Félagsráðgjöf og farsæld í 60 ár Steinunn Bergmann skrifar 19. febrúar 2024 08:00 Félagsráðgjafafélag Íslands var stofnað 19. febrúar 1964 og fagnar því 60 ára afmæli í dag. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim sextíu árum sem liðin eru frá stofnun Félagsráðgjafafélags Íslands. Árið 1964 voru fjórir félagsráðgjafar á Íslandi, þær Guðrún Jónsdóttir, Kristín Gústavsdóttir, Margrét Margeirsdóttir og Margrét Steingrímsdóttir. Þessir öflugu félagsráðgjafar ákváðu að stofna Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa og ruddu brautina fyrir þau sem á eftir komu. Tilgangurinn var að styrkja stöðu sína sem félagsráðgjafa og vinna að framgangi fagsins. Strax á fyrstu árunum var hafist handa við að leggja grunn að framtíð félagsráðgjafar á Íslandi. Helstu baráttumálin voru löggilding starfsheitisins sem náðist árið 1975, að félagsráðgjöf yrði kennd við Háskóla Íslands og kjaramál félagsfólks sem eru áfram viðvarandi verkefni félagsins. Árið 1984 kom fram tillaga á aðalfundi að breyta nafni félagsins í Félagsráðgjafafélag Íslands en tillagan var felld. Það var síðan á aðalfundi 2007 sem samþykkt var að breyta nafni félagsins. Nám í félagsráðgjöf hér á landi Frá því fyrstu félagsráðgjafarnir hófu störf hér á landi hafa stjórnvöld áttað sig á mikilvægi félagsráðgjafar í íslensku samfélagi. Á fyrstu árum félagsins kom fram tillaga í borgarstjórn Reykjavíkur um að koma á námi í félagsráðgjöf og yfirlæknir Kleppspítala sýndi einnig áhuga á að stofna sérstakan félagsráðgjafaskóla hérlendis til að fjölga í stéttinni. Fulltrúar Félagsráðgjafafélags Íslands tóku virkan þátt í undirbúningi náms í félagsráðgjöf en á sama tíma vann félagið að því að Ísland fengi ákveðin kvóta til að stunda nám á hinum Norðurlöndunum þar til nám myndi hefjast hér á landi. Fyrir milligöngu félagsins opnaðist strax möguleiki fyrir slíkan kvóta í Noregi og Svíþjóð og árið 1972 höfðu allir norrænu félagsráðgjafaskólarnir samþykkt að taka að lágmarki einn nemanda frá Íslandi ár hvert. Starfsréttindanám í félagsráðgjöf varð síðan að veruleika þegar Háskóli Íslands fékk fjárheimild árið 1981 til að standa straum af starfsréttindanámi í félagsráðgjöf og útskrifuðust fyrstu félagsráðgjafarnir ári síðar. Nám í félagsráðgjöf er nú fimm ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára grunnnám þar sem nemendur öðlast BA gráðu í félagsráðgjöf. Að því loknu tekur við tveggja ára meistaranám þar sem hluti námsins felst í starfsþjálfun utan Háskóla Íslands undir handleiðslu starfsþjálfunarkennara sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem slíkir. Félagsráðgjafar geta að loknu MA námi sótt um starfsleyfi í félagsráðgjöf til Embættis Landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu. Þá er mögulegt að stunda doktorsnám við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Kvennastétt Félagsráðgjafar hafa alla tíð verið kvennastétt en á áttunda áratug síðustu aldar var hlutfall karla þó um 20% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall karla var komið niður í 12% árið 2001 og hefur haldið áfram að lækka og eru karlar nú um 6% félagsfólks. Í dag eru alls 581 félagsráðgjafar með stéttarfélagsaðild að Félagsráðgjafafélagi Íslands, 547 konur og 34 karlar. Einnig er nokkur fjöldi með fagfélagsaðild eða nemaaðild auk félaga sem eru á lífeyri. Samkvæmt starfsleyfisská heilbrigðisstarfsfólks á vefsíðu Embættis landlæknis (https://island.is/heilbrigdisstarfsfolk-tolur) eru alls 832 með starfsleyfi sem félagsráðgjafi, þar af 774 konur og 58 karlar. Alls eru 42 félagsráðgjafar einnig með sérfræðileyfi. Mikilvægi félagsráðgjafar Félagsráðgjafar vinna að velferð viðkvæmra hópa og standa vörð um mannréttindi. Þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Þeir hitta fyrir í sínum daglegu störfum þau sem standa höllum fæti og sæta jaðarsetningu, því gegna þeir mikilvægu málsvarahlutverki fyrir þau sem eiga erfitt með að tala sínu máli. Félagsráðgjafar hafa heildræna þekkingu á úrræðum velferðarkerfisins, þ.e. á sviði skóla-, dóms- og heilbrigðismála auk félagsþjónustu og barnaverndar. Þá hafa þeir sérþekkingu í að greina félagslegan vanda, meta þörf á úrræðum og sinna meðferðarvinnu með börnum og fjölskyldum. Jafnframt hafa þeir þekkingu á sifja- og velferðarlöggjöf, ásamt þekkingu á sviði stjórnsýslulaga. Félagsráðgjafar hafa frá upphafi staðið fyrir margvíslegum framfaraskrefum í velferðarmálum hér á landi. Stærsti hópur félagsráðgjafa starfar innan félagsþjónustu sveitarfélaga og þeim fjölgar sem starfa innan grunnskóla. Stór hópur starfar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, innan heilsugæslu og á fjölmörgum öðrum stofnunum ríkisins. Þá er aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hjá hinum ýmsu félagasamtökum sem koma að velferðarmálum og einnig eru margir félagsráðgjafar að bjóða upp á þjónustu á einkareknum stofum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum þegar náttúruvá steðjar að, til að tryggja velferð viðkvæmra hópa og alls almennings, ekki síst þegar rýma þarf vegna jarðskjálfta, eldgosa eða flóða. Það er ekki bara aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hér á landi því félagsráðgjöf er sú faggrein sem er í hröðustum vexti um allan heim og tölfræði margra landa bendir til frekari vaxtar. Í Bandaríkjunum er áætlaður 16% vöxtur í félagsráðgjöf á tímabilinu 2016 til 2026 þrátt fyrir niðurskurð á tímabili Trump stjórnarinnar. Það eru margar ástæður fyrir vexti félagsráðgjafar sem fagreinar. Ein ástæðan er sú að gögn sýna fram á að fjárfesting í velferðarþjónustu hefur jákvæð áhrif á efnahag þjóða. Þegar félagsráðgjafar eru virkir í samfélaginu þá hefur það jákvæð áhrif á afbrotatíðni, heilbrigðistölfræði, mætingar í skóla og atvinnu. Önnur ástæða er sú að nýjar reglugerðir hafa verið lagðar fram í mögum löndum sem viðurkenna það mikilvæga hlutverk sem félagsráðgjöf gegnir (Rory Truell, 2. júlí 2018 – the Guardian). Ísland hefur líkt og hin Norðurlöndin verið í fararbroddi í þróun velferðarþjónustu og eru mörg lönd sem líta til þeirra sem fyrirmyndarríkja á því sviði. Tímamótum fagnað Fyrir tíu árum þegar Félagsráðgjafafélag Íslands fagnaði 50 ára afmæli stóð félagið að Félagsráðgjafarþingi ásamt Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og ÍS-FORSA (samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf). Þingið hefur síðan verið árviss viðburður í starfi félagsins og verður haldið 23. febrúar nk. undir yfirskriftinni: Félagsráðgjöf og farsæld í 60 ár. Á þinginu verður meðal annars frumsýnd heimildarmynd um 60 ára sögu félagsráðgjafar á Íslandi þar sem helstu viðburða er minnst með viðtölum við stofnendur félagsins og nokkra frumkvöðla innan stéttarinnar. Árið 2018 kom út 50 ára saga félagsins sem er aðgengileg á vefsíðu félagsins (https://felagsradgjof.is/felagid/saga-felagsins/) og mikilvæg heimild um starfsemi félagsins. Félagsráðgjafaþingið er sannkölluð uppskeruhátíð félagsráðgjafa og félagsráðgjafar sem fags en auk lykilviðburða á sal eru 18 samhliða málstofur þar sem fjallað er um rannsóknir og þróunarverkefni á hinum margvíslegu málasviðum félagsráðgjafar. Sem dæmi má nefna umfjöllun um málefni eldra fólks, endurhæfingu, margbreytileika, fjölmenningu, áfengis- og vímuefnavanda, náttúruhamfarir, farsæld barna og stöðu innleiðingar nýrra farsældarlaga en dagskrá er aðgengileg á vefsíðu félagsins (https://felagsradgjof.is/felagsradgjafathing-2024/). Það hafa margir lagt sitt af mörkum til að gera þingið svo veglegt sem raun ber vitni en það er stór hópur sem kemur að dagskrá þess. Að lokum Félagsráðgjafar vilja leggja sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið og hlú að mannréttindum. Þeir eru málsvarar einstaklinga og ýmissa hópa í samfélaginu sem taldir eru standa höllum fæti og benda á leiðir til úrbóta sem hefur áhrif á stefnu stjórnvalda. Þannig hafa félagsráðgjafar tekið þátt í þróun íslenska velferðarsamfélagsins undanfarin 60 ár. Áfram þarf að standa vörð um mannréttindi, sinna málsvarahlutverkinu og taka þátt í stefnumörkun. Við getum öll haft áhrif! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands var stofnað 19. febrúar 1964 og fagnar því 60 ára afmæli í dag. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim sextíu árum sem liðin eru frá stofnun Félagsráðgjafafélags Íslands. Árið 1964 voru fjórir félagsráðgjafar á Íslandi, þær Guðrún Jónsdóttir, Kristín Gústavsdóttir, Margrét Margeirsdóttir og Margrét Steingrímsdóttir. Þessir öflugu félagsráðgjafar ákváðu að stofna Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa og ruddu brautina fyrir þau sem á eftir komu. Tilgangurinn var að styrkja stöðu sína sem félagsráðgjafa og vinna að framgangi fagsins. Strax á fyrstu árunum var hafist handa við að leggja grunn að framtíð félagsráðgjafar á Íslandi. Helstu baráttumálin voru löggilding starfsheitisins sem náðist árið 1975, að félagsráðgjöf yrði kennd við Háskóla Íslands og kjaramál félagsfólks sem eru áfram viðvarandi verkefni félagsins. Árið 1984 kom fram tillaga á aðalfundi að breyta nafni félagsins í Félagsráðgjafafélag Íslands en tillagan var felld. Það var síðan á aðalfundi 2007 sem samþykkt var að breyta nafni félagsins. Nám í félagsráðgjöf hér á landi Frá því fyrstu félagsráðgjafarnir hófu störf hér á landi hafa stjórnvöld áttað sig á mikilvægi félagsráðgjafar í íslensku samfélagi. Á fyrstu árum félagsins kom fram tillaga í borgarstjórn Reykjavíkur um að koma á námi í félagsráðgjöf og yfirlæknir Kleppspítala sýndi einnig áhuga á að stofna sérstakan félagsráðgjafaskóla hérlendis til að fjölga í stéttinni. Fulltrúar Félagsráðgjafafélags Íslands tóku virkan þátt í undirbúningi náms í félagsráðgjöf en á sama tíma vann félagið að því að Ísland fengi ákveðin kvóta til að stunda nám á hinum Norðurlöndunum þar til nám myndi hefjast hér á landi. Fyrir milligöngu félagsins opnaðist strax möguleiki fyrir slíkan kvóta í Noregi og Svíþjóð og árið 1972 höfðu allir norrænu félagsráðgjafaskólarnir samþykkt að taka að lágmarki einn nemanda frá Íslandi ár hvert. Starfsréttindanám í félagsráðgjöf varð síðan að veruleika þegar Háskóli Íslands fékk fjárheimild árið 1981 til að standa straum af starfsréttindanámi í félagsráðgjöf og útskrifuðust fyrstu félagsráðgjafarnir ári síðar. Nám í félagsráðgjöf er nú fimm ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára grunnnám þar sem nemendur öðlast BA gráðu í félagsráðgjöf. Að því loknu tekur við tveggja ára meistaranám þar sem hluti námsins felst í starfsþjálfun utan Háskóla Íslands undir handleiðslu starfsþjálfunarkennara sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem slíkir. Félagsráðgjafar geta að loknu MA námi sótt um starfsleyfi í félagsráðgjöf til Embættis Landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu. Þá er mögulegt að stunda doktorsnám við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Kvennastétt Félagsráðgjafar hafa alla tíð verið kvennastétt en á áttunda áratug síðustu aldar var hlutfall karla þó um 20% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall karla var komið niður í 12% árið 2001 og hefur haldið áfram að lækka og eru karlar nú um 6% félagsfólks. Í dag eru alls 581 félagsráðgjafar með stéttarfélagsaðild að Félagsráðgjafafélagi Íslands, 547 konur og 34 karlar. Einnig er nokkur fjöldi með fagfélagsaðild eða nemaaðild auk félaga sem eru á lífeyri. Samkvæmt starfsleyfisská heilbrigðisstarfsfólks á vefsíðu Embættis landlæknis (https://island.is/heilbrigdisstarfsfolk-tolur) eru alls 832 með starfsleyfi sem félagsráðgjafi, þar af 774 konur og 58 karlar. Alls eru 42 félagsráðgjafar einnig með sérfræðileyfi. Mikilvægi félagsráðgjafar Félagsráðgjafar vinna að velferð viðkvæmra hópa og standa vörð um mannréttindi. Þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Þeir hitta fyrir í sínum daglegu störfum þau sem standa höllum fæti og sæta jaðarsetningu, því gegna þeir mikilvægu málsvarahlutverki fyrir þau sem eiga erfitt með að tala sínu máli. Félagsráðgjafar hafa heildræna þekkingu á úrræðum velferðarkerfisins, þ.e. á sviði skóla-, dóms- og heilbrigðismála auk félagsþjónustu og barnaverndar. Þá hafa þeir sérþekkingu í að greina félagslegan vanda, meta þörf á úrræðum og sinna meðferðarvinnu með börnum og fjölskyldum. Jafnframt hafa þeir þekkingu á sifja- og velferðarlöggjöf, ásamt þekkingu á sviði stjórnsýslulaga. Félagsráðgjafar hafa frá upphafi staðið fyrir margvíslegum framfaraskrefum í velferðarmálum hér á landi. Stærsti hópur félagsráðgjafa starfar innan félagsþjónustu sveitarfélaga og þeim fjölgar sem starfa innan grunnskóla. Stór hópur starfar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, innan heilsugæslu og á fjölmörgum öðrum stofnunum ríkisins. Þá er aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hjá hinum ýmsu félagasamtökum sem koma að velferðarmálum og einnig eru margir félagsráðgjafar að bjóða upp á þjónustu á einkareknum stofum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum þegar náttúruvá steðjar að, til að tryggja velferð viðkvæmra hópa og alls almennings, ekki síst þegar rýma þarf vegna jarðskjálfta, eldgosa eða flóða. Það er ekki bara aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hér á landi því félagsráðgjöf er sú faggrein sem er í hröðustum vexti um allan heim og tölfræði margra landa bendir til frekari vaxtar. Í Bandaríkjunum er áætlaður 16% vöxtur í félagsráðgjöf á tímabilinu 2016 til 2026 þrátt fyrir niðurskurð á tímabili Trump stjórnarinnar. Það eru margar ástæður fyrir vexti félagsráðgjafar sem fagreinar. Ein ástæðan er sú að gögn sýna fram á að fjárfesting í velferðarþjónustu hefur jákvæð áhrif á efnahag þjóða. Þegar félagsráðgjafar eru virkir í samfélaginu þá hefur það jákvæð áhrif á afbrotatíðni, heilbrigðistölfræði, mætingar í skóla og atvinnu. Önnur ástæða er sú að nýjar reglugerðir hafa verið lagðar fram í mögum löndum sem viðurkenna það mikilvæga hlutverk sem félagsráðgjöf gegnir (Rory Truell, 2. júlí 2018 – the Guardian). Ísland hefur líkt og hin Norðurlöndin verið í fararbroddi í þróun velferðarþjónustu og eru mörg lönd sem líta til þeirra sem fyrirmyndarríkja á því sviði. Tímamótum fagnað Fyrir tíu árum þegar Félagsráðgjafafélag Íslands fagnaði 50 ára afmæli stóð félagið að Félagsráðgjafarþingi ásamt Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og ÍS-FORSA (samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf). Þingið hefur síðan verið árviss viðburður í starfi félagsins og verður haldið 23. febrúar nk. undir yfirskriftinni: Félagsráðgjöf og farsæld í 60 ár. Á þinginu verður meðal annars frumsýnd heimildarmynd um 60 ára sögu félagsráðgjafar á Íslandi þar sem helstu viðburða er minnst með viðtölum við stofnendur félagsins og nokkra frumkvöðla innan stéttarinnar. Árið 2018 kom út 50 ára saga félagsins sem er aðgengileg á vefsíðu félagsins (https://felagsradgjof.is/felagid/saga-felagsins/) og mikilvæg heimild um starfsemi félagsins. Félagsráðgjafaþingið er sannkölluð uppskeruhátíð félagsráðgjafa og félagsráðgjafar sem fags en auk lykilviðburða á sal eru 18 samhliða málstofur þar sem fjallað er um rannsóknir og þróunarverkefni á hinum margvíslegu málasviðum félagsráðgjafar. Sem dæmi má nefna umfjöllun um málefni eldra fólks, endurhæfingu, margbreytileika, fjölmenningu, áfengis- og vímuefnavanda, náttúruhamfarir, farsæld barna og stöðu innleiðingar nýrra farsældarlaga en dagskrá er aðgengileg á vefsíðu félagsins (https://felagsradgjof.is/felagsradgjafathing-2024/). Það hafa margir lagt sitt af mörkum til að gera þingið svo veglegt sem raun ber vitni en það er stór hópur sem kemur að dagskrá þess. Að lokum Félagsráðgjafar vilja leggja sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið og hlú að mannréttindum. Þeir eru málsvarar einstaklinga og ýmissa hópa í samfélaginu sem taldir eru standa höllum fæti og benda á leiðir til úrbóta sem hefur áhrif á stefnu stjórnvalda. Þannig hafa félagsráðgjafar tekið þátt í þróun íslenska velferðarsamfélagsins undanfarin 60 ár. Áfram þarf að standa vörð um mannréttindi, sinna málsvarahlutverkinu og taka þátt í stefnumörkun. Við getum öll haft áhrif!
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun