„Löngu tímabært að taka þetta skref“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 21:53 Lilja Alfreðsdóttir ræddi áform um Þjóðaróperu. vísir/vilhelm „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin. Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar gagnrýndi framkvæmdina í viðtali við Vísi fyrr í kvöld. Sagði hann meðal annars að ríkisstjórnin hafi ekki lagt til nægt fjármagn svo að hægt væri að halda starfi Íslensku óperunnar áfram þar til Þjóðarópera yrði stofnuð. Spurð út í þessi orð Péturs segir Lilja: „Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur verið í miklu og nánu samstarfi við Íslensku óperuna og lagt henni bæði fjármuni og faglegan stuðning á síðustu árum. Við höfum bæði stutt við uppsetningar og sér í lagi fyrirhugaða uppsetningu Daníels Bjarnasonar. Ég hefði viljað sjá það allt ganga eftir en við höfum sannarlega verið að styðja við Íslensku óperuna og óperustarf í landinu.“ Hún þakkar Íslensku óperunni samstarfið sem hafi gengið vel en nú séu nýir tímar framundan. „Við fórum bara að skipta framlögum öðruvísi upp. Framlag til óperustarfsemi hefur ekki minnkað eins og gefið er til kynna. Framlögin minnkuðu til Íslensku óperunnar því við vildum setja af stað Þjóðaróperu. Við þurftum líka að vera hagsýn og sýna fyrirhyggju svo þessi draumur gæti ræst. Listformið fái það súrefni sem það verðskuldar Lilja nefnir að samlegðaráhrif myndist við það að stofna óperuna innan Þjóðleikhússins. „Þetta er framsýnt en það er líka verið að nýta menningarinnviði sem eru til staðar. Það var löngu tímabært að taka þetta skref og þetta nýtur stuðnings hjá bæði óperusamfélaginu og sviðslistasamfélaginu. Við viljum vera með eina öfluga sviðslistastofnun, þar sem Þjóðleikhúsið, Þjóðarópera og Íslenski dansflokkurinn verður undir, að danskri fyrirmynd.“ Þjóðleikhúsið, Harpa og Hof verði nýtt til þess. Hún bætir við að aukningin verði í skrefum. „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref til að þetta listform fengi það súrefni sem það verðskuldar. Sumir vilja að þetta sé sjálfstætt en það verður þá ekki eins burðugt. Ég tel að við séum með þessu að fá miklu meira fyrir það opinbera fé sem við setjum í þetta, en við ella hefðum fengið,“ segir Lilja. Íslenska óperan Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tónlist Þjóðaróperan Tengdar fréttir Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar gagnrýndi framkvæmdina í viðtali við Vísi fyrr í kvöld. Sagði hann meðal annars að ríkisstjórnin hafi ekki lagt til nægt fjármagn svo að hægt væri að halda starfi Íslensku óperunnar áfram þar til Þjóðarópera yrði stofnuð. Spurð út í þessi orð Péturs segir Lilja: „Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur verið í miklu og nánu samstarfi við Íslensku óperuna og lagt henni bæði fjármuni og faglegan stuðning á síðustu árum. Við höfum bæði stutt við uppsetningar og sér í lagi fyrirhugaða uppsetningu Daníels Bjarnasonar. Ég hefði viljað sjá það allt ganga eftir en við höfum sannarlega verið að styðja við Íslensku óperuna og óperustarf í landinu.“ Hún þakkar Íslensku óperunni samstarfið sem hafi gengið vel en nú séu nýir tímar framundan. „Við fórum bara að skipta framlögum öðruvísi upp. Framlag til óperustarfsemi hefur ekki minnkað eins og gefið er til kynna. Framlögin minnkuðu til Íslensku óperunnar því við vildum setja af stað Þjóðaróperu. Við þurftum líka að vera hagsýn og sýna fyrirhyggju svo þessi draumur gæti ræst. Listformið fái það súrefni sem það verðskuldar Lilja nefnir að samlegðaráhrif myndist við það að stofna óperuna innan Þjóðleikhússins. „Þetta er framsýnt en það er líka verið að nýta menningarinnviði sem eru til staðar. Það var löngu tímabært að taka þetta skref og þetta nýtur stuðnings hjá bæði óperusamfélaginu og sviðslistasamfélaginu. Við viljum vera með eina öfluga sviðslistastofnun, þar sem Þjóðleikhúsið, Þjóðarópera og Íslenski dansflokkurinn verður undir, að danskri fyrirmynd.“ Þjóðleikhúsið, Harpa og Hof verði nýtt til þess. Hún bætir við að aukningin verði í skrefum. „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref til að þetta listform fengi það súrefni sem það verðskuldar. Sumir vilja að þetta sé sjálfstætt en það verður þá ekki eins burðugt. Ég tel að við séum með þessu að fá miklu meira fyrir það opinbera fé sem við setjum í þetta, en við ella hefðum fengið,“ segir Lilja.
Íslenska óperan Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tónlist Þjóðaróperan Tengdar fréttir Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06