Fyrrverandi þingmaður áminntur fyrir lögmannsstörf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2024 07:01 Höskuldur Þórhallsson í ræðustól Alþingis. Hann talaði meðal annars gegn því að Icesave-lögin yrðu samþykkt. Vísir/Daníel Höskuldur Þór Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins um árabil, var á dögunum áminntur fyrir störf sín sem lögmaður. Hann hélt eftir fjármunum erfingja í dánarbúi og reyndi að villa um fyrir úrskurðarnefnd lögmannafélagisns. Vísir fjallaði um úrskurðinn í gær. Lögmaðurinn var ekki nafngreindur í úrskurði nefndarinnar en samkvæmt heimildum fréttastofu er um Höskuld að ræða. Hann var skipaður skiptastjóri í opinberum skiptum á dánarbúi konu í júlí árið 2020. Helsta eignin í búinu var íbúð gömlu konunnar í Reykjavík. Þrátt fyrir að eignir væru ekki margar tók vinnan við skiptin um eitt og hálft ár. Tillaga að skiptum var samþykkt í janúar 2022. Höskuldur greiddi hins vegar ekki erfðafjárskatt til sýslumanns fyrr en rúmu ári síðar eftir að erfingjarnir kvörtuðu undan störfum hans til úrskurðarnefndar lögmanna. Kom þá í ljós að sein skil á erfðafjárskattinum hefði verið dropinn sem fyllti mælinn hjá einum erfingjanna. Fram kemur í úrskurðinum að öll systkinin nema eitt væru ósátt við störf skiptastjórann. Gerði eitt þeirra, sonur konunnar, athugasemd við skráðan tímafjölda Höskuldar við störf sem leiddi til sex milljóna króna þóknunar. Sagðist hafa þurft að ganga á eftir Höskuldi Kvörtunin til úrskurðarnefndar lögmanna sneri að þóknuninni og vangreidds erfðafjárskattar. Höskuldur bar fyrir sig í svörum til úrskurðarnefndar að hann hefði verið að bíða eftir álagningu. Þannig væri hans verklag við greiðslu erfðafjárskatts vegna dánarbúa. Sonurinn kvartaði undan því að hafa þurft að ýta á eftir Höskuldi í hverju einasta skrefi skiptaferilsins. Höskuldur hefði ekkert frumkvæði sýnt að samskiptum vegna málsins, ekki sinnt óskum erfingja og loks hefði farið svo að erfingjarnir hefðu látið einu systkininu innbúið að mestu til að ljúka ágreiningi. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun vegna þóknunar hefði borist nokkrum vikum of seint. Skiptin hefðu verði samþykkt rúmlega ári áður en kvörtun barst. Höskuldur hélt því þóknun sinni. Reyndi að villa um fyrir nefndinni Hins vegar áminnti nefndin Höskuld fyrir að standa ekki skil á erfðaskattinum . Hann hefði átt að greiða skattinn við fyrsta tækifæri. Peningarnir hafi verið eign erfingjanna sem átti að greiða til hins opinbera. Hann hefði fengið leiðbeiningar hvernig standa ætti að greiðslu þeirra. Það samrýmdist ekki góðum lögmannsháttum að halda fjármununum eftir í rúmlega ár. Þá hnaut nefndin um það að Höskuldur hefði haldið því fram að hann hefði verið búinn að gera upp erfðaskattinn þegar að kvörtun sonar hinnar látnu var send nefndinni. Nefndin upplýsir að Höskuldur hafi eftir ítrekuð tilmæli loks skilað gögnum sem sýndu að hann greiddi erfðafjárskattinn ekki fyrr en 31. janúar 2023 eða tæpri viku eftir að kvörtunin barst nefndinni. Því lægi fyrir að hann hefði reynt að villa um fyrir nefndinni og hafa áhrif á niðurstöðu málsins þannig. Taldi nefndin Höskuld þannig bæði hafa vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna og lögmannalögum við skil vörslufjár auk þess að veita nefndinni rangar upplýsingar í kjölfarið. Yrði því ekki komist hjá því að áminna hann. Formaður í nokkrar sekúndur Höskuldur er fimmtugur Akureyringur sem varð þjóðþekktur í störfum sínum fyrir Framsóknarflokkinn um árabil. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 2007 fyrir Framsókn í Norðausturkjördæmi og sat á þingi til ársins 2016. Hann var formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs frá 2013 til 2016. Höskuldur bauð sig fram til formanns flokksins í upphafi árs 2009 og barðist þar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Kosið var í tveimur umferðum og mjótt var á munum. Það munaði einungis 26 atkvæðum á Höskuldi og Sigmundi í fyrri umferðinni og þurfti því að kjósa aftur. Þegar búið var að kjósa öðru sinni og atkvæði talin var Höskuldur Þórhallsson kynntur sem nýr formaður flokksins. Þegar að Höskuldur var rétt í þann mund að stíga í pontu eftir að kjörið var kynnt var gert hlé á fundinum og formaður kjörstjórnar fór betur yfir stöðuna. Í ljósi kom að mistök höfðu verið gerð og að réttkjörinn formaður væri í raun Sigmundur Davíð, þáverandi formaður og forsætisráðherra. Sigmundur hlaut 449 atkvæði en Höskuldur 340. Höskuldarviðvörunin Þarna hafði Höskuldur verið þingmaður í tvö ár og átti eftir að verða í sjö til viðbótar. Það var svo í apríl 2016 sem Höskuldur komst í fréttirnar. Þá stóð þjóðin á öndinni og beið eftir niðurstöðu af þingflokksfundi Framsóknar eftir að Sigmundur Davíð hafði sagt af sér forsetaráðherraembætti eftir umfjöllun um Panamaskjölin. Höskuldur upplýsti blaðamenn á staðnum um að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherraefni flokksins, að Lilja Alfreðsdóttir yrði ráðherra áður en hann áttaði sig á því að fjölmiðlar væru að heyra tíðindin frá honum. Taldi hann að búið væri að tilkynna fjölmiðlum niðurstöðuna af fundi þingflokks Framsóknar, raunar að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi hefðu þegar rætt við fjölmiðla. Uppákomuna má sjá að neðan. Úr varð orðið Höskuldarviðvörun, íslenskt orð fyrir „spoiler alert“, sem hefur unnið sér nokkurn sess í íslensku. Hefur það meðal annars verið notað í þýðingu á Modern Family á Stöð 2 . Atriðið má sjá að neðan. Lögmennska Alþingi Akureyri Framsóknarflokkurinn Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Vísir fjallaði um úrskurðinn í gær. Lögmaðurinn var ekki nafngreindur í úrskurði nefndarinnar en samkvæmt heimildum fréttastofu er um Höskuld að ræða. Hann var skipaður skiptastjóri í opinberum skiptum á dánarbúi konu í júlí árið 2020. Helsta eignin í búinu var íbúð gömlu konunnar í Reykjavík. Þrátt fyrir að eignir væru ekki margar tók vinnan við skiptin um eitt og hálft ár. Tillaga að skiptum var samþykkt í janúar 2022. Höskuldur greiddi hins vegar ekki erfðafjárskatt til sýslumanns fyrr en rúmu ári síðar eftir að erfingjarnir kvörtuðu undan störfum hans til úrskurðarnefndar lögmanna. Kom þá í ljós að sein skil á erfðafjárskattinum hefði verið dropinn sem fyllti mælinn hjá einum erfingjanna. Fram kemur í úrskurðinum að öll systkinin nema eitt væru ósátt við störf skiptastjórann. Gerði eitt þeirra, sonur konunnar, athugasemd við skráðan tímafjölda Höskuldar við störf sem leiddi til sex milljóna króna þóknunar. Sagðist hafa þurft að ganga á eftir Höskuldi Kvörtunin til úrskurðarnefndar lögmanna sneri að þóknuninni og vangreidds erfðafjárskattar. Höskuldur bar fyrir sig í svörum til úrskurðarnefndar að hann hefði verið að bíða eftir álagningu. Þannig væri hans verklag við greiðslu erfðafjárskatts vegna dánarbúa. Sonurinn kvartaði undan því að hafa þurft að ýta á eftir Höskuldi í hverju einasta skrefi skiptaferilsins. Höskuldur hefði ekkert frumkvæði sýnt að samskiptum vegna málsins, ekki sinnt óskum erfingja og loks hefði farið svo að erfingjarnir hefðu látið einu systkininu innbúið að mestu til að ljúka ágreiningi. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun vegna þóknunar hefði borist nokkrum vikum of seint. Skiptin hefðu verði samþykkt rúmlega ári áður en kvörtun barst. Höskuldur hélt því þóknun sinni. Reyndi að villa um fyrir nefndinni Hins vegar áminnti nefndin Höskuld fyrir að standa ekki skil á erfðaskattinum . Hann hefði átt að greiða skattinn við fyrsta tækifæri. Peningarnir hafi verið eign erfingjanna sem átti að greiða til hins opinbera. Hann hefði fengið leiðbeiningar hvernig standa ætti að greiðslu þeirra. Það samrýmdist ekki góðum lögmannsháttum að halda fjármununum eftir í rúmlega ár. Þá hnaut nefndin um það að Höskuldur hefði haldið því fram að hann hefði verið búinn að gera upp erfðaskattinn þegar að kvörtun sonar hinnar látnu var send nefndinni. Nefndin upplýsir að Höskuldur hafi eftir ítrekuð tilmæli loks skilað gögnum sem sýndu að hann greiddi erfðafjárskattinn ekki fyrr en 31. janúar 2023 eða tæpri viku eftir að kvörtunin barst nefndinni. Því lægi fyrir að hann hefði reynt að villa um fyrir nefndinni og hafa áhrif á niðurstöðu málsins þannig. Taldi nefndin Höskuld þannig bæði hafa vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna og lögmannalögum við skil vörslufjár auk þess að veita nefndinni rangar upplýsingar í kjölfarið. Yrði því ekki komist hjá því að áminna hann. Formaður í nokkrar sekúndur Höskuldur er fimmtugur Akureyringur sem varð þjóðþekktur í störfum sínum fyrir Framsóknarflokkinn um árabil. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 2007 fyrir Framsókn í Norðausturkjördæmi og sat á þingi til ársins 2016. Hann var formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs frá 2013 til 2016. Höskuldur bauð sig fram til formanns flokksins í upphafi árs 2009 og barðist þar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Kosið var í tveimur umferðum og mjótt var á munum. Það munaði einungis 26 atkvæðum á Höskuldi og Sigmundi í fyrri umferðinni og þurfti því að kjósa aftur. Þegar búið var að kjósa öðru sinni og atkvæði talin var Höskuldur Þórhallsson kynntur sem nýr formaður flokksins. Þegar að Höskuldur var rétt í þann mund að stíga í pontu eftir að kjörið var kynnt var gert hlé á fundinum og formaður kjörstjórnar fór betur yfir stöðuna. Í ljósi kom að mistök höfðu verið gerð og að réttkjörinn formaður væri í raun Sigmundur Davíð, þáverandi formaður og forsætisráðherra. Sigmundur hlaut 449 atkvæði en Höskuldur 340. Höskuldarviðvörunin Þarna hafði Höskuldur verið þingmaður í tvö ár og átti eftir að verða í sjö til viðbótar. Það var svo í apríl 2016 sem Höskuldur komst í fréttirnar. Þá stóð þjóðin á öndinni og beið eftir niðurstöðu af þingflokksfundi Framsóknar eftir að Sigmundur Davíð hafði sagt af sér forsetaráðherraembætti eftir umfjöllun um Panamaskjölin. Höskuldur upplýsti blaðamenn á staðnum um að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherraefni flokksins, að Lilja Alfreðsdóttir yrði ráðherra áður en hann áttaði sig á því að fjölmiðlar væru að heyra tíðindin frá honum. Taldi hann að búið væri að tilkynna fjölmiðlum niðurstöðuna af fundi þingflokks Framsóknar, raunar að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi hefðu þegar rætt við fjölmiðla. Uppákomuna má sjá að neðan. Úr varð orðið Höskuldarviðvörun, íslenskt orð fyrir „spoiler alert“, sem hefur unnið sér nokkurn sess í íslensku. Hefur það meðal annars verið notað í þýðingu á Modern Family á Stöð 2 . Atriðið má sjá að neðan.
Lögmennska Alþingi Akureyri Framsóknarflokkurinn Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira