Býst við að fáir muni gista í bænum Oddur Ævar Gunnarsson og Telma Tómasson skrifa 19. febrúar 2024 14:56 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. „Þetta getur breytt þó nokkuð miklu fyrir fyrirtæki í bænum sem hafa stíft óskað eftir því að fá að vera lengur heldur en hefur gefist hingað til,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hafa yfirvöld rýmkað aðgengisreglur að bænum. Íbúar fá að fara inn í bæinn á eigin ábyrgð allan sólarhringinn. Innviðir mjög laskaðir „Þannig þetta er kannski mesta breytingin fyrir fyrirtækin, ég á ekki von á því að íbúarnir fari að gista í bænum nema þá í algjörum undantekningartilvikum, enda eru innviðir mjög laskaðir. Það er til dæmis ekki komið kalt vatn á ennþá og heita vatnið heldur tæpt.“ Fannar segir fyrirtæki í bænum misháð vatnsveitu bæjarins. Sum þurfi hana ekki í eins miklum mæli í starfsemi sinni. Búist er við því að kalt vatn verði komið aftur í lag í bænum á miðvikudag. „Þannig að þetta er auðvitað bara mjög tæpt ástand hjá okkur. En sum fyrirtæki þurfa ekki á öðru vatni að halda en þau geta orðið sér úti um sjálf. Það er misjöfn staðan.“ Viðbragsaðilar verði til staðar Fannar segir gæslu verða til staðar á svæðinu. Lögregla verði þar með viðbúnað auk björgunarsveita og slökkviliðs. Hann ítrekar að um mjög varasamt svæði sé að ræða. „Þetta er auðvitað bara mjög varasamt svæði og ekki óhætt að vera á ferðinni utan gatna-og stígakerfisins og íbúum er það held ég alveg fullljóst og það verður að fara að öllu með gát.“ Þá segir Fannar að fyrirtæki bæjarins hafi komið sér upp öryggis- og viðvörunaráætlunum. Hann segist tæplega eiga von á því að margir íbúar muni snúa til baka til bæjarins. „Barnafólk mun örugglega ekki gera það. Það getur verið að pör og fólk sem býr eitt, að það fari heim en ég held það verði ekki mikið um það núna til að byrja með.“ Á von á góðri mætingu á íbúafund Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag í Laugardalshöll klukkan 17:00. Þar mun Fannar meðal annars sitja fyrir svörum. „Ég held að bæði íbúar og ekki síður fyrirtækin fagni því að hafa rýmri tíma til þess að athafna sig í Grindavík en fundurinn á eftir, hann er gagnvirkt samtal milli bæjarstjórnar og íbúanna,“ segir Fannar. „Þar getur ýmislegt borið á góma og það verður reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þar koma og ég bara vonast eftir góðri mætingu og góðum fundi þar sem ýmislegt verður upplýst eða útskýrt fyrir íbúum.“ Eru einhver tilmæli til íbúa sem þú vilt koma á framfæri? „Ég vil bara fyrst og fremst brýna fyrir fólki að fara gætilega heima í Grindavík og ég þykist nú vita að það séu allir íbúar meðvitaðir um það. Eins og ástandið er núna eru opin svæði ekki örugg og þess vegna þarf að fara að öllu með gát.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
„Þetta getur breytt þó nokkuð miklu fyrir fyrirtæki í bænum sem hafa stíft óskað eftir því að fá að vera lengur heldur en hefur gefist hingað til,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hafa yfirvöld rýmkað aðgengisreglur að bænum. Íbúar fá að fara inn í bæinn á eigin ábyrgð allan sólarhringinn. Innviðir mjög laskaðir „Þannig þetta er kannski mesta breytingin fyrir fyrirtækin, ég á ekki von á því að íbúarnir fari að gista í bænum nema þá í algjörum undantekningartilvikum, enda eru innviðir mjög laskaðir. Það er til dæmis ekki komið kalt vatn á ennþá og heita vatnið heldur tæpt.“ Fannar segir fyrirtæki í bænum misháð vatnsveitu bæjarins. Sum þurfi hana ekki í eins miklum mæli í starfsemi sinni. Búist er við því að kalt vatn verði komið aftur í lag í bænum á miðvikudag. „Þannig að þetta er auðvitað bara mjög tæpt ástand hjá okkur. En sum fyrirtæki þurfa ekki á öðru vatni að halda en þau geta orðið sér úti um sjálf. Það er misjöfn staðan.“ Viðbragsaðilar verði til staðar Fannar segir gæslu verða til staðar á svæðinu. Lögregla verði þar með viðbúnað auk björgunarsveita og slökkviliðs. Hann ítrekar að um mjög varasamt svæði sé að ræða. „Þetta er auðvitað bara mjög varasamt svæði og ekki óhætt að vera á ferðinni utan gatna-og stígakerfisins og íbúum er það held ég alveg fullljóst og það verður að fara að öllu með gát.“ Þá segir Fannar að fyrirtæki bæjarins hafi komið sér upp öryggis- og viðvörunaráætlunum. Hann segist tæplega eiga von á því að margir íbúar muni snúa til baka til bæjarins. „Barnafólk mun örugglega ekki gera það. Það getur verið að pör og fólk sem býr eitt, að það fari heim en ég held það verði ekki mikið um það núna til að byrja með.“ Á von á góðri mætingu á íbúafund Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag í Laugardalshöll klukkan 17:00. Þar mun Fannar meðal annars sitja fyrir svörum. „Ég held að bæði íbúar og ekki síður fyrirtækin fagni því að hafa rýmri tíma til þess að athafna sig í Grindavík en fundurinn á eftir, hann er gagnvirkt samtal milli bæjarstjórnar og íbúanna,“ segir Fannar. „Þar getur ýmislegt borið á góma og það verður reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þar koma og ég bara vonast eftir góðri mætingu og góðum fundi þar sem ýmislegt verður upplýst eða útskýrt fyrir íbúum.“ Eru einhver tilmæli til íbúa sem þú vilt koma á framfæri? „Ég vil bara fyrst og fremst brýna fyrir fólki að fara gætilega heima í Grindavík og ég þykist nú vita að það séu allir íbúar meðvitaðir um það. Eins og ástandið er núna eru opin svæði ekki örugg og þess vegna þarf að fara að öllu með gát.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira