Fangaverðir fundu lyfin, sem voru af gerðinni Alprazolam Krka, við líkamsleit við komu mannsins í fangelsið í nóvember árið 2022, en efnin voru falin innvortis.
Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi frá því að hann náði átján ára aldri sex sinnum verið dæmdur til refsingar fyrir ýmis konar brot.
Héraðsdómi þótti sextíu daga fangelsi hæfileg refsing, en vegna sakaferils mannsins þótti ekki ástæða til að skilorðsbundna hana. Þá féllst dómurinn kröfu ákæruvaldsins um að fíkniefnin sem málið varðar yrðu gerð upptæk.