De Bruyne að nálgast sitt besta: „Á enn eftir að spila níutíu mínútur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2024 22:31 Kevin De Bruyne er hægt og rólega að komast aftur í sitt besta form. Mateusz Slodkowski/Getty Images Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne skoraði eitt og lagði upp tvö er Manchester City vann 3-1 sigur gegn FCK í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Þetta var erfitt. Við höfum spilað hérna nokkrum sinnum áður og andrúmsloftið er magnað. Við þurftum að bera virðingu fyrir þeim,“ sagði De Bruyne í leikslok. „Við byrjuðum mjög velþ Svo gerðum við ein mistök og þeir nýttu sér það, en mér fannst við spila mjög vel. Við náðum að koma þriðja markinu inn og það gefur okkur smá forskot.“ „Við reynum að halda mistökunum í lágmarki og í seinni háfleik höfðum við fulla stjórn á leiknum. Þeir breyttu í fimm manna varnarlínu en við náðum samt að skapa færi og gerðum það sem við þurftum að gera.“ De Bruyne er hægt og rólega að komast í sitt besta form eftir að hafa verið að glíma við löng og erfið meiðsli. Það er þó ekki endilega að sjá að hann hafi misst af miklum fótbolta því hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur sex í fimm leikjum eftir að hann snéri aftur. „Ég er bara að reyna að spila vel. Þetta eru búnir að vera langir fimm eða sex mánuðir en ég er bara glaður að vera mættur aftur til að geta hjálpað liðinu og reynt að gera mitt besta.“ „Mér líður vel. Ég þarf klárlega nokkra leiki í viðbót og fleiri mínútur. Ég á enn eftir að spila níutíu mínútur eftir meiðslin, en ég er að komast þangað. Mér líður vel og er að ná að spila á nokkuð háum gæðum þannig ég er glaður.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
„Þetta var erfitt. Við höfum spilað hérna nokkrum sinnum áður og andrúmsloftið er magnað. Við þurftum að bera virðingu fyrir þeim,“ sagði De Bruyne í leikslok. „Við byrjuðum mjög velþ Svo gerðum við ein mistök og þeir nýttu sér það, en mér fannst við spila mjög vel. Við náðum að koma þriðja markinu inn og það gefur okkur smá forskot.“ „Við reynum að halda mistökunum í lágmarki og í seinni háfleik höfðum við fulla stjórn á leiknum. Þeir breyttu í fimm manna varnarlínu en við náðum samt að skapa færi og gerðum það sem við þurftum að gera.“ De Bruyne er hægt og rólega að komast í sitt besta form eftir að hafa verið að glíma við löng og erfið meiðsli. Það er þó ekki endilega að sjá að hann hafi misst af miklum fótbolta því hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur sex í fimm leikjum eftir að hann snéri aftur. „Ég er bara að reyna að spila vel. Þetta eru búnir að vera langir fimm eða sex mánuðir en ég er bara glaður að vera mættur aftur til að geta hjálpað liðinu og reynt að gera mitt besta.“ „Mér líður vel. Ég þarf klárlega nokkra leiki í viðbót og fleiri mínútur. Ég á enn eftir að spila níutíu mínútur eftir meiðslin, en ég er að komast þangað. Mér líður vel og er að ná að spila á nokkuð háum gæðum þannig ég er glaður.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57