Óþarfa sóun úr sameiginlegum sjóðum? Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 15. febrúar 2024 08:01 Forstjóri Ríkiskaupa skrifaði um margt áhugaverð grein í tilefni Viðskiptaþings 2024. Það er fullt tilefni til að taka undir margt sem fram kemur í þeirri grein og ég hjó sérstaklega eftir þeim kafla er fjallaði um þær miklu fjárhæðir sem ríkið greiðir árlega í leigu á húsnæði. Ég ætla að leyfa mér að vitna beint í grein Söru Lindar, forstjóra Ríkiskaupa, en þar segir: „Árið 2023 keypti ríkið vörur, þjónustu og framkvæmdir fyrir ríma 260 milljarða og greiddi um 27 milljarða í leigu á húsnæði. Það er því eftir miklu að slægjast við að taka stjórn á þessum fjármunum og ráðstafa þeim með eins skynsamlegum hætti og frekast er unnt. Það er ekki einungis sjálfsögð krafa að farið sé vel með skattfé heldur getur aukið aðhald á þessu sviði skilað gríðarlegum fjármunum til samfélagsins, fjármunum sem nýta má þá til áframhaldandi styrkingar og uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum þess samfélags sem við viljum búa í.“ Þarna má segja að forstjórinn hafi hitt naglann á höfuðið eins og sagt er. Það er öllum, að minnsta kosti okkur flestum, augljóst að þarna sé svigrúm til að fara betur með okkar sameiginlegu sjóði og hef ég meðal annars lagt fram þingsályktun hvað þetta varðar sem myndi lækka þennan árlega kostnað umtalsvert. Hugmyndafræði klasasamstarfs getur nýst Umrædda þingsályktunartillögu hef ég lagt fram síðastliðin þrjú þing, en hún fjallar um það hvernig nýta megi hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana og stuðla þannig að hagræðingu. Þar erum við að tala um uppbyggingu opinbers klasa sem myndi tryggja hagræðingu í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum. Því til viðbótar getur opinbert klasasamstarf má nefna aukna framleiðni og nýsköpun sem leiðir til aukinnar verðmætasköpunar öllum til heilla. Hér má sjá fyrir sér 5.000–6.000 m2 skrifstofuhúsnæði þar sem ynnu 250–300 starfsmenn nokkurra lítilla opinberra fyrirtækja og stofnana. Þetta er ekki meitlað í stein, en með slíkri útfærslu mætti þó ná fram hagræðingu með þeim samlegðaráhrifum sem yrðu í rekstri þeirra fyrirtækja og stofnana sem þar yrðu. Þar má nefna alveg sérstaklega sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis, húsnæðis og svo framvegis. Lægstbjóðendur verða undir af óljósum ástæðum Ég hef heyrt það víða að þegar ríkið hefur auglýst eftir leiguhúsnæði fyrir hinar ýmsu stofnanir sé ekki alltaf samið við lægstbjóðendur. Þetta var tilefni fyrirspurnar til fjármála- og efnahagsráðherra á síðasta þingi þar sem meðal annars var óskað eftir yfirlit yfir það hversu oft á síðustu tíu árum ríkið hafi gert samninga við aðra en lægstbjóðendur sundurliðað eftir árum, tilvikum og röksemdum fyrir því hvers vegna ekki hafi verið samið við lægstbjóðanda. Svarið staðfesti það að í tíu tilfellum hafi ekki verið samið við lægstbjóðanda og ástæðurnar voru einu sinni nálægð við samstarfsaðila en níu sinnum hafi lægstbjóðandi ekki staðist kröfur húslýsingar. Gott og vel, fyrir því kunna að vera málefnalegar ástæður en röksemdirnar eru við fyrstu sýn ansi þunnar þegar við berum saman við meðferð á opinberu fé. Svarið var því tilefni síðari fyrirspurnar minnar um hið sama mál þar sem ég óskaði eftir frekari skýringum á því hvaða kröfur það voru nákvæmlega sem lægstbjóðendur hefðu ekki uppfyllt ásamt upphæð lægstbjóðanda og þess tilboðs sem var tekið. Þeirri fyrirspurn minni var ekki svarið og í ljósi þess sem ég hef hér farið yfir þá tel ég fullt tilefni til þess að endurvekja hana og fá það upp á yfirborðið hvað það eru sem veldur því að ríkið hafi gert leigusamning við aðila sem buðu hærra verð. Fyrirspurnar læt ég fylgja hér með: Fyrri fyrirspurn Seinni fyrirspurn Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Forstjóri Ríkiskaupa skrifaði um margt áhugaverð grein í tilefni Viðskiptaþings 2024. Það er fullt tilefni til að taka undir margt sem fram kemur í þeirri grein og ég hjó sérstaklega eftir þeim kafla er fjallaði um þær miklu fjárhæðir sem ríkið greiðir árlega í leigu á húsnæði. Ég ætla að leyfa mér að vitna beint í grein Söru Lindar, forstjóra Ríkiskaupa, en þar segir: „Árið 2023 keypti ríkið vörur, þjónustu og framkvæmdir fyrir ríma 260 milljarða og greiddi um 27 milljarða í leigu á húsnæði. Það er því eftir miklu að slægjast við að taka stjórn á þessum fjármunum og ráðstafa þeim með eins skynsamlegum hætti og frekast er unnt. Það er ekki einungis sjálfsögð krafa að farið sé vel með skattfé heldur getur aukið aðhald á þessu sviði skilað gríðarlegum fjármunum til samfélagsins, fjármunum sem nýta má þá til áframhaldandi styrkingar og uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum þess samfélags sem við viljum búa í.“ Þarna má segja að forstjórinn hafi hitt naglann á höfuðið eins og sagt er. Það er öllum, að minnsta kosti okkur flestum, augljóst að þarna sé svigrúm til að fara betur með okkar sameiginlegu sjóði og hef ég meðal annars lagt fram þingsályktun hvað þetta varðar sem myndi lækka þennan árlega kostnað umtalsvert. Hugmyndafræði klasasamstarfs getur nýst Umrædda þingsályktunartillögu hef ég lagt fram síðastliðin þrjú þing, en hún fjallar um það hvernig nýta megi hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana og stuðla þannig að hagræðingu. Þar erum við að tala um uppbyggingu opinbers klasa sem myndi tryggja hagræðingu í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum. Því til viðbótar getur opinbert klasasamstarf má nefna aukna framleiðni og nýsköpun sem leiðir til aukinnar verðmætasköpunar öllum til heilla. Hér má sjá fyrir sér 5.000–6.000 m2 skrifstofuhúsnæði þar sem ynnu 250–300 starfsmenn nokkurra lítilla opinberra fyrirtækja og stofnana. Þetta er ekki meitlað í stein, en með slíkri útfærslu mætti þó ná fram hagræðingu með þeim samlegðaráhrifum sem yrðu í rekstri þeirra fyrirtækja og stofnana sem þar yrðu. Þar má nefna alveg sérstaklega sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis, húsnæðis og svo framvegis. Lægstbjóðendur verða undir af óljósum ástæðum Ég hef heyrt það víða að þegar ríkið hefur auglýst eftir leiguhúsnæði fyrir hinar ýmsu stofnanir sé ekki alltaf samið við lægstbjóðendur. Þetta var tilefni fyrirspurnar til fjármála- og efnahagsráðherra á síðasta þingi þar sem meðal annars var óskað eftir yfirlit yfir það hversu oft á síðustu tíu árum ríkið hafi gert samninga við aðra en lægstbjóðendur sundurliðað eftir árum, tilvikum og röksemdum fyrir því hvers vegna ekki hafi verið samið við lægstbjóðanda. Svarið staðfesti það að í tíu tilfellum hafi ekki verið samið við lægstbjóðanda og ástæðurnar voru einu sinni nálægð við samstarfsaðila en níu sinnum hafi lægstbjóðandi ekki staðist kröfur húslýsingar. Gott og vel, fyrir því kunna að vera málefnalegar ástæður en röksemdirnar eru við fyrstu sýn ansi þunnar þegar við berum saman við meðferð á opinberu fé. Svarið var því tilefni síðari fyrirspurnar minnar um hið sama mál þar sem ég óskaði eftir frekari skýringum á því hvaða kröfur það voru nákvæmlega sem lægstbjóðendur hefðu ekki uppfyllt ásamt upphæð lægstbjóðanda og þess tilboðs sem var tekið. Þeirri fyrirspurn minni var ekki svarið og í ljósi þess sem ég hef hér farið yfir þá tel ég fullt tilefni til þess að endurvekja hana og fá það upp á yfirborðið hvað það eru sem veldur því að ríkið hafi gert leigusamning við aðila sem buðu hærra verð. Fyrirspurnar læt ég fylgja hér með: Fyrri fyrirspurn Seinni fyrirspurn Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun