Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 14. febrúar 2024 23:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. „Það er hræðilegt að heyra þessar sögur, enda er fólk þarna jafnvel að missa aleigu sína og hefur miklar áhyggjur af afkomu sinni og öllum þessu starfsmönnum, og við skiljum það mjög vel,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hefðu verið teknir af launaskrá, en svipaða sögu var að segja af Vísi í Grindavík í síðustu viku, sem fór í álíka aðgerðir. Þar á undan var greint frá því að að stórum hluta starfsmanna Stakkavíkur, sem er líka í Grindavík, hefði verið sagt upp störfum. Í dag sendu fyrirtæki í Grindavík frá sér yfirlýsingu þar sem að sagði að fyrirtæki bæjarins væru komin að þolmörkum, og að mikilvægt væri að opna bæinn fyrir starfsemi. Sigríður segist vonast til að aðgerðir sem hafa verið í gangi undanfarið skili því að ástandið skýrist. „Það sem hefur verið í gangi undanfarnar vikur er vinna með jarðvegssjám, til að tryggja þessar aðkomuleiðir að bænum og að fyrirtækjunum. Það hefur verið samtal við eitthvað af fyrirtækjunum, en alls ekki öll og það er miður, en þau eru mjög mörg og mjög mismunandi. Þetta er ekki ein stærð sem passar fyrir alla.“ segir hún. „En nú sjáum við jákvæð teikn á lofti. Það er að koma miklu skýrari mynd á það hvar hætturnar liggja og þá er hægt að afmarka þær og setja öryggisþáttinn frekar á herðar fyrirtækjanna,“ segir Sigríður sem bætir að það þyrfti að ná samkomulagi um öryggisreglur. „Það er algjörlega markmið allra að það sé sterk og öflug atvinnustarfsemi í Grindavík. Við erum að reyna að vinna eins hratt og við getum í að geta opnað.“ Hefði mátt bæta samráð og samtal við atvinnurekendur? „Samtal og samráð í svona aðstæðum er aldrei nægilega gott. Við erum einmitt að reyna að ná til þessa hóps einmitt núna.“ Hún segir að ætlunin sé að nota jarðvegsmynd og áhættumat veðurstofu til að búa til kerfi um veru í Grindavík. „Þá er þetta bara eins og veðurspáin: gult, rautt, grænt. Þá vita allir hvað þeir eiga að gera, fyrirtækin hafa æft og eru með flóttaleiðir og svo framveigis. Þá er miklu meiri fyrirsjáanleiki.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
„Það er hræðilegt að heyra þessar sögur, enda er fólk þarna jafnvel að missa aleigu sína og hefur miklar áhyggjur af afkomu sinni og öllum þessu starfsmönnum, og við skiljum það mjög vel,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hefðu verið teknir af launaskrá, en svipaða sögu var að segja af Vísi í Grindavík í síðustu viku, sem fór í álíka aðgerðir. Þar á undan var greint frá því að að stórum hluta starfsmanna Stakkavíkur, sem er líka í Grindavík, hefði verið sagt upp störfum. Í dag sendu fyrirtæki í Grindavík frá sér yfirlýsingu þar sem að sagði að fyrirtæki bæjarins væru komin að þolmörkum, og að mikilvægt væri að opna bæinn fyrir starfsemi. Sigríður segist vonast til að aðgerðir sem hafa verið í gangi undanfarið skili því að ástandið skýrist. „Það sem hefur verið í gangi undanfarnar vikur er vinna með jarðvegssjám, til að tryggja þessar aðkomuleiðir að bænum og að fyrirtækjunum. Það hefur verið samtal við eitthvað af fyrirtækjunum, en alls ekki öll og það er miður, en þau eru mjög mörg og mjög mismunandi. Þetta er ekki ein stærð sem passar fyrir alla.“ segir hún. „En nú sjáum við jákvæð teikn á lofti. Það er að koma miklu skýrari mynd á það hvar hætturnar liggja og þá er hægt að afmarka þær og setja öryggisþáttinn frekar á herðar fyrirtækjanna,“ segir Sigríður sem bætir að það þyrfti að ná samkomulagi um öryggisreglur. „Það er algjörlega markmið allra að það sé sterk og öflug atvinnustarfsemi í Grindavík. Við erum að reyna að vinna eins hratt og við getum í að geta opnað.“ Hefði mátt bæta samráð og samtal við atvinnurekendur? „Samtal og samráð í svona aðstæðum er aldrei nægilega gott. Við erum einmitt að reyna að ná til þessa hóps einmitt núna.“ Hún segir að ætlunin sé að nota jarðvegsmynd og áhættumat veðurstofu til að búa til kerfi um veru í Grindavík. „Þá er þetta bara eins og veðurspáin: gult, rautt, grænt. Þá vita allir hvað þeir eiga að gera, fyrirtækin hafa æft og eru með flóttaleiðir og svo framveigis. Þá er miklu meiri fyrirsjáanleiki.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira