Ekkert alvöru inngrip í frumvarpi um Airbnb Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2024 11:20 Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, vill að frumvarpið verði afturvirkt. Vísir Þingmaður segir frumvarp ráðherra um Airbnb íbúðir ekki leiðrétta þá vondu þróun sem hefur átt sér stað á fasteignamarkaði. Löggjafin verði að stíga lengra inn því annars er inngripið lítið sem ekkert til skamms tíma. Í gær mælti viðskiptaráðherra Lilja Alfreðsdóttir fyrir frumvarpi sem snýr að breytingum á lögum sem varða íbúðir í íbúðabyggð sem leigðar eru út í skammtímaleigu allan ársins hring, oft á vefsíðum á borð við Airbnb. Fari frumvarpið í gegn verður rekstrarleyfisskyld gististarfsemi að vera í atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði. Klippa: Bítið - Ósátt við Airbnb frumvarp Lilju Frumvarpið er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, meðal annars vegna Grindvíkinga sem margir leita sér nú að íbúðum. Ekki afturvirkt Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, ræddi þetta frumvarp í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún fagnar því að það eigi að taka á þessu máli. „Síðan sjáum við þetta frumvarp í gær. Þá tekur þetta frumvarp ekki til þeirra leyfa sem hafa verið gefin á markaði. Það er tekur bara til nýrra. Nota bene, fram að því að lögin verða samþykkt, sem við vitum ekkert hvenær verður. Nú er brunaútsala á því að fólk geti keypt sér íbúðir á kjörum og óska eftir leyfum. Fengið þá í rauninni útgefið leyfi fyrir heimagistingu eins og um venjulega íbúð sé að ræða,“ segir Dagbjört. Vill ganga lengra Því munu einnig engar íbúðir losna við samþykkt frumvarpsins. Þeir sem reka þessar íbúðir í dag munu ekki missa leyfi sitt til þess. „Af hverju er ekki verið að taka skrefið til fulls og gera lögin þannig úr garði gerð að þau geti falið í sér eitthvað alvöru inngrip inn í þessa þróun? Leiðrétting á því sem hefur átt sér stað, þar er vísað til þess að það megi ekki skerða stjórnarskrárvarin réttindi þeirra sem eru nú þegar á markaði. Þá langar mig að koma inn á það að löggjafinn, Alþingi, hefur bara mjög ríkar heimildir til þess að stíga inn og segja, við viljum gera leiðréttingar á þessu sviði,“ segir Dagbjört. Fasteignamarkaður Airbnb Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Í gær mælti viðskiptaráðherra Lilja Alfreðsdóttir fyrir frumvarpi sem snýr að breytingum á lögum sem varða íbúðir í íbúðabyggð sem leigðar eru út í skammtímaleigu allan ársins hring, oft á vefsíðum á borð við Airbnb. Fari frumvarpið í gegn verður rekstrarleyfisskyld gististarfsemi að vera í atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði. Klippa: Bítið - Ósátt við Airbnb frumvarp Lilju Frumvarpið er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, meðal annars vegna Grindvíkinga sem margir leita sér nú að íbúðum. Ekki afturvirkt Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, ræddi þetta frumvarp í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún fagnar því að það eigi að taka á þessu máli. „Síðan sjáum við þetta frumvarp í gær. Þá tekur þetta frumvarp ekki til þeirra leyfa sem hafa verið gefin á markaði. Það er tekur bara til nýrra. Nota bene, fram að því að lögin verða samþykkt, sem við vitum ekkert hvenær verður. Nú er brunaútsala á því að fólk geti keypt sér íbúðir á kjörum og óska eftir leyfum. Fengið þá í rauninni útgefið leyfi fyrir heimagistingu eins og um venjulega íbúð sé að ræða,“ segir Dagbjört. Vill ganga lengra Því munu einnig engar íbúðir losna við samþykkt frumvarpsins. Þeir sem reka þessar íbúðir í dag munu ekki missa leyfi sitt til þess. „Af hverju er ekki verið að taka skrefið til fulls og gera lögin þannig úr garði gerð að þau geti falið í sér eitthvað alvöru inngrip inn í þessa þróun? Leiðrétting á því sem hefur átt sér stað, þar er vísað til þess að það megi ekki skerða stjórnarskrárvarin réttindi þeirra sem eru nú þegar á markaði. Þá langar mig að koma inn á það að löggjafinn, Alþingi, hefur bara mjög ríkar heimildir til þess að stíga inn og segja, við viljum gera leiðréttingar á þessu sviði,“ segir Dagbjört.
Fasteignamarkaður Airbnb Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira