Jon Stewart snýr aftur: „Hvað erum við að gera?“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2024 11:25 Jon Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart sneri aftur í sett The Daily Show í gærkvöldi, í fyrsta sinn frá því hann hætti árið 2015. Fyrir það hafði hann og rithöfundar hans á sextán árum gert þáttinn að ákveðnu stórveldi á sviði pólitískrar satíru. Tilkynnt var í síðasta mánuði að Stewart myndi stýra þáttunum á mánudögum, fram að forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember og kemur hann einnig að því að framleiða þættina. Eftir að hann hætti tók Trevor Noah við stjórn Daily Show. Noah hætti svo í desember og síðan þá hafa fjölmargir gestastjórnendur haldið á spöðunum á þáttunum. Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Hann sagðist hafa framið mikið af glæpum á undanförnum árum og honum skildist að þáttastjórnendur fengju friðhelgi. Þá sagðist hann ætla að tala um margt á árinu, eins og kosningarnar, Kína, gervigreind og svo mögulega einhver „létt mál“ eins og málefni Ísrael og Palestínu. Stewart byrjaði á því að ræða undarlegar samsæriskenningar hægri manna vestanhafs um Super Bowl og Taylor Swift, áður en hann skaut sér í að ræða kosningarnar og þá Joe Biden og Donald Trump. Fjallaði hann meðal annars um aldur þeirra og vitsmuni, eins og mikið hefur verið rætt um á undanförnum vikum. Samhliða því gerði Stewart einnig grín að sjálfum sér og aldri sínum. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir Stewart í Daily Show í gegnum árin voru Stephen Colbert, John Oliver, Steve Carell, Ed Helms, Jessica Williams, Samantha Bee og Hasan Minhaj. Stewart var einnig með innslag með núverandi starfsmönnum þáttarins, þar sem þau gerðu grín að kosningaumfjöllun bandarískra fjölmiðla. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
Tilkynnt var í síðasta mánuði að Stewart myndi stýra þáttunum á mánudögum, fram að forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember og kemur hann einnig að því að framleiða þættina. Eftir að hann hætti tók Trevor Noah við stjórn Daily Show. Noah hætti svo í desember og síðan þá hafa fjölmargir gestastjórnendur haldið á spöðunum á þáttunum. Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Hann sagðist hafa framið mikið af glæpum á undanförnum árum og honum skildist að þáttastjórnendur fengju friðhelgi. Þá sagðist hann ætla að tala um margt á árinu, eins og kosningarnar, Kína, gervigreind og svo mögulega einhver „létt mál“ eins og málefni Ísrael og Palestínu. Stewart byrjaði á því að ræða undarlegar samsæriskenningar hægri manna vestanhafs um Super Bowl og Taylor Swift, áður en hann skaut sér í að ræða kosningarnar og þá Joe Biden og Donald Trump. Fjallaði hann meðal annars um aldur þeirra og vitsmuni, eins og mikið hefur verið rætt um á undanförnum vikum. Samhliða því gerði Stewart einnig grín að sjálfum sér og aldri sínum. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir Stewart í Daily Show í gegnum árin voru Stephen Colbert, John Oliver, Steve Carell, Ed Helms, Jessica Williams, Samantha Bee og Hasan Minhaj. Stewart var einnig með innslag með núverandi starfsmönnum þáttarins, þar sem þau gerðu grín að kosningaumfjöllun bandarískra fjölmiðla.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira