Mannréttindi eru kjarni jafnaðarstefnunnar Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 15:00 Samfylkingin er flokkur jafnaðarfólks, sósíaldemókrata. Við trúum á jöfn tækifæri, öfluga samtryggingu samhliða öflugu atvinnulífi, og pólitík þar sem almannahagsmunir eru settir ofar sérhagsmunum hinna ríku. Það sem einnig einkennir jafnaðarstefnuna er að við erum alltaf meðvituð um að ofuráhersla á stóru myndina getur valdið því að jaðarsettir hópar fólks færast lengra út á jaðarinn. Þess vegna eru mannréttindi einn kjarni jafnaðarstefnu og órjúfanlegur hluti hennar. Jafnaðarfólk berst fyrir samfélagi þar sem allir hópar þess fá að tilheyra og þar sem engum er haldið niðri af kerfinu, hvort sem það er eignalítið fólk, fólk sem treystir á lífeyri, fólk af erlendum uppruna, fatlað fólk eða hinsegin fólk. Við vitum að við höfum öll rétt á því að búa við mannlega reisn. Um það snýst okkar pólitík. Við skulum einnig gera okkur grein fyrir því að lífsskilyrði fólks — og þar með tækifæri — geta mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið. Höfum það á hreinu að landamæri Íslands eru lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilja setjast að. Undantekningin á því er þegar kemur að fólki sem hefur svo sannarlega rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið kom sér saman um, í kjölfar hryllings seinni heimsstyrjaldar, að bjarga fólki sem sætir ofsóknum og ofbeldi í heimalandi sínu. Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni. Innviðir samfélagsins okkar hafa löngum verið fjársveltir. Langvarandi vanfjármögnun og einkavæðing veikir stoðir kerfanna okkar, sem hafa þ.a.l. ekki verið í stakk búin til þess að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólksfjölda undanfarinna ára. En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf. Innflytjendur, hvernig sem þeir koma til landsins, eru hryggjarstykkið í íslensku samfélagi og atvinnulífið treystir á krafta þeirra. Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og doktorsnemi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Þorbjörg Þorvaldsdóttir Innflytjendamál Samfylkingin Mannréttindi Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er flokkur jafnaðarfólks, sósíaldemókrata. Við trúum á jöfn tækifæri, öfluga samtryggingu samhliða öflugu atvinnulífi, og pólitík þar sem almannahagsmunir eru settir ofar sérhagsmunum hinna ríku. Það sem einnig einkennir jafnaðarstefnuna er að við erum alltaf meðvituð um að ofuráhersla á stóru myndina getur valdið því að jaðarsettir hópar fólks færast lengra út á jaðarinn. Þess vegna eru mannréttindi einn kjarni jafnaðarstefnu og órjúfanlegur hluti hennar. Jafnaðarfólk berst fyrir samfélagi þar sem allir hópar þess fá að tilheyra og þar sem engum er haldið niðri af kerfinu, hvort sem það er eignalítið fólk, fólk sem treystir á lífeyri, fólk af erlendum uppruna, fatlað fólk eða hinsegin fólk. Við vitum að við höfum öll rétt á því að búa við mannlega reisn. Um það snýst okkar pólitík. Við skulum einnig gera okkur grein fyrir því að lífsskilyrði fólks — og þar með tækifæri — geta mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið. Höfum það á hreinu að landamæri Íslands eru lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilja setjast að. Undantekningin á því er þegar kemur að fólki sem hefur svo sannarlega rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið kom sér saman um, í kjölfar hryllings seinni heimsstyrjaldar, að bjarga fólki sem sætir ofsóknum og ofbeldi í heimalandi sínu. Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni. Innviðir samfélagsins okkar hafa löngum verið fjársveltir. Langvarandi vanfjármögnun og einkavæðing veikir stoðir kerfanna okkar, sem hafa þ.a.l. ekki verið í stakk búin til þess að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólksfjölda undanfarinna ára. En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf. Innflytjendur, hvernig sem þeir koma til landsins, eru hryggjarstykkið í íslensku samfélagi og atvinnulífið treystir á krafta þeirra. Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og doktorsnemi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar