Tryggðu sér eilífa ást með kossi í New York Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 13:49 Hjónin um borð í bát á Hudson ánni. Eins og sést var ansi hvasst um borð eins og stundum í lífinu. Björn Þorláksson Björn Þorláksson, blaðamaður hjá Samstöðinni og bridgespilari, og Arndís Bergsdóttir, doktor í safnafræði og akademóni, fagna tuttugu árum frá fyrsta hittingi í dag. „Ástin? Það eru heil 20 ár í dag síðan við tvö sàumst fyrst. Með inngripi sameiginlegrar vinkonu varð til fíflagangur. Og allt í einu urðum við eitt. Stundum hefur hvesst, sú er lífsins saga, en væri lífið nokkurs virði í samfelldu logni?!“ segir Björn í færslu á Facebook vegna tímamótanna. Hugvíkkandi hjónaband „Traustið og trúnaðurinn hefur alltaf verið hryggjarstykkið, ég mæli með því!“ Margur Íslendingurinn sem lagt hefur leið sína á Götubarinn undanfarin ár kannast líklega við Björn sem kemur þar reglulega við og spilar á píanóið fyrir gesti og gangandi sem taka undir í söng. „Við splæstum í koss í tilefni tímamótanna undir Brooklyn brúnni, sagan segir að ástin verði eilíf hjà þeim sem slíkt gjöra. Ég hef líka alltaf hlakkað til að verða gamall með henni Arndísi minni, enda hafa árin 20 verið alveg ótrúlega gefandi, hjónaband okkar hefur verið hugvíkkandi og skemmtilegt. Það sem maður er heppinn!“ segir Björn sem er vopnaður heimaprjónuðum vettlingum frá móður sinni í ferðinni. Þeir hafa reynst vel í kuldanum í New York. Hvað varð um hyldýpið? Tvö yngstu börn þeirra hjóna eru með í ferðinni og hefur fjölskyldan meðal annars skellt sér á Lion King á Broadway. Björn er þakklátur fyrir samveruna með fjölskyldunni og velti á dögunum fyrir sér hvað hefði orðið um hyldýpi milli foreldra og barna. Pælingar sem margir vinir hans á Facebook tengdu við. „Hvað varð um hyldýpið sem eitt sinn var nànast regla milli foreldra og unglinga? Hvað varð um hyldýpisgjána sem mín kynslóð hélt à sínum tíma að væri náttúrulögmál?“ segir Björn þakklátur fyrir samveruna með börnunum sínum ytra. „Þegar ég var á aldri þessara ungmenna, voru foreldrar manns það hallærislegasta í heiminum! Allt gekk út à að slíta sig frà þeim og gilti einu hvort foreldrar væru frábærir eða raunveruleg fífl. Sem leiddi oft til hættulegra tíma, háskalegrar hegðunar, enda veit unglingur oft minnst um viðsjár tilverunnar þegar hann er þess fullviss að hann viti allt!“ Margvísleg mistök hlutu því að varða veg manns sem unglings. „En nú er allt í einu orðið kúl að vera öll saman. Alltaf. Það sér maður út um allt. Og þótt unglingarnir græði mikið á því að uppreisnarhugur sé ekki alfa og ómega unglingsins, hvað má þá segja um gleði foreldrahjartanna? Seinþroska sem ég er á sumum sviðum er það sem ég er að reyna að lýsa af frekar miklum vanmætti, ein stærsta uppgötvun ævi minnar… hafiði sjálf pælt í þessari samfélagsmenningarumbót? Þeirri byltingu sem orðið hefur til batnaðar? Síðan við vorum sjálf unglingar?“ Fjölskyldan heldur í dag heim á leið með börnunum sínum yngstu. Íslendingar erlendis Bandaríkin Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
„Ástin? Það eru heil 20 ár í dag síðan við tvö sàumst fyrst. Með inngripi sameiginlegrar vinkonu varð til fíflagangur. Og allt í einu urðum við eitt. Stundum hefur hvesst, sú er lífsins saga, en væri lífið nokkurs virði í samfelldu logni?!“ segir Björn í færslu á Facebook vegna tímamótanna. Hugvíkkandi hjónaband „Traustið og trúnaðurinn hefur alltaf verið hryggjarstykkið, ég mæli með því!“ Margur Íslendingurinn sem lagt hefur leið sína á Götubarinn undanfarin ár kannast líklega við Björn sem kemur þar reglulega við og spilar á píanóið fyrir gesti og gangandi sem taka undir í söng. „Við splæstum í koss í tilefni tímamótanna undir Brooklyn brúnni, sagan segir að ástin verði eilíf hjà þeim sem slíkt gjöra. Ég hef líka alltaf hlakkað til að verða gamall með henni Arndísi minni, enda hafa árin 20 verið alveg ótrúlega gefandi, hjónaband okkar hefur verið hugvíkkandi og skemmtilegt. Það sem maður er heppinn!“ segir Björn sem er vopnaður heimaprjónuðum vettlingum frá móður sinni í ferðinni. Þeir hafa reynst vel í kuldanum í New York. Hvað varð um hyldýpið? Tvö yngstu börn þeirra hjóna eru með í ferðinni og hefur fjölskyldan meðal annars skellt sér á Lion King á Broadway. Björn er þakklátur fyrir samveruna með fjölskyldunni og velti á dögunum fyrir sér hvað hefði orðið um hyldýpi milli foreldra og barna. Pælingar sem margir vinir hans á Facebook tengdu við. „Hvað varð um hyldýpið sem eitt sinn var nànast regla milli foreldra og unglinga? Hvað varð um hyldýpisgjána sem mín kynslóð hélt à sínum tíma að væri náttúrulögmál?“ segir Björn þakklátur fyrir samveruna með börnunum sínum ytra. „Þegar ég var á aldri þessara ungmenna, voru foreldrar manns það hallærislegasta í heiminum! Allt gekk út à að slíta sig frà þeim og gilti einu hvort foreldrar væru frábærir eða raunveruleg fífl. Sem leiddi oft til hættulegra tíma, háskalegrar hegðunar, enda veit unglingur oft minnst um viðsjár tilverunnar þegar hann er þess fullviss að hann viti allt!“ Margvísleg mistök hlutu því að varða veg manns sem unglings. „En nú er allt í einu orðið kúl að vera öll saman. Alltaf. Það sér maður út um allt. Og þótt unglingarnir græði mikið á því að uppreisnarhugur sé ekki alfa og ómega unglingsins, hvað má þá segja um gleði foreldrahjartanna? Seinþroska sem ég er á sumum sviðum er það sem ég er að reyna að lýsa af frekar miklum vanmætti, ein stærsta uppgötvun ævi minnar… hafiði sjálf pælt í þessari samfélagsmenningarumbót? Þeirri byltingu sem orðið hefur til batnaðar? Síðan við vorum sjálf unglingar?“ Fjölskyldan heldur í dag heim á leið með börnunum sínum yngstu.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira