Ingibjörg Sólrún kemur Kristrúnu til varnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. febrúar 2024 22:32 Ingibjörg Sólrún segir jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. vísir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, kemur Kristrúnu Frostadóttur, núverandi formanni, til varnar í pistli á Facebook. Kristrún hefur mátt sæta gagnrýni vegna ummæla hennar um málefni innflytjenda og hælisleitenda. Ingibjörg segir vangaveltur Kristrúnar almennar og að grunnstefið hafi verið sanngirni, mannúð og sjálfbærni. Töluverð umræða hefur skapast um málaflokkinn undanfarið, sér í lagi í kjölfar hlaðvarpsviðtals við Kristrúnu þar sem hún lýsti því, í stuttu máli, að núverandi hælisleitendakerfi væri ósanngjarnt og að Ísland þurfi að ganga í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir hvað það varðar. Ummælin vöktu ýmiss konar viðbrögð. Pólitískir andstæðingar, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra buðu Kristrúnu „velkomna á vagninn“. Ummælin vöktu ekki jafn mikla lukku hjá öðru Samfylkingarfólki. Til að mynda skrifuðu samflokkskonur Kristrúnar, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, grein á Vísi þar sem þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ganga gegn jafnaðarstefnunni. Hefur þessari togstreitu verið lýst sem uppgjöri á milli „nýju og gömlu“ Samfylkingarinnar. Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var formaður flokksins á árunum 2005-2009, komið Kristrúnu til varnar í Facebook-pistli. „Það var eins og við manninn mælt, hún var ekki fyrr búin að ljúka orðinu en einhverjir höfðu fundið það út að þarna hefði formaður Samfylkingarinnar mælt af munni fram alveg nýja og harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Samt voru þetta bara almennar vangaveltur um ýmsar hliðar þessara mála þar sem grunnstefið var sanngirni, mannúð og sjálfbærni,“ segir Ingibjörg Sólrun og enn fremur: „Kristrún varpaði upp spurningunni: Hvað get ég raunsætt gert í málinu? Sem er auðvitað stóra spurningin sem stjórnmálin verða að spyrja og hafa djörfung og dug til að taka til umræðu. Það eru margar hliðar á þessu flókna máli og jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Látum ekki siga okkur hvert á annað,“ segir Ingibjörg Sólrún að lokum. Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast um málaflokkinn undanfarið, sér í lagi í kjölfar hlaðvarpsviðtals við Kristrúnu þar sem hún lýsti því, í stuttu máli, að núverandi hælisleitendakerfi væri ósanngjarnt og að Ísland þurfi að ganga í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir hvað það varðar. Ummælin vöktu ýmiss konar viðbrögð. Pólitískir andstæðingar, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra buðu Kristrúnu „velkomna á vagninn“. Ummælin vöktu ekki jafn mikla lukku hjá öðru Samfylkingarfólki. Til að mynda skrifuðu samflokkskonur Kristrúnar, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, grein á Vísi þar sem þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ganga gegn jafnaðarstefnunni. Hefur þessari togstreitu verið lýst sem uppgjöri á milli „nýju og gömlu“ Samfylkingarinnar. Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var formaður flokksins á árunum 2005-2009, komið Kristrúnu til varnar í Facebook-pistli. „Það var eins og við manninn mælt, hún var ekki fyrr búin að ljúka orðinu en einhverjir höfðu fundið það út að þarna hefði formaður Samfylkingarinnar mælt af munni fram alveg nýja og harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Samt voru þetta bara almennar vangaveltur um ýmsar hliðar þessara mála þar sem grunnstefið var sanngirni, mannúð og sjálfbærni,“ segir Ingibjörg Sólrun og enn fremur: „Kristrún varpaði upp spurningunni: Hvað get ég raunsætt gert í málinu? Sem er auðvitað stóra spurningin sem stjórnmálin verða að spyrja og hafa djörfung og dug til að taka til umræðu. Það eru margar hliðar á þessu flókna máli og jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Látum ekki siga okkur hvert á annað,“ segir Ingibjörg Sólrún að lokum.
Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira