Afturelding, topplið efstu deildar vann öruggan 3-0 sigur gegn Blakfélagi Hafnarfjarðar, sem trónir á toppi 1. deildarinnar. Mosfellingar lentu í vandræðum í fyrstu hrinu, en unnu hana að lokum 25-18 áður en liðið vann 25-16 sigur í annarri hrinu og tryggði sér svo sigurinn með 25-14 sgri í þriðju hrinunni.
Mosfellingar mæta því ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum KA í úrslitum, en norðankonur unnu sína undanúrslitaviðureign gegn HK fyrr í kvöld.
KA vann fyrstu tvær hrinurnar örugglega, 25-14 og 25-15 áður en liðið vann 25-19 sigur í þriðju hrinunni eftir að hafa lent 10-16 undir.
KA fær því tækifæri til að vinna þriðja bikarmeistaratitilinn í röð, en liðið hefur fagnað titlinum undanfarin tvö ár.