Um átök ættbálka var að ræða og var fólkið allt skotið til bana. Mikil átök hafa verið í fjallahéruðum landsins í áraraðir en þessi árás mun vera sú blóðugasta í langan tíma. Ólögleg skotvopn hafa flætt inn í landið undanfarið sem gerir átökin mun mannskæðari en áður að því er segir í umfjöllun BBC.
Deilur ættbálkanna snúast um skiptingu lands og auðs og í fyrra var ástandið svo eldfimt að lögregla kom á útgöngubanni á svæðinu. Um sautján ættbálkar hafa tekið þátt í átökunum og í síðustu viku var neyðarástandi lýst yfir.