Óvissan í Evrópu Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 13. febrúar 2024 07:30 Eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 lauk kaldastríðinu og eitt stórveldi Bandaríkin varð ráðandi í heiminum. En heimurinn hefur tekið breytingum og er nú orðinn „multipolar“ með þrjú stórveldi. Í hópi þeirra eru Bandaríkin ríkust og valdamest, Kína fjölmennast og vaxandi efnahagsveldi, og loks Rússland veikara en hin tvö. Eftir fall Sovétríkjanna hafa Bandaríkin/Vesturlönd viljað útbreiða vestrænt lýðræði um allan heim, tengja lönd saman í gegnum sínar alþjóðastofnanir, og taka upp markaðshagkerfi og gera lönd efnahagslega háð hvert öðru. Flest lönd í heiminum eru aðilar að stofnunum sem Bandaríkin höfðu forystu í að setja á fót eftir Bretton Woods fundin 1944. Þetta voru Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Sameinuðu þjóðirnar voru svo settar á fót 1945 og skömmu seinna 1947 var GATT samkomulagið undirritað, sem varð svo grundvöllur að stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar 1995. Það var táknrænt að bæði Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum voru reistar höfuðstöðvar í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Tekist á var um þetta á Bretton Woods fundinum 1944, en vegna sterkrar stöðu sinnar höfðu Bandarísk stjórnvöld sitt í gegn. Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna risu svo líka í Bandaríkjunum, en að þessu sinni í New York. Þegar Sovétríkin féllu 1991 urðu aðildarríki þeirra og fyrrum leppríki aðilar að þessum stofnunum. Sjálfur hóf ég störf hjá Alþjóðabankanum árið 1990 og man vel þegar undirbúningur hófst að taka á móti nýjum aðildarríkjum við fall Sovétríkjanna t.d. Eystrasaltsríkjunum sem höfðu verið hluti af Sovétríkjunum, eða svokölluðum leppríkjum Sovétríkjanna t.d. Visegrád löndunum. Stækkun ESB og NATO Í Evrópu er enn ferli á gangi að breiða út lýðræðið, tengja lönd inní sömu stofnanirnar og gera þau háð hvert öðru. Þar ber hæst stækkun NATO og ESB, og svo evrusvæðisins. NATO hefur stækkað um 15 lönd síðan Sovétríkin féllu og ESB um 13 lönd sjá Töflur 1 og 2. Þessu var ætlað að tryggja frið í álfunni. Kenningin er sú að (i) lýðræðisríki fari ekki í stríð hvort við annað, (ii) að lönd sem starfi saman í alþjóðastofnunum muni leysa sín ágreiningsmál á fjölþjóðlegum vettvangi og loks (iii) að ef lönd eru háð hvort öðru t.d. á sameinlegum markaði ESB, og jafnvel enn frekar með sameiginlegan gjaldmiðil, fari ekki í stríð hvort við annað. Þegar lönd eins og Þýskaland og Frakkland, sem tókust á í tveimur heimsstyrjöldum, eru komin með sama gjaldmiðilinn sé nánast óhugsandi að þau fari í átök hvort við annað, því slík átök myndu eyðileggja hagkerfi beggja landanna. Blikur eru á lofti með báðar þessar stofnanir, NATO og ESB, og það getur haft afgerandi áhrif á efnahag og öryggi Evrópu. Evrópa, NATO og Bandaríkin Í framtíðinni munu Bandaríkin líklega leggja mesta áherslu á þrjú svæði í heiminum: (i) Austur Asíu vegna uppgangs Kína, (ii) Persaflóann vegna olíu (þar verður hörð samkeppni við Kína) og svo (iii) Evrópu sem mun hafa lægri forfang en hún hefur nú. Strax eftir Úkraínustríðinu líkur gætu Bandaríkin viljað láta Evrópu sjá meira um sig sjálfa í öryggismálum og vera til frekar til þautarvara (e. of last resort), en vera leiðandi í stríðsátökum Evrópu eins og í Úkraínu. Verði Donald Trump forseti Bandaríkjanna í janúar 2025 mun áhugi Bandaríkjanna á NATO væntanlega minnka enda hefur hann talað um NATO sem úrelta stofnun. Því hefur verið haldið fram að Trump hafi árið 2020 sagt forseta framkvæmdastjórnar ESB að Bandaríkin myndu ekki koma Evrópu til hjálpar yrði ráðist á álfuna og að NATO væri dauð stofnun. Á kosningafundi í þessum mánuði sagði Donald Trump að Bandaríkin myndu ekki verja Evrópuríki sem ekki greiddu til NATO eins og þeim bæri (miðað hefur verið við 2% af vergri landsframleiðslu fari til varnarmála) og reyndar líka að hann myndi hvetja Rússland til að ráðast á þessi NATO ríki og gera við þau það sem þeir vildu. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO brást illa við og sagði að ummæli Trumps kunni að stofna lífi Bandaríkjamanna og íbúa ESB í hættu. Þess má geta að lönd eins og Danmörk og Noregur ná ekki 2% markmiðinu. Samkvæmt NATO eyðir Danmörk sem svarar 1,65% af vergri landsframleiðslu til varnarmála en Noregur, heimaland Stoltenberg, 1,67%. Sú fyrirætlun að Úkraína verði aðili að NATO, og tilkynnt var á leiðtogafundi NATO í Búkarest 2008, hefur leitt til átaka við Rússland, stærsta stríðs sem geysað hefur í Evrópu frá seinni heimstyrjöldinni. Það var George W. Bush sem hafði frumkvæði í þessu máli. Fátt bendir til að þessu stríði ljúki á næstunni. Í nýlegu sjónvarpsviðtali við Vladimir Putin forseta Rússlands kom fram að hann hefði á sínum tíma falast eftir NATO aðild við Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta og að lokum fengið nei sem svar. Árið 2001 hafði Putin líka spurt George Robertson, þáverandi framkvæmdastjóra NATO hvenær hann ætlaði að bjóða Rússlandi að ganga í NATO. Hefði Rússland orðið aðili að NATO væru landamæri NATO komin að Kína. Hefði það gerst væri heimsmyndin önnur en hún er í dag og stað Evrópu ólík því sem nú er. Samstaða NATO og ESB ríkja vegna Úkraínustríðsins er að minnka og minni vilji er til að styðja landið fjárhagslega. Það verður erfiðara með tímanum að fá hernaðar og fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum. Með öðrum orðum stríðið hefur afhjúpað veikleika innan NATO og deilur milli aðildarríkja. Nýkjörinn forsætisráðherra Póllands sagi nýlega að repúblikanar á Bandaríkjaþingi ættu að skammast sín fyrir að draga lappirnar í stuðningi sínum við Úkraínu. Evrópusambandið og evrusvæðið Fyrirætlanir um stækkun ESB halda áfram. Núverandi umsóknarríki (e. candidate countries) ESB eru Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Georgia, Moldóva, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Serbía, Türkiye og Úkraína, eru öll frekar fátæk lönd mæld í vergri landsframleiðslu á mann og þurfa mikla aðstoð frá ESB t.d. við uppbyggingu innviða og stofnana. Ef þessi lönd fá ESB aðild þurfa þau fyrr eða síðar að taka upp evruna. Sjö lönd sem gengið hafa í ESB og NATO eftir fall Sovétríkjanna og tekið upp evruna, sjá Töflu 3. Líkleg er að þau telji að aðild að myntbandalagi auki öryggi þeirra enn frekar. Finnland og Eystrasaltsríkin hafa tekið upp evru og eiga öll landamæri við Rússland. Stærsta hagkerfi ESB, Þýskaland, sem var í miklum viðskiptum við Rússland t.d. í kaupum gasi áður en Úkraínustríðið hófst, hefur orðið fyrir miklu áfalli efnahagslega. Maastricht samkomulagið gerir ráð fyrr að á evrusvæðinu megi halli á ríkissjóði ekki vera umfram 3% af vergri landsframleiðslu og opinberar skuldir ekki hærri en 60% af vergri landsframleiðslu. Þessar reglur voru illa rökstuddar frá hagfræðilegu sjónarmiði en þær voru kannski settar af öðrum ástæðum. Þær áttu meðal annars að koma í veg fyrir að fátækari ríki á evrusvæðinu gætu lagt kostnað á ríkari lönd í myntbandalaginu. Koma í veg fyrir að „óábyrg“ stjórn ríkisfjármála og skuldasöfnun í einu landi bitnaði á öðrum löndum á evrusvæðinu. Þrátt fyrir reglur ESB um hámarks skuldahlutfall eru nú 12 lönd af 20 komin frammúr þessu hámarki, sjá Mynd 1. Það vekur athygli hversu illa stærstu hagkerfin á evrusvæðinu standa, sérstaklega Ítalía, en líka Frakkland. Þýskaland stendur heldur ekki vel og er ekki lengur aflögufært. Formúlan um hámarks skuldir evruríkja er í raun löngu fokin út í verður og vind. Meðal hagvöxtur á evrusvæðinu frá 1999 til 2023 var ekki nema 1,4%. Auk þessa hafa mörg ríki evrusvæðisins átt erfitt að fylla hámarkinu á halla á ríkissjóði. 9 af 20 aðildarríkjum voru með halla á ríkissjóði, sem er 3% af vergri landsframleiðslu árið 2023, sjá Mynd 2. Árið 2020, þegar Covid-19 geysaði, fóru öll evrulöndin fram yfir þetta hámark. Getur Evrópa treyst á NATO? Nýlegar yfirlýsingar Donald Trump að hann muni ekki koma NATO ríkjum, sem ekki hafa staðið við sínar fjárskuldbindingar gagnvart NATO varðandi útgjöld til varnarmála, til hjálpar sér á þau ráðist, og jafnvel hvetja Rússa til að ráðast á þau, hljóta að vekja óhug hjá mörgum NATO ríkjum, enda gæti Trump orðið næsti forseti Bandaríkjanna. Samt sem áður verður líka að hafa í huga að staða Bandaríkjanna í heiminum er önnur en hún var 1949 þegar NATO var stofnað. Bandaríkin voru þá um 40% af heimshagkerfinu en eru nú um 20%. Aðildarríki NATO voru 12 árið 1949 en eru nú 31. Þetta er afleiðing svokallaðs „open door policy“ NATO. Það er því stærra og dýrara verkefni fyrir Bandaríkin að vera forystu ríki í NATO, en 1949. Verði Bosnía og Hersegóvína, Georgía og Úkraína aðilar eykst enn krafa á Bandaríkin að verja þessi lönd. Að lokum má nefna að Seðlabankastjóri Bandaríkjanna sagði nýlega í viðtali að ríkisfjármál Bandaríkjanna séu til lengri tíma litið ósjálfbær. Staða Bandaríkjanna í heiminum hefur breyst og það þurfa Evrópuríki að skilja. Land sem var 40% af heimshagkerfinu getur tæpast til lengdar gengt sama hlutverki og hagkerfi sem er 20% af heimshagkerfinu. Bandaríkin munu því í framtíðinni hugsanlega fyrst og fremst leggja áherslu á að verja þau svæði sem varða þeirra þjóðaröryggi. Þar vegur land eins og Úkraína varla þungt. Flókin staða ESB og evru svæðisins Það eru líka blikur á lofti hjá ESB. Frekari stækkun ESB mun ekki aðeins leiða til aukinna útgjalda, heldur líka breyttra valdahlutfalla innan ESB. Ný aðildarríki sem koma inn eru fátækari en upprunalegu ESB ríkin. Núverandi umsóknarríki eru Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Georgia, Moldóva, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Serbía, Türkiye og Úkraína. Þessi ríki, ásamt þeim aðildarríkjum sem voru annaðhvort hluti af, eða leppríki Sovétríkjanna, gætu sett vaxandi pressu á aukna styrki og ýmsar tilfærslur til sín frá ríkari ESB löndum. Þar með væri ESB orðið „transfer union“ sem t.d. Þýskaland hefur aldrei vilja ljá máls á. Reynslan sýnir líka að myntbandalög eins og evrusvæðið eiga við ýmis vandamál að stríða. Við vitum t.d. ekki nákvæmlega hvenær eða hvers konar kreppur skella á okkur en við vitum að þær koma öðru hverju samanber efnahags- og fjármálakreppuna sem skall á haustið 2008, COVID-19 kreppuna sem skall á af fullum þunga árið 2020, stríðið í Úkraínu sem byrjaði í upphafi í árs 2022, nú í upphafi árs 2024 er allt á suðupunkti í Mið-Austurlöndum og loks er spenna í Austur Asíu. Enginn veit hverskonar kreppa kemur næst né hvenær, en eitt er víst, ríkisfjármálin fara úr böndunum í mörgum löndum við breyttar aðstæður og upp safnast opinberar skuldir sem eru nú orðnar mjög háar hjá mörgum aðildarríkjum evrusvæðisins og geta ógnað stöðugleika á öllu evrusvæðinu. Núverandi stríðsrekstur í Evrópu setu líka strik í reikninginn með vaxandi ríkisútgjöldum m.a. vegna hernaðaruppbyggingar. Það er ljóst að Evrópa á við vanda að stríða næstu árin. Úkraínustríðið getur dregist á langinn og stuðningur Bandaríkjanna minnkað. Á sama tíma á ESB og evrusvæðið við efnahagsvanda að stríða. Það er ekki mikið pláss fyrir aukin hernaðarútgjöld. Evrópa er eina stórveldið sem er háð öðru stórveldi, Bandaríkjunum, í öryggismálum, og Bandaríkin þurfa nú í vaxandi mæli að huga af öðrum heimshlutum, sérstaklega Austur Asíu. Þau kerfi sem vestræn lönd komu sér upp með NATO, ESB og svo evrusvæðinu hafa ekki reynst vera sú töfra formúla sem vonast var til að myndi tryggir frið og velsæld í Evrópu. Það eru óvissutímar framundan. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Evrópusambandið NATO Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 lauk kaldastríðinu og eitt stórveldi Bandaríkin varð ráðandi í heiminum. En heimurinn hefur tekið breytingum og er nú orðinn „multipolar“ með þrjú stórveldi. Í hópi þeirra eru Bandaríkin ríkust og valdamest, Kína fjölmennast og vaxandi efnahagsveldi, og loks Rússland veikara en hin tvö. Eftir fall Sovétríkjanna hafa Bandaríkin/Vesturlönd viljað útbreiða vestrænt lýðræði um allan heim, tengja lönd saman í gegnum sínar alþjóðastofnanir, og taka upp markaðshagkerfi og gera lönd efnahagslega háð hvert öðru. Flest lönd í heiminum eru aðilar að stofnunum sem Bandaríkin höfðu forystu í að setja á fót eftir Bretton Woods fundin 1944. Þetta voru Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Sameinuðu þjóðirnar voru svo settar á fót 1945 og skömmu seinna 1947 var GATT samkomulagið undirritað, sem varð svo grundvöllur að stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar 1995. Það var táknrænt að bæði Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum voru reistar höfuðstöðvar í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Tekist á var um þetta á Bretton Woods fundinum 1944, en vegna sterkrar stöðu sinnar höfðu Bandarísk stjórnvöld sitt í gegn. Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna risu svo líka í Bandaríkjunum, en að þessu sinni í New York. Þegar Sovétríkin féllu 1991 urðu aðildarríki þeirra og fyrrum leppríki aðilar að þessum stofnunum. Sjálfur hóf ég störf hjá Alþjóðabankanum árið 1990 og man vel þegar undirbúningur hófst að taka á móti nýjum aðildarríkjum við fall Sovétríkjanna t.d. Eystrasaltsríkjunum sem höfðu verið hluti af Sovétríkjunum, eða svokölluðum leppríkjum Sovétríkjanna t.d. Visegrád löndunum. Stækkun ESB og NATO Í Evrópu er enn ferli á gangi að breiða út lýðræðið, tengja lönd inní sömu stofnanirnar og gera þau háð hvert öðru. Þar ber hæst stækkun NATO og ESB, og svo evrusvæðisins. NATO hefur stækkað um 15 lönd síðan Sovétríkin féllu og ESB um 13 lönd sjá Töflur 1 og 2. Þessu var ætlað að tryggja frið í álfunni. Kenningin er sú að (i) lýðræðisríki fari ekki í stríð hvort við annað, (ii) að lönd sem starfi saman í alþjóðastofnunum muni leysa sín ágreiningsmál á fjölþjóðlegum vettvangi og loks (iii) að ef lönd eru háð hvort öðru t.d. á sameinlegum markaði ESB, og jafnvel enn frekar með sameiginlegan gjaldmiðil, fari ekki í stríð hvort við annað. Þegar lönd eins og Þýskaland og Frakkland, sem tókust á í tveimur heimsstyrjöldum, eru komin með sama gjaldmiðilinn sé nánast óhugsandi að þau fari í átök hvort við annað, því slík átök myndu eyðileggja hagkerfi beggja landanna. Blikur eru á lofti með báðar þessar stofnanir, NATO og ESB, og það getur haft afgerandi áhrif á efnahag og öryggi Evrópu. Evrópa, NATO og Bandaríkin Í framtíðinni munu Bandaríkin líklega leggja mesta áherslu á þrjú svæði í heiminum: (i) Austur Asíu vegna uppgangs Kína, (ii) Persaflóann vegna olíu (þar verður hörð samkeppni við Kína) og svo (iii) Evrópu sem mun hafa lægri forfang en hún hefur nú. Strax eftir Úkraínustríðinu líkur gætu Bandaríkin viljað láta Evrópu sjá meira um sig sjálfa í öryggismálum og vera til frekar til þautarvara (e. of last resort), en vera leiðandi í stríðsátökum Evrópu eins og í Úkraínu. Verði Donald Trump forseti Bandaríkjanna í janúar 2025 mun áhugi Bandaríkjanna á NATO væntanlega minnka enda hefur hann talað um NATO sem úrelta stofnun. Því hefur verið haldið fram að Trump hafi árið 2020 sagt forseta framkvæmdastjórnar ESB að Bandaríkin myndu ekki koma Evrópu til hjálpar yrði ráðist á álfuna og að NATO væri dauð stofnun. Á kosningafundi í þessum mánuði sagði Donald Trump að Bandaríkin myndu ekki verja Evrópuríki sem ekki greiddu til NATO eins og þeim bæri (miðað hefur verið við 2% af vergri landsframleiðslu fari til varnarmála) og reyndar líka að hann myndi hvetja Rússland til að ráðast á þessi NATO ríki og gera við þau það sem þeir vildu. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO brást illa við og sagði að ummæli Trumps kunni að stofna lífi Bandaríkjamanna og íbúa ESB í hættu. Þess má geta að lönd eins og Danmörk og Noregur ná ekki 2% markmiðinu. Samkvæmt NATO eyðir Danmörk sem svarar 1,65% af vergri landsframleiðslu til varnarmála en Noregur, heimaland Stoltenberg, 1,67%. Sú fyrirætlun að Úkraína verði aðili að NATO, og tilkynnt var á leiðtogafundi NATO í Búkarest 2008, hefur leitt til átaka við Rússland, stærsta stríðs sem geysað hefur í Evrópu frá seinni heimstyrjöldinni. Það var George W. Bush sem hafði frumkvæði í þessu máli. Fátt bendir til að þessu stríði ljúki á næstunni. Í nýlegu sjónvarpsviðtali við Vladimir Putin forseta Rússlands kom fram að hann hefði á sínum tíma falast eftir NATO aðild við Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta og að lokum fengið nei sem svar. Árið 2001 hafði Putin líka spurt George Robertson, þáverandi framkvæmdastjóra NATO hvenær hann ætlaði að bjóða Rússlandi að ganga í NATO. Hefði Rússland orðið aðili að NATO væru landamæri NATO komin að Kína. Hefði það gerst væri heimsmyndin önnur en hún er í dag og stað Evrópu ólík því sem nú er. Samstaða NATO og ESB ríkja vegna Úkraínustríðsins er að minnka og minni vilji er til að styðja landið fjárhagslega. Það verður erfiðara með tímanum að fá hernaðar og fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum. Með öðrum orðum stríðið hefur afhjúpað veikleika innan NATO og deilur milli aðildarríkja. Nýkjörinn forsætisráðherra Póllands sagi nýlega að repúblikanar á Bandaríkjaþingi ættu að skammast sín fyrir að draga lappirnar í stuðningi sínum við Úkraínu. Evrópusambandið og evrusvæðið Fyrirætlanir um stækkun ESB halda áfram. Núverandi umsóknarríki (e. candidate countries) ESB eru Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Georgia, Moldóva, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Serbía, Türkiye og Úkraína, eru öll frekar fátæk lönd mæld í vergri landsframleiðslu á mann og þurfa mikla aðstoð frá ESB t.d. við uppbyggingu innviða og stofnana. Ef þessi lönd fá ESB aðild þurfa þau fyrr eða síðar að taka upp evruna. Sjö lönd sem gengið hafa í ESB og NATO eftir fall Sovétríkjanna og tekið upp evruna, sjá Töflu 3. Líkleg er að þau telji að aðild að myntbandalagi auki öryggi þeirra enn frekar. Finnland og Eystrasaltsríkin hafa tekið upp evru og eiga öll landamæri við Rússland. Stærsta hagkerfi ESB, Þýskaland, sem var í miklum viðskiptum við Rússland t.d. í kaupum gasi áður en Úkraínustríðið hófst, hefur orðið fyrir miklu áfalli efnahagslega. Maastricht samkomulagið gerir ráð fyrr að á evrusvæðinu megi halli á ríkissjóði ekki vera umfram 3% af vergri landsframleiðslu og opinberar skuldir ekki hærri en 60% af vergri landsframleiðslu. Þessar reglur voru illa rökstuddar frá hagfræðilegu sjónarmiði en þær voru kannski settar af öðrum ástæðum. Þær áttu meðal annars að koma í veg fyrir að fátækari ríki á evrusvæðinu gætu lagt kostnað á ríkari lönd í myntbandalaginu. Koma í veg fyrir að „óábyrg“ stjórn ríkisfjármála og skuldasöfnun í einu landi bitnaði á öðrum löndum á evrusvæðinu. Þrátt fyrir reglur ESB um hámarks skuldahlutfall eru nú 12 lönd af 20 komin frammúr þessu hámarki, sjá Mynd 1. Það vekur athygli hversu illa stærstu hagkerfin á evrusvæðinu standa, sérstaklega Ítalía, en líka Frakkland. Þýskaland stendur heldur ekki vel og er ekki lengur aflögufært. Formúlan um hámarks skuldir evruríkja er í raun löngu fokin út í verður og vind. Meðal hagvöxtur á evrusvæðinu frá 1999 til 2023 var ekki nema 1,4%. Auk þessa hafa mörg ríki evrusvæðisins átt erfitt að fylla hámarkinu á halla á ríkissjóði. 9 af 20 aðildarríkjum voru með halla á ríkissjóði, sem er 3% af vergri landsframleiðslu árið 2023, sjá Mynd 2. Árið 2020, þegar Covid-19 geysaði, fóru öll evrulöndin fram yfir þetta hámark. Getur Evrópa treyst á NATO? Nýlegar yfirlýsingar Donald Trump að hann muni ekki koma NATO ríkjum, sem ekki hafa staðið við sínar fjárskuldbindingar gagnvart NATO varðandi útgjöld til varnarmála, til hjálpar sér á þau ráðist, og jafnvel hvetja Rússa til að ráðast á þau, hljóta að vekja óhug hjá mörgum NATO ríkjum, enda gæti Trump orðið næsti forseti Bandaríkjanna. Samt sem áður verður líka að hafa í huga að staða Bandaríkjanna í heiminum er önnur en hún var 1949 þegar NATO var stofnað. Bandaríkin voru þá um 40% af heimshagkerfinu en eru nú um 20%. Aðildarríki NATO voru 12 árið 1949 en eru nú 31. Þetta er afleiðing svokallaðs „open door policy“ NATO. Það er því stærra og dýrara verkefni fyrir Bandaríkin að vera forystu ríki í NATO, en 1949. Verði Bosnía og Hersegóvína, Georgía og Úkraína aðilar eykst enn krafa á Bandaríkin að verja þessi lönd. Að lokum má nefna að Seðlabankastjóri Bandaríkjanna sagði nýlega í viðtali að ríkisfjármál Bandaríkjanna séu til lengri tíma litið ósjálfbær. Staða Bandaríkjanna í heiminum hefur breyst og það þurfa Evrópuríki að skilja. Land sem var 40% af heimshagkerfinu getur tæpast til lengdar gengt sama hlutverki og hagkerfi sem er 20% af heimshagkerfinu. Bandaríkin munu því í framtíðinni hugsanlega fyrst og fremst leggja áherslu á að verja þau svæði sem varða þeirra þjóðaröryggi. Þar vegur land eins og Úkraína varla þungt. Flókin staða ESB og evru svæðisins Það eru líka blikur á lofti hjá ESB. Frekari stækkun ESB mun ekki aðeins leiða til aukinna útgjalda, heldur líka breyttra valdahlutfalla innan ESB. Ný aðildarríki sem koma inn eru fátækari en upprunalegu ESB ríkin. Núverandi umsóknarríki eru Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Georgia, Moldóva, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Serbía, Türkiye og Úkraína. Þessi ríki, ásamt þeim aðildarríkjum sem voru annaðhvort hluti af, eða leppríki Sovétríkjanna, gætu sett vaxandi pressu á aukna styrki og ýmsar tilfærslur til sín frá ríkari ESB löndum. Þar með væri ESB orðið „transfer union“ sem t.d. Þýskaland hefur aldrei vilja ljá máls á. Reynslan sýnir líka að myntbandalög eins og evrusvæðið eiga við ýmis vandamál að stríða. Við vitum t.d. ekki nákvæmlega hvenær eða hvers konar kreppur skella á okkur en við vitum að þær koma öðru hverju samanber efnahags- og fjármálakreppuna sem skall á haustið 2008, COVID-19 kreppuna sem skall á af fullum þunga árið 2020, stríðið í Úkraínu sem byrjaði í upphafi í árs 2022, nú í upphafi árs 2024 er allt á suðupunkti í Mið-Austurlöndum og loks er spenna í Austur Asíu. Enginn veit hverskonar kreppa kemur næst né hvenær, en eitt er víst, ríkisfjármálin fara úr böndunum í mörgum löndum við breyttar aðstæður og upp safnast opinberar skuldir sem eru nú orðnar mjög háar hjá mörgum aðildarríkjum evrusvæðisins og geta ógnað stöðugleika á öllu evrusvæðinu. Núverandi stríðsrekstur í Evrópu setu líka strik í reikninginn með vaxandi ríkisútgjöldum m.a. vegna hernaðaruppbyggingar. Það er ljóst að Evrópa á við vanda að stríða næstu árin. Úkraínustríðið getur dregist á langinn og stuðningur Bandaríkjanna minnkað. Á sama tíma á ESB og evrusvæðið við efnahagsvanda að stríða. Það er ekki mikið pláss fyrir aukin hernaðarútgjöld. Evrópa er eina stórveldið sem er háð öðru stórveldi, Bandaríkjunum, í öryggismálum, og Bandaríkin þurfa nú í vaxandi mæli að huga af öðrum heimshlutum, sérstaklega Austur Asíu. Þau kerfi sem vestræn lönd komu sér upp með NATO, ESB og svo evrusvæðinu hafa ekki reynst vera sú töfra formúla sem vonast var til að myndi tryggir frið og velsæld í Evrópu. Það eru óvissutímar framundan. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun