja erfitt að skipuleggja fram í tímann ef þeir vita ekki hverslags aðstoð þeir eiga von á. Frumvarp um herkvaðningu situr fast í þingi Úkraínu. AP fréttaveitan segir að verið sé að skoða að kveðja um fjögur hundruð þúsund menn í herinn með því að lækka aldurinn í herkvaðningu úr 27 ára í 25. Slík herkvaðning yrði gífurlega óvinsæl en talið er að tugir þúsunda úkraínskra manna hafi komist hjá herkvaðningu með því að flýja land eða fela sig. Öðrum hefur tekist að múta starfsmönnum hersins eða heilbrigðisstarfsmönnum til að komast hjá herkvaðningu. Samkvæmt frumvarpi sem lagt hefur verið fyrir þingið í Úkraínu verður hægt að frysta bankareikninga þeirra sem reyna að komast hjá herkvaðningu og meina þeim að ferðast milli annarra ríkja. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur enn ekki lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Úkraínskur maður skoðar niðurstöður læknaskoðunar um það hvort hann hafi heilsu til að þjóna í hernum.AP/Efrem Lukatsky Margir enduðu mögulega í höndum Rússa Til að gera stöðuna verri er óttast að hundruð hermanna hafi fallið eða þeir verið handsamaðir af Rússum við undanhaldið frá Avdívka. Í frétt New York Times segir að undanhaldið hafi verið óreiðukennt, samkvæmt hermönnum sem voru í Avdíkva og embættismönnum á Vesturlöndum. Óljóst sé hve margra sé saknað en tveir viðmælendur NYT áætluðu að þeir væru á bilinu 850 til þúsund talsins. Úkraínskir hermenn segjast ekki hafa verið undirbúnir fyrir þann mikla hraða sem sókn Rússa náði á síðustu dögunum fyrir fall Avdívka. Sjá einnig: Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Fall Avdívka er ekki talið hernaðarlega mikilvægt og hæpið sé að það muni leiða til þess að varnir Úkraínumanna hrynji á næstunni. Hins vegar gæti það haft veruleg áhrif á baráttuanda úkraínskra hermanna að þúsund hermenn féllu eða voru handsamaðir við undanhaldið frá Avdívka. Sérstaklega ef um er að ræða hermenn með mikla reynslu. Enn sem komið er er staðan eftir undanhaldið þó nokkuð óljós. Ferðast frá Suður-Ameríku til að berjast Bæði Úkraínumenn og Rússar hafa tekið upp á því að ráða menn frá Suður-Ameríku til að fylla upp í raðir sínar. Atvinnuhermenn frá Kólumbíu hafa ferðast til Úkraínu og gengið til liðs við herinn þar í hundraðatali. Blaðamaður AP heimsótti nýverið hersjúkrahús í Úkraínu þar sem hann fann um fimmtíu Kólumbíumenn sem voru flestir lítillega særðir. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru um 250 þúsund menn í her Kólumbíu, sem er sá næst stærsti í Suður-Ameríku á eftir her Brasilíu. Herinn hefur barist gegn fíkniefnabarónunum og uppreisnarmönnum um árabil og kólumbískir hermenn eru margir mjög reynslumiklir af átökum. Unfortunately, not only Ukrainians are dying in the fight for freedom against global evil.Recently, four volunteers from Colombia, who had been fighting since Spring 2023, were killed. They were members of the 14th Regiment of AFU. Eternal glory to the heroes! May pic.twitter.com/0hZdvQncU0— Cloooud | (@GloOouD) February 20, 2024 Um tíu þúsund kólumbískir hermenn hætta hjá hernum á ári hverju og um árabil hafa þeir starfað víða um heim sem málaliðar. Þeir hafa meðal ananrs starfað fyrir bandarísk málaliðafyrirtæki við að verja innviði í Írak og komið að því að þjálfa hermenn í öðrum ríkjum. Þá hafa kólumbískir hermenn barist gegn Hútum fyrir hönd ríkisstjórnar Jemen. Í Úkraínu fá þeir um það bil fjórföld laun liðþjálfa í kólumbíska hernum. Í upphafi innrásar Rússa gengu þúsundir erlendra manna til liðs við úkraínska herinn. Um tíma voru þeir um tuttugu þúsund og frá 52 ríkjum. Talið er að þeim hafi fækkað töluvert síðan þá en innan úkraínska hersins er verið að auðvelda erlendum mönnum að ferðast til landsins og berjast. Úkraínskir hermenn að störfum nærri Bakhmut í austurhluta landsins.Getty/Diego Herrera Carcedo Frá Kúbu til Rússlands í leit að betra lífi Ungir Kúbumenn hafa á svipaðan máta ferðast í miklum fjölda til Rússlands og gengið til liðs við herinn þar. Efnahagur Kúbu hefur séð bjartari daga en mánaðarlaun þar samsvara að meðaltali um 2.700 krónum. Í rússneska hernum fá menn tækifæri til að þéna um 276 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur eftir embættismönnum í Úkraínu að talið sé að minnst fjögur hundruð menn frá Kúbu hafi gengið til liðs við rússneska herinn. Aðrir telja mögulegt að allt að þrjú þúsund menn frá Kúbu hafi farið til Rússlands. Rússar hafa einnig ráðið hermenn frá Mið-Afríkulýðveldinu, Serbíu, Nepal og Sýrlandi. Sérfræðingar segja í samtali við WSJ að slæmt efnahagsástand á Kúbu hafi leitt til þess að Rússar hafi lagt meiri áherslu í að leita að hermönnum þar en á undanförnum tveimur árum er áætlað að rúmlega hálf milljón ungra Kúbumanna hafi lagt leið sína til Bandaríkjanna. Raibel Palacio er fyrsti maðurinn frá Kúbu sem vitað er að hafa fallið í átökum. Það var í desember en móðir hans segir hann hafa fallið í drónaárás. Eiginkona hans segir að hann hafi átt að fá rússneskt vegabréf eftir herþjónustu og að hún, tvær dætur þeirra og móðir hans hefðu einnig fengið að fara til Rússlands, þar sem þau vonuðust eftir því að geta öðlast betra líf. Með enga reynslu Yfirvöld á Kúbu hafa bannað öðrum ríkjum að ráða fólk þar til herþjónustu annarsstaðar og tilkynntu í september að lokað hefði verið á leið fyrir Kúbumenn til að fara til Rússlands. Sautján voru handteknir þá og standa þeir frammi fyrir langri fangelsisvist eða jafnvel dauðadómi. Kúbumenn sem gengið hafa til liðs við rússneska herinn hafa litla sem enga reynslu af hernaði og embættismenn í Úkraínu segjast ekki óttast að nokkur hundruð slíkir menn muni hafa mikil áhrif á stríðið. Blaðamaður WSJ ræddi við mann frá Kúbu sem býr nú í Mexíkó. Sonur hans, Andorf, ferðaðist til Rússlands. Andorf stóð í þeirri trú, samkvæmt föður hans, að hann væri að fara að grafa skotgrafir og gera við skemmdar byggingar. Hann sendi föður sínum þó mynd af sér og vini sínum, þar sem þeir voru klæddir allt of stórum herbúning. Seinna meir sendi hann föður sínum myndband þar sem hann sagðist vera kominn á víglínuna í Úkraínu og hann hefði verið þvingaður til að skrifa undir samning á rússnesku sem hann skildi ekki. Hann og vinur hans vöruðu aðra frá Kúbu við því að fara til Rússlands. Þeir sögðu marga hafa horfið. Faðir hans hefur ekki heyrt í Aldorf frá því september. Slökkviliðsmenn reyna að slökkva eld í Karkív. Borgin hefur ítrekað orðið fyrir eldflaugaárásum eftir Rússum mistókst að hertaka hana í upphafi stríðsins.AP/Yevhen Titov Fulltrúadeildin stendur enn í vegi aðstoðar Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings neita enn að greiða atkvæði um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en Bandaríkjamenn hafa verið helsti bakhjarl Úkraínu og hafa lang mesta framleiðslugetu á skotfærum fyrir stórskotalið meðal bakhjarlanna. Bandaríska fulltrúadeildin einkennist af mikilli óreiðu þessa dagana en þingmenn beggja flokka telja að fari atkvæðagreiðsla fram sé mikill meirihluti þeirra fyrir frekari hernaðaraðstoð. Leiðtogar Repúblikanaflokksins hafa krafist þess að gripið verði til aðgerða á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ekki eigi að samþykkja frekari hernaðaraðstoð fyrir það. Eftir margra mánaða viðræður milli Repúblikana og Demókrata í öldungadeildinni var samið frumvarp um hertar aðgerðir á landamærunum. Repúblikönum tókst að ná fram fjölmörgum af baráttumálum sínum með því að nota hernaðaraðstoðina sem vogarafl og úr varð frumvarp sem myndi leiða til umfangsmestu aðgerða á landamærunum í áratugi. Repúblikanar snerust þó gegn eigin frumvarpi eftir að Donald Trump lýsti því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur því neitað að halda atkvæðagreiðslu um frumvarpið og þar að auki sendi hann þingmenn í tveggja vikna frí, rúmum tveimur vikum áður en samþykkja þarf ný fjárlög. Patrick McHenry, sem var um tíma starfandi forseti fulltrúadeildarinnar og er formaður efnahagsnefndar þingsins, sagði í vikunni líklegt að stöðva þyrfti rekstur yfirvalda í Bandaríkjunum í byrjun mars. Helmingslíkur væru á því að ekki tækist að semja fjárlög. Þá sagði hann að það myndi velta á því hve mikið Johnson óttaðist að verða velt úr embætti af flokksmeðlimum sínum. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks McHenry sagðist einnig óttast „kjarnorkustyrjöld“ á þinginu um hernaðaraðstoð handa Úkraínu. Reyna að komast hjá Johnson Þingmenn Demókrataflokksins, auk nokkurra þingmanna úr Repúblikanaflokknum, segjast búa sig undir það að beita reglum þingsins til að þvinga Johnson til að halda atkvæðagreiðslu um annað frumvarp sem samið var í öldungadeildinni og fjallar eingöngu um hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívans, auk fjárútláta til mannúðaraðstoðar á Gasaströndinni. 218 þingmenn þurfa að styðja tillöguna til að þvinga á atkvæðagreiðslu. Johnson hefur sagt að hann muni ekki láta þvinga sig til að halda atkvæðagreiðslu um þetta frumvarp, því það innihaldi ekki hertar aðgerðir á landamærunum, eins og fyrra frumvarpið sem hann neitaði að halda atkvæðagreiðslu um. Þingforsetinn hefur ekki lagt fram eigin áætlun eða svo mikið sem gefið í skyn hvað hann hafi í huga, að öðru leyti að segja að „margar hugmyndir“ séu til skoðunar. Í millitíðinni hafa fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins, sem styðja áframhaldandi aðstoð til Úkraínu, lagt fram fjölmargar tillögur en engin þeirra hefur hlotið stuðning Johnson. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins sagði í samtali við blaðamanna Wall Street Journal að enn sem kæmi væru þingmenn Repúblikanaflokksins ekki tilbúnir til að styðja tillöguna um að fara fram hjá Johnson og halda atkvæðagreiðslu. Fyrst þyrfti að samþykkja fjárlög í byrjun mars en eftir það myndi þrýstingurinn á Johnson aukast mjög. Bakhjarlar Úkraínumanna í Evrópu hafa margir hverjir aukið aðstoð sína við Úkraínu en eiga erfitt með að fylla upp í það tómarúm sem Bandaríkin skilja eftir sig. Sérstaklega hvað varðar skotfæri fyrir stórskotalið og viðhald á stórskotaliðsvopnum. Herða refsiaðgerðir til muna Yfirvöld í bæði Bandaríkjunum og Evrópusambandinu tilkynntu í gær nýjar og umfangsmiklar refsiagðerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu og vegna dauða Alexei Navalní. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti til að mynda refsiaðgerðir gegn rúmlega fimm hundruð einstaklingum og félögum í Rússlandi og annarsstaðar í heiminum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að aðgerðirnar beinist meðal annars gegn rússneskum fjárlamastofnunum og eigi að gera Rússum erfiðara að flytja fé milli landa. Markmiðið sé að gera Rússum erfiðara að fjármagna stríðsrekstur sinn og hergagnaframleiðslu og gera þeim erfiðara að komast hjá fyrri refsiaðgerðum og þvingunum. Sérfræðingar segja Rússa hafa náð miklum árangri í að komast hjá refsiaðgerðum á undanförnum árum. Það geri þeir meðal annars með því að flytja bannvörur inn í gegnum önnur ríki eins og Kína og Georgíu. Úkraínskum hermanni ekið nærri víglínunni í Dónetskhéraði.Getty/Narciso Contreras Forsvarsmenn Evrópusambandsins tilkynntu einni hertar refsiaðgerðir gegn Rússum í gær. Þeim aðgerðum er meðal annars ætlað að hefta aðgengi Rússa að tæknivörum sem þeir nota til hergagnaframleiðslu. Aðgerðir ESB beinast gegn 106 einstaklingum og 88 fyrirtækjum, félgöum og stofnunum. Meðal annars eru aðilar sem koma að því að flytja hergögn frá Norður-Kóreu til Rússlands og gegn aðilum sem hjálpað hafa Rússum að komast hjá fyrri refsiaðgerðum. Sagan verður að hamri í höndum Kreml Fyrr í þessum mánuði vakti viðtal bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, mikla athygli. Frystu þrjátíu mínútur þessa viðtals fór Pútín yfir sögu Rússlands allt frá níundu öld til að réttlæta innrás sína í Úkraínu. Meðal annars gaf Pútín Carlson möppu sem innihélt skjöl sem sanna áttu að Rússar og Úkraínumenn tilheyrðu sömu þjóðinni. Pútín hefur áður haldið því fram að tilvist Úkraínu séu mistök sem hafi verið gerð á tímum Sovétríkjanna. Sjá einnig: Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Pútín hefur verið sakaður um að hafa farið frjálslega með söguna í viðtalinu en á einum tímapunkti í viðtalinu sagði Pútín Pólverja bera ábyrgð á seinni heimsstyrjöldinni fyrir að hafa ekki orðið að kröfum Hitlers um að afhenda Þjóðverjum borgina Gdansk, sem áður hét Danzig. Þannig hefði Hitler verið þvingaður til gera innrás í Pólland og hefja seinni heimsstyrjöldina. Carlson mótmæli þeim rangfærslum forsetans ekki. Sagan hefur lengi verið notuð sem áróðurstól í Kreml í Rússlandi. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur þetta aukist undanfarin tvö ár. Sögubækur hafa verið endurskrifaðar til að hygla Rússlandi og gera meira úr sigrum ríkisins á sama tíma og litið er hjá myrkari tímum ríkisins. Þá hefur aðilum sem hafa mótmælt þessu verið refsað og það harðlega í einhverjum tilfellum. „Í höndum yfirvalda er sagan orðin að hamri eða jafnvel exi,“ sagði Oleg Orlov, sem stofnaði Memorial, elstu mannréttindasamtök Rússlands. Memorial var stofnað á níunda áratugi síðustu aldar til þess að halda utan um og skrásetja pólitíska kúgun í Sovétríkjunum. Samtökin héldu meðal annars utan um lista yfir þá sem sendir voru í gúlagið og fórnarlömb Hreinsananna miklu. Þá hafa samtökin á undanförnum áratugum orðið leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Í desember 2021 var samtökunum gert að hætta starfsemi í Rússlandi. Sjá einnig: Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Á undanförnum árum hefur umdeildum lögum sem notuð voru til að loka Memorial ítrekað verið notuð gegn sambærilegum samtökum og sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi sem hafa ekki viljað ganga eftir stíg Kreml þegar kemur að sögunni, gangi innrásarinnar í Úkraínu og öðrum málefnum. Þar á meðal eru samtök sem Alexei Navalní stofnaði til að berjast gegn spillingu. Sjá einnig: Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Ráðamenn í Rússlandi hafa einnig lengi kvartað yfir því þegar minnisvarðar frá tímum Sovétríkjanna, sem víða er litið á sem áminningu um kúgun, eru fjarlægðir. Stjórnmálamenn og embættismenn í nokkrum ríkjum Austur-Evrópu voru nýverið settir á lista eftirlýstra í Rússlandi vegna slíkra minnisvarða. Þeirra á meðal er Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Í nýjum sögubókum sem gefnar voru út í fyrra og ætlaðar eru skólabörnum eru kaflar þar sem Vesturlöndum er alfarið kennt um kalda stríðið og fall Sovétríkjanna er kallað „verstu pólitísku hremmingar“ tuttugustu aldarinnar. Sagnfræðingar hafa kallað þetta hreinan áróður sem snúist um að lýsa Sovétríkjunum og Rússlandi sem ríkjum umkringdum óvinum. sem ætli sér að grafa undan ríkinu og hirða auðlindir þess. Orlov segir að í bókum yfirvalda sé saga Rússlands vegur frá einum sigri til annars og að fólki sé lofað frekari sigrum í framtíðinni. Rússum sé sagt að vera stoltir af sögunni og hún fylli Rússa af föðurlandsást. Hann segir ráðamenn þó líta á föðurlandsást sem hollustu við þá sjálfa. Pútín vill enn alla Úkraínu Hvað varðar framhaldið í Úkraínu er ekkert sem gefur til kynna að Pútín hafi látið af því markmiði sínu að ná stjórn á allri Úkraínu, til lengri tíma. Embættismenn á Vesturlöndum segja Pútin ekki hafa aðra áætlun en þá að nota yfirburði Rússa varðandi mannafla og hergögn til að brjóta Úkraínumenn á bak aftur hægt og rólega. Kiríló Búdanóv, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, um 510 þúsund rússneska hermenn í og við Úkraínu og að Rússar hafi hingað til ráðið um þrjátíu þúsund nýja hermenn á mánuði, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í desember að í heild væru um sex hundruð þúsund hermenn í úkraínska hernum. Þar af eru þó alls ekki allir í því hlutverki að berjast, eins og gengur og gerist í öllum herjum. Forsvarsmenn úkraínska hersins hafa kvartað yfir því að þá skorti slíka hermenn. Þrír hernaðarsérfræðingar sögðu í nýlegri grein að Úkraínumenn þurfi að skipuleggja varnir sínar betur, halda aftur af Rússum á þessu ári og byggja upp nýjar sveitir til frekari sókna árið 2025. Þeir segja Úkraínumenn þurfa að taka erfiðar ákvarðanir á þessu ári, vera sparsama og takast á við erfið vandamál. Þá þarf að nota árið vel og tryggja að réttar lexíur séu lærðar af misheppnaðri gagnsókn í Sapórisjíahéraði síðasta sumar. Búdanóv sagði í samtali við blaðamann WSJ að Rússar hefðu ekki burði til að ná markmiðum sínum á þessu ári, sem talið er að séu Donbas-svæðið svokallaða, og vísaði í því samhengi til falls Avdívka. Það hefði tekið herinn tvö ár að ná borginni, að undanskildum tilraunum þeirra til að ná henni í upphafi uppreisnar aðskilnaðarsinna árið 2014, sem nutu mikils stuðnings Rússa. Búdanóv sagði Avdívka hafa kostað Rússa gífurlega. „Er þetta mikill sigur fyrir hinn mikla, öfluga rússneska her?“ spurði Búdanóv. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rýnt í stöðuna í Úkraínu Tengdar fréttir Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34 Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. 18. febrúar 2024 17:05 „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46 Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr embætti. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga. 15. febrúar 2024 15:01 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent
Rússar lögðu rústir borgarinnar Avdívka í austurhluta Úkraínu undir sig. Auk þess gera Rússar árásir annarsstaðar í austri, að virðist með því markmið að ná tökum á Donbas-svæðinu svokallaða, sem myndað er af Dónetsk og Lúhansk héruðum. Rússar eru einnig sagðir hafa flutt töluverðan herafla til Sapórisjíahéraðs í suðri en þar hafa þeir gert nokkuð umfangsmiklar árásir á undanförnum dögum. Samhliða þessu eiga Úkraínumenn við mikinn skort á skotfærum að etja og glíma þeir einnig við skort á hermönnum, þar sem erfiðlega gengur að fá menn til að ganga til liðs við herinn og stjórnmálamenn hafa enn ekki tekið ákvörðun um almenna herkvaðningu. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu -Barátta um skotfæri Í dag eru nákvæmlega tvö ár frá því innrás Rússa hófst. Eftir miklar hreyfingar fyrsta árið hefur víglínan lítið hreyfst undanfarið ár. Það er þrátt fyrir gífurlega harða bardaga víða í Úkraínu. Úkraínumenn sóttu lítillega fram suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, í gagnsókn sem vonast var til að gæti slitið á landbrú Rússa til Krímskaga. Sóknin heppnaðist ekki en hún er talin hafa leitt til mikils mannfalls hjá bæði Úkraínumönnum og Rússum. Í vetur hefur Rússum svo vaxið ásmegin, samhliða áðurnefndum skotfæra- og hermannaskorti Úkraínumanna. Þeir hafa sótt fram á nokkrum stöðum á víglínunni í Úkraínu og þá sérstaklega í austri en umfangsmiklar hergagnasendingar frá Íran og Norður-Kóreu hafa hjálpað Rússum töluvert. Meðal annars hafa þeir fengið mikið magn sprengikúlna fyrir stórskotalið og margkonar eldflaugar til notkunar á vígvellinum. Frá upphafi innrásarinnar hafa Rússar hins vegar átt erfitt með að nýta sér veikleika eða göt á vörnum Úkraínumanna og það hefur ekki breyst enn. Framsókn Rússa hefur gengið hægt og verið kostnarðarsöm í bæði lífum og hergögnum. Aftir fall Avdívka hafa Rússar lagt meiri kraft á sóknina að borginni Kúpíansk í Karkívhéraði og nærrliggjandi svæði sem liggur til suðurs að borginni Lyman. Rússar hafa einnig gert árásir í Sapórisjíahéraði í suðri. Þær árásir beinast sérstaklega að þorpinu Robotíne, sem Úkraínumenn tóku í gagnsókn þeirra síðasta sumar og haust. Úkraínumenn segjast hafa valdið miklum skaða á herdeildum Rússa þar. Rússneskir hermenn eru þó sagðir hafa sótt lítillega fram suður og vestur af bænum. Stöðuna á víglínunni í Úkraínu má sjá á kortum hugveitunnar Institute for the Study of War hér að neðan. NEW: Ukrainian officials reported that Ukrainian forces shot down a Russian A-50 long-range radar detection aircraft on the night of February 23 the second such aircraft shot down in 2024. 1/5 pic.twitter.com/psggqr7Vrf— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) February 24, 2024 Pyrrosarsigur í Avdívka Pyrros, konungur ríkisins Epírus á fornöldum, vann árið 279 fyrir kristinn mikinn sigur gegn Rómverjum. Þó að um sex þúsund rómverskir hermenn hefðu verið felldir í orrustunni, missti Pyrros 3.500 menn og þar á meðal marga af herforingjum sínum. „Ef við vinnum aðra orrustu gegn Rómverjum, er út um okkur,“ mun konungurinn hafa sagt þá. Síðan þá hafa verulega kostnaðarsamir sigrar í hernaði verið kallaðir Pyrrosarsigrar. Sigur Rússa í Avdívka má að miklu leyti líkja við sigur Pyrrosar, enda var hann gífurlega kostnaðarsamur. Sókn Rússa að borginni hófst í október en strax í desember áætluðu vestrænar leyniþjónustur að um þrettán þúsund hermenn hefðu fallið í áhlaupum á borgina. Sjá einnig: Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka Hve margir féllu í rauninni mun líklega seint koma í ljós, ef einhvern tímann. Eftir fall borgarinnar lýsti tiltölulega mikið þekktur rússneskur herbloggari sem heitir Andrey Morozov því yfir að minnst sextán þúsund rússneskir hermenn hefði fallið í átökunum um borgina og herinn hefði misst allavega þrjú hundruð skrið- og bryndreka. Gagnrýndi hann framgöngu yfirmanna hersins varðandi sóknina. Úkraínskur hermaður gengur fram hjá líki rússnesks hermans nærri Andrívka í september í fyrra.AP/Alex Babenkko Úkraínumennn áætla að sautján þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum um Avdívka. Embættismenn á Vesturlöndum segja Rússa hafa misst að minnsta kosti fjögur hundruð skrið- og bryndreka. Skömmu síðar birti Morozov nýja færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann kvartaði yfir því að hafa verið þvingaður til að fjarlægja færslu sína um mannfallið í Avdívka og er hann sagður hafa skotið sig tveimur tímum eftir að hann birti þá færslu. Russian 'war correspondent' Andrei 'Murz' Morozov has committed suicide A few days ago he said on Telegram that Russian forces had lost 16,000 men in the battle for Avdiivka https://t.co/b0LQTd1Vhc pic.twitter.com/YTTW8k0v95— Francis Scarr (@francis_scarr) February 21, 2024 Að öðru leyti eru Rússar þó ekki í ósvipaðri stöðu og Rómverjar, eftir orrustuna. Öfugt við Pyrros áttu Rómverjar mun auðveldara með að fylla upp í raðir sínar og mynda nýjan her og þar er svipaða sögu að segja af Rússum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sýnt að hann er ekki ragur við að kveða menn í herinn. Haldin var um þrjú hundruð þúsund manna herkvaðning á seinni hluta ársins 2022 og síðan þá hafa tugir þúsunda til viðbótar verið kvaddir í herinn. Úkraínumenn eru frekar í hlutverki Pyrrosar þegar kemur að mannafla. Geta ekki fyllt í raðir sínar Úkraínska herinn skortir enn skotfæri en einnig skortir hermenn. Í nýlegri frétt Reuters segir var rætt við yfirmann einnar sveitar sem taldi að í sínu stórfylki (Brigade) væru sextíu til sjötíu prósent af þeim þúsundum hermanna sem voru í stórfylkinu í upphafi stríðsins enn að berjast. Hinir hafa fallið, særst eða þurft frá að hverfa vegna annarra ástæðna. Heilsa hermanna hefur einnig versnað töluvert, þar sem frosin jörð hefur þiðnað vegna óhefðbundins hita og orðið að leðju. Rigning verður að snjókomu, sem verðu aftur að rigningu og blautir hermenn veikjast. „Þeir eru úr leik í nokkurn tíma og það er enginn til að leysa taka við af þeim,“ sagði einn viðmælandi Reuters. Hann sagði helsta vandamál allra sveita vera skortur á hermönnum. Þetta vandamál hefur leitt til þess að hermenn fá mun minni hvíld en áður. Fyrr í stríðinu gátu hermenn búist við því að verja um tveimur vikum á víglínunni og fá svo viku hvíld. Nú er ekki óvanalaegt að hermenn verji mánuði á víglínunni og fái svo fjögurra daga hvíld. Í samtali við AP segir einn hermaður að þeir séu ekki gerðir úr stáli. Meðalaldurinn í úkraínska hernum er nú talinn vera einhversstaðar á milli fjörutíu og fimmtíu ára. Má að miklu leyti rekja það til þess að yfirvöld hafa forðast að kveða unga menn í herinn. Interesting small documentary by @United24media showing Ukrainian fighter pilots and ground personnel working together on F-16 jets. pic.twitter.com/Qlud9owWcu— (((Tendar))) (@Tendar) February 23, 2024 Íhuga óvinsæla herkvaðningu Forsvarsmenn úkraínska hersins höfðu leitað til ráðamanna og sagt þörf á því að kveða um hálfa milljón manna í herinn. Það var gert fyrir þó nokkrum mánuðum síðan en lítið hefur gerst. Vólódímír Selenskí, forseti, hefur skipt út helstu leiðtogum hersins og vék hann meðal annars Valerí Salúsjní, æðsta yfirmanni hersins, úr starfi. Svo umfangsmikil herkvaðning eins og forsvarsmenn hersins hafa talað um myndi kosta gífurlega fjármuni og koma niður á hagkerfi Úkraínu, sem hefur þegar beðið mikla hnekki vegna innrásar Rússa. Þá hefur skortur á hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum einnig komið niður á áætlunum Úkraínumanna. Þeir segja erfitt að skipuleggja fram í tímann ef þeir vita ekki hverslags aðstoð þeir eiga von á. Frumvarp um herkvaðningu situr fast í þingi Úkraínu. AP fréttaveitan segir að verið sé að skoða að kveðja um fjögur hundruð þúsund menn í herinn með því að lækka aldurinn í herkvaðningu úr 27 ára í 25. Slík herkvaðning yrði gífurlega óvinsæl en talið er að tugir þúsunda úkraínskra manna hafi komist hjá herkvaðningu með því að flýja land eða fela sig. Öðrum hefur tekist að múta starfsmönnum hersins eða heilbrigðisstarfsmönnum til að komast hjá herkvaðningu. Samkvæmt frumvarpi sem lagt hefur verið fyrir þingið í Úkraínu verður hægt að frysta bankareikninga þeirra sem reyna að komast hjá herkvaðningu og meina þeim að ferðast milli annarra ríkja. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur enn ekki lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Úkraínskur maður skoðar niðurstöður læknaskoðunar um það hvort hann hafi heilsu til að þjóna í hernum.AP/Efrem Lukatsky Margir enduðu mögulega í höndum Rússa Til að gera stöðuna verri er óttast að hundruð hermanna hafi fallið eða þeir verið handsamaðir af Rússum við undanhaldið frá Avdívka. Í frétt New York Times segir að undanhaldið hafi verið óreiðukennt, samkvæmt hermönnum sem voru í Avdíkva og embættismönnum á Vesturlöndum. Óljóst sé hve margra sé saknað en tveir viðmælendur NYT áætluðu að þeir væru á bilinu 850 til þúsund talsins. Úkraínskir hermenn segjast ekki hafa verið undirbúnir fyrir þann mikla hraða sem sókn Rússa náði á síðustu dögunum fyrir fall Avdívka. Sjá einnig: Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Fall Avdívka er ekki talið hernaðarlega mikilvægt og hæpið sé að það muni leiða til þess að varnir Úkraínumanna hrynji á næstunni. Hins vegar gæti það haft veruleg áhrif á baráttuanda úkraínskra hermanna að þúsund hermenn féllu eða voru handsamaðir við undanhaldið frá Avdívka. Sérstaklega ef um er að ræða hermenn með mikla reynslu. Enn sem komið er er staðan eftir undanhaldið þó nokkuð óljós. Ferðast frá Suður-Ameríku til að berjast Bæði Úkraínumenn og Rússar hafa tekið upp á því að ráða menn frá Suður-Ameríku til að fylla upp í raðir sínar. Atvinnuhermenn frá Kólumbíu hafa ferðast til Úkraínu og gengið til liðs við herinn þar í hundraðatali. Blaðamaður AP heimsótti nýverið hersjúkrahús í Úkraínu þar sem hann fann um fimmtíu Kólumbíumenn sem voru flestir lítillega særðir. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru um 250 þúsund menn í her Kólumbíu, sem er sá næst stærsti í Suður-Ameríku á eftir her Brasilíu. Herinn hefur barist gegn fíkniefnabarónunum og uppreisnarmönnum um árabil og kólumbískir hermenn eru margir mjög reynslumiklir af átökum. Unfortunately, not only Ukrainians are dying in the fight for freedom against global evil.Recently, four volunteers from Colombia, who had been fighting since Spring 2023, were killed. They were members of the 14th Regiment of AFU. Eternal glory to the heroes! May pic.twitter.com/0hZdvQncU0— Cloooud | (@GloOouD) February 20, 2024 Um tíu þúsund kólumbískir hermenn hætta hjá hernum á ári hverju og um árabil hafa þeir starfað víða um heim sem málaliðar. Þeir hafa meðal ananrs starfað fyrir bandarísk málaliðafyrirtæki við að verja innviði í Írak og komið að því að þjálfa hermenn í öðrum ríkjum. Þá hafa kólumbískir hermenn barist gegn Hútum fyrir hönd ríkisstjórnar Jemen. Í Úkraínu fá þeir um það bil fjórföld laun liðþjálfa í kólumbíska hernum. Í upphafi innrásar Rússa gengu þúsundir erlendra manna til liðs við úkraínska herinn. Um tíma voru þeir um tuttugu þúsund og frá 52 ríkjum. Talið er að þeim hafi fækkað töluvert síðan þá en innan úkraínska hersins er verið að auðvelda erlendum mönnum að ferðast til landsins og berjast. Úkraínskir hermenn að störfum nærri Bakhmut í austurhluta landsins.Getty/Diego Herrera Carcedo Frá Kúbu til Rússlands í leit að betra lífi Ungir Kúbumenn hafa á svipaðan máta ferðast í miklum fjölda til Rússlands og gengið til liðs við herinn þar. Efnahagur Kúbu hefur séð bjartari daga en mánaðarlaun þar samsvara að meðaltali um 2.700 krónum. Í rússneska hernum fá menn tækifæri til að þéna um 276 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur eftir embættismönnum í Úkraínu að talið sé að minnst fjögur hundruð menn frá Kúbu hafi gengið til liðs við rússneska herinn. Aðrir telja mögulegt að allt að þrjú þúsund menn frá Kúbu hafi farið til Rússlands. Rússar hafa einnig ráðið hermenn frá Mið-Afríkulýðveldinu, Serbíu, Nepal og Sýrlandi. Sérfræðingar segja í samtali við WSJ að slæmt efnahagsástand á Kúbu hafi leitt til þess að Rússar hafi lagt meiri áherslu í að leita að hermönnum þar en á undanförnum tveimur árum er áætlað að rúmlega hálf milljón ungra Kúbumanna hafi lagt leið sína til Bandaríkjanna. Raibel Palacio er fyrsti maðurinn frá Kúbu sem vitað er að hafa fallið í átökum. Það var í desember en móðir hans segir hann hafa fallið í drónaárás. Eiginkona hans segir að hann hafi átt að fá rússneskt vegabréf eftir herþjónustu og að hún, tvær dætur þeirra og móðir hans hefðu einnig fengið að fara til Rússlands, þar sem þau vonuðust eftir því að geta öðlast betra líf. Með enga reynslu Yfirvöld á Kúbu hafa bannað öðrum ríkjum að ráða fólk þar til herþjónustu annarsstaðar og tilkynntu í september að lokað hefði verið á leið fyrir Kúbumenn til að fara til Rússlands. Sautján voru handteknir þá og standa þeir frammi fyrir langri fangelsisvist eða jafnvel dauðadómi. Kúbumenn sem gengið hafa til liðs við rússneska herinn hafa litla sem enga reynslu af hernaði og embættismenn í Úkraínu segjast ekki óttast að nokkur hundruð slíkir menn muni hafa mikil áhrif á stríðið. Blaðamaður WSJ ræddi við mann frá Kúbu sem býr nú í Mexíkó. Sonur hans, Andorf, ferðaðist til Rússlands. Andorf stóð í þeirri trú, samkvæmt föður hans, að hann væri að fara að grafa skotgrafir og gera við skemmdar byggingar. Hann sendi föður sínum þó mynd af sér og vini sínum, þar sem þeir voru klæddir allt of stórum herbúning. Seinna meir sendi hann föður sínum myndband þar sem hann sagðist vera kominn á víglínuna í Úkraínu og hann hefði verið þvingaður til að skrifa undir samning á rússnesku sem hann skildi ekki. Hann og vinur hans vöruðu aðra frá Kúbu við því að fara til Rússlands. Þeir sögðu marga hafa horfið. Faðir hans hefur ekki heyrt í Aldorf frá því september. Slökkviliðsmenn reyna að slökkva eld í Karkív. Borgin hefur ítrekað orðið fyrir eldflaugaárásum eftir Rússum mistókst að hertaka hana í upphafi stríðsins.AP/Yevhen Titov Fulltrúadeildin stendur enn í vegi aðstoðar Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings neita enn að greiða atkvæði um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en Bandaríkjamenn hafa verið helsti bakhjarl Úkraínu og hafa lang mesta framleiðslugetu á skotfærum fyrir stórskotalið meðal bakhjarlanna. Bandaríska fulltrúadeildin einkennist af mikilli óreiðu þessa dagana en þingmenn beggja flokka telja að fari atkvæðagreiðsla fram sé mikill meirihluti þeirra fyrir frekari hernaðaraðstoð. Leiðtogar Repúblikanaflokksins hafa krafist þess að gripið verði til aðgerða á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ekki eigi að samþykkja frekari hernaðaraðstoð fyrir það. Eftir margra mánaða viðræður milli Repúblikana og Demókrata í öldungadeildinni var samið frumvarp um hertar aðgerðir á landamærunum. Repúblikönum tókst að ná fram fjölmörgum af baráttumálum sínum með því að nota hernaðaraðstoðina sem vogarafl og úr varð frumvarp sem myndi leiða til umfangsmestu aðgerða á landamærunum í áratugi. Repúblikanar snerust þó gegn eigin frumvarpi eftir að Donald Trump lýsti því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur því neitað að halda atkvæðagreiðslu um frumvarpið og þar að auki sendi hann þingmenn í tveggja vikna frí, rúmum tveimur vikum áður en samþykkja þarf ný fjárlög. Patrick McHenry, sem var um tíma starfandi forseti fulltrúadeildarinnar og er formaður efnahagsnefndar þingsins, sagði í vikunni líklegt að stöðva þyrfti rekstur yfirvalda í Bandaríkjunum í byrjun mars. Helmingslíkur væru á því að ekki tækist að semja fjárlög. Þá sagði hann að það myndi velta á því hve mikið Johnson óttaðist að verða velt úr embætti af flokksmeðlimum sínum. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks McHenry sagðist einnig óttast „kjarnorkustyrjöld“ á þinginu um hernaðaraðstoð handa Úkraínu. Reyna að komast hjá Johnson Þingmenn Demókrataflokksins, auk nokkurra þingmanna úr Repúblikanaflokknum, segjast búa sig undir það að beita reglum þingsins til að þvinga Johnson til að halda atkvæðagreiðslu um annað frumvarp sem samið var í öldungadeildinni og fjallar eingöngu um hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívans, auk fjárútláta til mannúðaraðstoðar á Gasaströndinni. 218 þingmenn þurfa að styðja tillöguna til að þvinga á atkvæðagreiðslu. Johnson hefur sagt að hann muni ekki láta þvinga sig til að halda atkvæðagreiðslu um þetta frumvarp, því það innihaldi ekki hertar aðgerðir á landamærunum, eins og fyrra frumvarpið sem hann neitaði að halda atkvæðagreiðslu um. Þingforsetinn hefur ekki lagt fram eigin áætlun eða svo mikið sem gefið í skyn hvað hann hafi í huga, að öðru leyti að segja að „margar hugmyndir“ séu til skoðunar. Í millitíðinni hafa fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins, sem styðja áframhaldandi aðstoð til Úkraínu, lagt fram fjölmargar tillögur en engin þeirra hefur hlotið stuðning Johnson. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins sagði í samtali við blaðamanna Wall Street Journal að enn sem kæmi væru þingmenn Repúblikanaflokksins ekki tilbúnir til að styðja tillöguna um að fara fram hjá Johnson og halda atkvæðagreiðslu. Fyrst þyrfti að samþykkja fjárlög í byrjun mars en eftir það myndi þrýstingurinn á Johnson aukast mjög. Bakhjarlar Úkraínumanna í Evrópu hafa margir hverjir aukið aðstoð sína við Úkraínu en eiga erfitt með að fylla upp í það tómarúm sem Bandaríkin skilja eftir sig. Sérstaklega hvað varðar skotfæri fyrir stórskotalið og viðhald á stórskotaliðsvopnum. Herða refsiaðgerðir til muna Yfirvöld í bæði Bandaríkjunum og Evrópusambandinu tilkynntu í gær nýjar og umfangsmiklar refsiagðerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu og vegna dauða Alexei Navalní. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti til að mynda refsiaðgerðir gegn rúmlega fimm hundruð einstaklingum og félögum í Rússlandi og annarsstaðar í heiminum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að aðgerðirnar beinist meðal annars gegn rússneskum fjárlamastofnunum og eigi að gera Rússum erfiðara að flytja fé milli landa. Markmiðið sé að gera Rússum erfiðara að fjármagna stríðsrekstur sinn og hergagnaframleiðslu og gera þeim erfiðara að komast hjá fyrri refsiaðgerðum og þvingunum. Sérfræðingar segja Rússa hafa náð miklum árangri í að komast hjá refsiaðgerðum á undanförnum árum. Það geri þeir meðal annars með því að flytja bannvörur inn í gegnum önnur ríki eins og Kína og Georgíu. Úkraínskum hermanni ekið nærri víglínunni í Dónetskhéraði.Getty/Narciso Contreras Forsvarsmenn Evrópusambandsins tilkynntu einni hertar refsiaðgerðir gegn Rússum í gær. Þeim aðgerðum er meðal annars ætlað að hefta aðgengi Rússa að tæknivörum sem þeir nota til hergagnaframleiðslu. Aðgerðir ESB beinast gegn 106 einstaklingum og 88 fyrirtækjum, félgöum og stofnunum. Meðal annars eru aðilar sem koma að því að flytja hergögn frá Norður-Kóreu til Rússlands og gegn aðilum sem hjálpað hafa Rússum að komast hjá fyrri refsiaðgerðum. Sagan verður að hamri í höndum Kreml Fyrr í þessum mánuði vakti viðtal bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, mikla athygli. Frystu þrjátíu mínútur þessa viðtals fór Pútín yfir sögu Rússlands allt frá níundu öld til að réttlæta innrás sína í Úkraínu. Meðal annars gaf Pútín Carlson möppu sem innihélt skjöl sem sanna áttu að Rússar og Úkraínumenn tilheyrðu sömu þjóðinni. Pútín hefur áður haldið því fram að tilvist Úkraínu séu mistök sem hafi verið gerð á tímum Sovétríkjanna. Sjá einnig: Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Pútín hefur verið sakaður um að hafa farið frjálslega með söguna í viðtalinu en á einum tímapunkti í viðtalinu sagði Pútín Pólverja bera ábyrgð á seinni heimsstyrjöldinni fyrir að hafa ekki orðið að kröfum Hitlers um að afhenda Þjóðverjum borgina Gdansk, sem áður hét Danzig. Þannig hefði Hitler verið þvingaður til gera innrás í Pólland og hefja seinni heimsstyrjöldina. Carlson mótmæli þeim rangfærslum forsetans ekki. Sagan hefur lengi verið notuð sem áróðurstól í Kreml í Rússlandi. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur þetta aukist undanfarin tvö ár. Sögubækur hafa verið endurskrifaðar til að hygla Rússlandi og gera meira úr sigrum ríkisins á sama tíma og litið er hjá myrkari tímum ríkisins. Þá hefur aðilum sem hafa mótmælt þessu verið refsað og það harðlega í einhverjum tilfellum. „Í höndum yfirvalda er sagan orðin að hamri eða jafnvel exi,“ sagði Oleg Orlov, sem stofnaði Memorial, elstu mannréttindasamtök Rússlands. Memorial var stofnað á níunda áratugi síðustu aldar til þess að halda utan um og skrásetja pólitíska kúgun í Sovétríkjunum. Samtökin héldu meðal annars utan um lista yfir þá sem sendir voru í gúlagið og fórnarlömb Hreinsananna miklu. Þá hafa samtökin á undanförnum áratugum orðið leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Í desember 2021 var samtökunum gert að hætta starfsemi í Rússlandi. Sjá einnig: Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Á undanförnum árum hefur umdeildum lögum sem notuð voru til að loka Memorial ítrekað verið notuð gegn sambærilegum samtökum og sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi sem hafa ekki viljað ganga eftir stíg Kreml þegar kemur að sögunni, gangi innrásarinnar í Úkraínu og öðrum málefnum. Þar á meðal eru samtök sem Alexei Navalní stofnaði til að berjast gegn spillingu. Sjá einnig: Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Ráðamenn í Rússlandi hafa einnig lengi kvartað yfir því þegar minnisvarðar frá tímum Sovétríkjanna, sem víða er litið á sem áminningu um kúgun, eru fjarlægðir. Stjórnmálamenn og embættismenn í nokkrum ríkjum Austur-Evrópu voru nýverið settir á lista eftirlýstra í Rússlandi vegna slíkra minnisvarða. Þeirra á meðal er Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Í nýjum sögubókum sem gefnar voru út í fyrra og ætlaðar eru skólabörnum eru kaflar þar sem Vesturlöndum er alfarið kennt um kalda stríðið og fall Sovétríkjanna er kallað „verstu pólitísku hremmingar“ tuttugustu aldarinnar. Sagnfræðingar hafa kallað þetta hreinan áróður sem snúist um að lýsa Sovétríkjunum og Rússlandi sem ríkjum umkringdum óvinum. sem ætli sér að grafa undan ríkinu og hirða auðlindir þess. Orlov segir að í bókum yfirvalda sé saga Rússlands vegur frá einum sigri til annars og að fólki sé lofað frekari sigrum í framtíðinni. Rússum sé sagt að vera stoltir af sögunni og hún fylli Rússa af föðurlandsást. Hann segir ráðamenn þó líta á föðurlandsást sem hollustu við þá sjálfa. Pútín vill enn alla Úkraínu Hvað varðar framhaldið í Úkraínu er ekkert sem gefur til kynna að Pútín hafi látið af því markmiði sínu að ná stjórn á allri Úkraínu, til lengri tíma. Embættismenn á Vesturlöndum segja Pútin ekki hafa aðra áætlun en þá að nota yfirburði Rússa varðandi mannafla og hergögn til að brjóta Úkraínumenn á bak aftur hægt og rólega. Kiríló Búdanóv, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, um 510 þúsund rússneska hermenn í og við Úkraínu og að Rússar hafi hingað til ráðið um þrjátíu þúsund nýja hermenn á mánuði, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í desember að í heild væru um sex hundruð þúsund hermenn í úkraínska hernum. Þar af eru þó alls ekki allir í því hlutverki að berjast, eins og gengur og gerist í öllum herjum. Forsvarsmenn úkraínska hersins hafa kvartað yfir því að þá skorti slíka hermenn. Þrír hernaðarsérfræðingar sögðu í nýlegri grein að Úkraínumenn þurfi að skipuleggja varnir sínar betur, halda aftur af Rússum á þessu ári og byggja upp nýjar sveitir til frekari sókna árið 2025. Þeir segja Úkraínumenn þurfa að taka erfiðar ákvarðanir á þessu ári, vera sparsama og takast á við erfið vandamál. Þá þarf að nota árið vel og tryggja að réttar lexíur séu lærðar af misheppnaðri gagnsókn í Sapórisjíahéraði síðasta sumar. Búdanóv sagði í samtali við blaðamann WSJ að Rússar hefðu ekki burði til að ná markmiðum sínum á þessu ári, sem talið er að séu Donbas-svæðið svokallaða, og vísaði í því samhengi til falls Avdívka. Það hefði tekið herinn tvö ár að ná borginni, að undanskildum tilraunum þeirra til að ná henni í upphafi uppreisnar aðskilnaðarsinna árið 2014, sem nutu mikils stuðnings Rússa. Búdanóv sagði Avdívka hafa kostað Rússa gífurlega. „Er þetta mikill sigur fyrir hinn mikla, öfluga rússneska her?“ spurði Búdanóv.
Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34
Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16
Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. 18. febrúar 2024 17:05
„Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46
Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr embætti. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga. 15. febrúar 2024 15:01