Leikskólarnir aldrei þurft að loka deild eftir styttingu dvalartíma Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2024 15:20 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Vilhelm Eftir að Kópavogsbær tók upp fyrirkomulag þar sem leikskóladvöl barna er gjaldfrjáls sex tíma á dag hefur enginn leikskóli í sveitarfélaginu þurft að loka deild fyrr en venjulega vegna manneklu. Nú er minnihluti barna þar í leikskólanum átta tíma á dag eða lengur. Breytingin tók gildi síðasta haust en meðal þess sem fólst í henni var að leikskóli varð gjaldfrjáls í sex klukkustundir, sveigjanleiki við skráningu dvalarstunda var aukinn og afsláttur af leikskólagjöldum var tekjutengdur. Færri en helmingur í átta tíma eða lengur Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta fyrsta misseri eftir að breytingarnar tóku gildi hafi meðal dvalartími barna farið úr 8,1 klukkustund í 7,5. Þá er hlutfall barna sem eru í átta tíma dvöl farið úr 85 prósentum í 49 prósent í janúar á þessu ári. „Foreldrar og forsjáraðilar 46 prósenta barna hafa stytt dvalartíma barna sinna. Enginn leikskóli í Kópavogi hefur þurft að loka deildum það sem af er skólaárinu. Er um mikla breytingu að ræða en skólaárið 2022-2023 voru 212 tilvik þar sem loka þurfti deild,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólk og foreldrar ánægðir Nýlega var lögð fram könnun fyrir foreldra og forsjáraðila leikskólabarna í Kópavogi og þar kemur fram að meirihluti þeirra telur sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá er starfsfólk ánægt með breytingarnar, meirihluti þeirra upplifir betri starfsanda og minna álag. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu, dvalartími barna hefur styst sem dregur úr áreiti og álagi á bæði börn og starfsfólk. Betur gengur að manna leikskóla og flestir leikskólar eru fullmannaðir. Meðal þess sem vekur athygli er að tekjulægri heimili eru almennt ánægð með breytingarnar og eru líklegri til þess að nýta sér sveigjanlegri og styttri dvalartíma,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs í tilkynningunni. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Breytingin tók gildi síðasta haust en meðal þess sem fólst í henni var að leikskóli varð gjaldfrjáls í sex klukkustundir, sveigjanleiki við skráningu dvalarstunda var aukinn og afsláttur af leikskólagjöldum var tekjutengdur. Færri en helmingur í átta tíma eða lengur Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta fyrsta misseri eftir að breytingarnar tóku gildi hafi meðal dvalartími barna farið úr 8,1 klukkustund í 7,5. Þá er hlutfall barna sem eru í átta tíma dvöl farið úr 85 prósentum í 49 prósent í janúar á þessu ári. „Foreldrar og forsjáraðilar 46 prósenta barna hafa stytt dvalartíma barna sinna. Enginn leikskóli í Kópavogi hefur þurft að loka deildum það sem af er skólaárinu. Er um mikla breytingu að ræða en skólaárið 2022-2023 voru 212 tilvik þar sem loka þurfti deild,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólk og foreldrar ánægðir Nýlega var lögð fram könnun fyrir foreldra og forsjáraðila leikskólabarna í Kópavogi og þar kemur fram að meirihluti þeirra telur sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá er starfsfólk ánægt með breytingarnar, meirihluti þeirra upplifir betri starfsanda og minna álag. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu, dvalartími barna hefur styst sem dregur úr áreiti og álagi á bæði börn og starfsfólk. Betur gengur að manna leikskóla og flestir leikskólar eru fullmannaðir. Meðal þess sem vekur athygli er að tekjulægri heimili eru almennt ánægð með breytingarnar og eru líklegri til þess að nýta sér sveigjanlegri og styttri dvalartíma,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs í tilkynningunni.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira