Garðabær og ásýnd spillingar Harpa Þorsteinsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 13. febrúar 2024 10:31 Á bæjarstjórnarfundi 1. febrúar síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar að ráða Lúðvík Örn Steinarsson í stöðu sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu. Hann verður því einn æðsti embættismaður sveitarfélagsins. Um ráðninguna hefur verið fjallað í fjölmiðlum, en kannski sérstaklega þá staðreynd að minnihlutinn í heild sinni taldi sig ekki geta samþykkt hana. Við, bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans, höfum farið varlega í að draga hæfni þess einstaklings sem um ræðir í efa. Hann mun að öllum líkindum standa sig vel í starfi, enda var hann metinn hæfur. Það sem er okkur hins vegar hjartans mál er að traust íbúa til stjórnsýslunnar sé með hæsta móti, og enn frekar að það sé hafið yfir allan vafa að pólitískir hagsmunir ráði ekki för við ráðningu í eitt æðsta embætti Garðabæjar. Í þessu tilviki kom það í hlut formanns bæjarráðs, þeirrar sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, að meta einstakling sem gegnir trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd ásamt því að vera mjög tengdur bæjarstjóra. Bæjarráð var aldrei upplýst formlega um það hver þessi tengsl voru. Á bæjarstjórnarfundi kom svo í ljós að gert var ráð fyrir því að allir bæjarfulltrúar þekktu alla á umsækjendalistanum eða myndu gera sér far um að afla upplýsinga um þau á vefnum, samfélagsmiðlum eða eftir öðrum leiðum. Það er algjörlega ljóst að pólitískir hagsmunir og tengingar geta skapað ásýnd sem grefur undan trausti á einstaklingi, starfsgrein eða ferli. Við teljum að hægt hefði verið að draga úr átökum með sannprófun eða mati þriðja aðila og auknu gagnsæi á síðasta þriðjungi ráðningarferlisins, t.d. að fjölskipaðri nefnd yrði falið að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga. Í það minnsta hefði okkur þótt viðeigandi að formaður bæjarráðs hefði borið ábyrgð á því að greina að fullu frá þeim hagsmunum sem gætu orkað tvímælis við framkvæmd ráðningar. Við ráðninguna og framkvæmdina alla var augljóslega litið fram hjá því hvernig þetta lítur út fyrir hinn almenna íbúa, eða að minnsta kosti þá íbúa sem eru ekki inni í Sjálfstæðisbúbblunni í Garðabæ. Við trúum því alveg að sú sem stóð frammi fyrir að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga hafi talið sig geta sinnt skyldum sínum á hlutlausan hátt. Það kemur því (miður) í okkar hlut að benda á hið augljósa: Hér eru fyrir hendi aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni formanns bæjarráðs í efa. Í besta falli er hér um að ræða ásýnd spillingar. Eitt er þó skýrt og það er skortur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þeim eiginleika að geta sett sig í spor fólks sem tilheyrir ekki valdaklíku bæjarins. Það endurspeglast í viðmóti þeirra og viðbrögðum við gagnrýni á vandræðalegu verklagi meirihlutans á lokametrunum við þessa mikilvægu ráðningu. Svona mál verður að vinna þannig að traust fólks til bæjarins aukist, en ekki öfugt. Garðbæingar eiga betra skilið. Höfundar eru bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Þorsteinsdóttir Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á bæjarstjórnarfundi 1. febrúar síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar að ráða Lúðvík Örn Steinarsson í stöðu sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu. Hann verður því einn æðsti embættismaður sveitarfélagsins. Um ráðninguna hefur verið fjallað í fjölmiðlum, en kannski sérstaklega þá staðreynd að minnihlutinn í heild sinni taldi sig ekki geta samþykkt hana. Við, bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans, höfum farið varlega í að draga hæfni þess einstaklings sem um ræðir í efa. Hann mun að öllum líkindum standa sig vel í starfi, enda var hann metinn hæfur. Það sem er okkur hins vegar hjartans mál er að traust íbúa til stjórnsýslunnar sé með hæsta móti, og enn frekar að það sé hafið yfir allan vafa að pólitískir hagsmunir ráði ekki för við ráðningu í eitt æðsta embætti Garðabæjar. Í þessu tilviki kom það í hlut formanns bæjarráðs, þeirrar sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, að meta einstakling sem gegnir trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd ásamt því að vera mjög tengdur bæjarstjóra. Bæjarráð var aldrei upplýst formlega um það hver þessi tengsl voru. Á bæjarstjórnarfundi kom svo í ljós að gert var ráð fyrir því að allir bæjarfulltrúar þekktu alla á umsækjendalistanum eða myndu gera sér far um að afla upplýsinga um þau á vefnum, samfélagsmiðlum eða eftir öðrum leiðum. Það er algjörlega ljóst að pólitískir hagsmunir og tengingar geta skapað ásýnd sem grefur undan trausti á einstaklingi, starfsgrein eða ferli. Við teljum að hægt hefði verið að draga úr átökum með sannprófun eða mati þriðja aðila og auknu gagnsæi á síðasta þriðjungi ráðningarferlisins, t.d. að fjölskipaðri nefnd yrði falið að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga. Í það minnsta hefði okkur þótt viðeigandi að formaður bæjarráðs hefði borið ábyrgð á því að greina að fullu frá þeim hagsmunum sem gætu orkað tvímælis við framkvæmd ráðningar. Við ráðninguna og framkvæmdina alla var augljóslega litið fram hjá því hvernig þetta lítur út fyrir hinn almenna íbúa, eða að minnsta kosti þá íbúa sem eru ekki inni í Sjálfstæðisbúbblunni í Garðabæ. Við trúum því alveg að sú sem stóð frammi fyrir að velja á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga hafi talið sig geta sinnt skyldum sínum á hlutlausan hátt. Það kemur því (miður) í okkar hlut að benda á hið augljósa: Hér eru fyrir hendi aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni formanns bæjarráðs í efa. Í besta falli er hér um að ræða ásýnd spillingar. Eitt er þó skýrt og það er skortur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þeim eiginleika að geta sett sig í spor fólks sem tilheyrir ekki valdaklíku bæjarins. Það endurspeglast í viðmóti þeirra og viðbrögðum við gagnrýni á vandræðalegu verklagi meirihlutans á lokametrunum við þessa mikilvægu ráðningu. Svona mál verður að vinna þannig að traust fólks til bæjarins aukist, en ekki öfugt. Garðbæingar eiga betra skilið. Höfundar eru bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun