Kraftaverk við hitaveitulögnina Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 21:42 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Íbúar á Reykjanesi ættu allir að vera komnir aftur með heitt vatn á ný í síðasta lagi í nótt. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að um kraftaverk sé að ræða en fjörutíu pípulagningamenn eru í viðbragðsstöðu í kvöld. „Það hefur gengið mjög vel samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef bæði frá orkufyrirtækjunum og líka frá íbúum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjörutíu pípulagningamenn frá almannavörnum og HS Veitum hafa verið á viðbragðsvakt í kvöld ef ske kynni að íbúar lendi í vandræðum. Atli Gunnarsson, aðgerðarstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir kvöldið hafa farið vel af stað. „Núna seinni partinn voru búnar að berast um það bil svona fimmtán til tuttugu beiðnir til þeirra frá íbúum,“ segir Atli. Hann býst við mestu álagi eftir kvöldmat. Áhugaverð ferð um Svartsengi Kjartan Már segir að tíma taki fyrir heita vatnið að seytla í gegnum allt kerfið. Allir íbúar ættu að vera komnir með heitt vatn í síðasta lagi í nótt. Sjálfur fór hann í kynningarferð ásamt forsætisráðherra um Svartsengi í dag. „Mér fannst þessi ferð um svæðið í dag ótrúlega áhugaverð, fyrir margra hluta sakir. Við erum fyrst og fremst ánægð með það hvað þetta hefur tekið stuttan og skamman tíma,“ segir Kjartan. „Menn hafa unnið þarna hörðum höndum og í raun gert kraftaverk að mínu mati. Maður upplifir það mjög vel í dag hvað þetta er mikið þrekvirki sem þessir hundruðir starfsmanna sem þarna unnu um helgina hafa náð í gegn.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Það hefur gengið mjög vel samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef bæði frá orkufyrirtækjunum og líka frá íbúum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjörutíu pípulagningamenn frá almannavörnum og HS Veitum hafa verið á viðbragðsvakt í kvöld ef ske kynni að íbúar lendi í vandræðum. Atli Gunnarsson, aðgerðarstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir kvöldið hafa farið vel af stað. „Núna seinni partinn voru búnar að berast um það bil svona fimmtán til tuttugu beiðnir til þeirra frá íbúum,“ segir Atli. Hann býst við mestu álagi eftir kvöldmat. Áhugaverð ferð um Svartsengi Kjartan Már segir að tíma taki fyrir heita vatnið að seytla í gegnum allt kerfið. Allir íbúar ættu að vera komnir með heitt vatn í síðasta lagi í nótt. Sjálfur fór hann í kynningarferð ásamt forsætisráðherra um Svartsengi í dag. „Mér fannst þessi ferð um svæðið í dag ótrúlega áhugaverð, fyrir margra hluta sakir. Við erum fyrst og fremst ánægð með það hvað þetta hefur tekið stuttan og skamman tíma,“ segir Kjartan. „Menn hafa unnið þarna hörðum höndum og í raun gert kraftaverk að mínu mati. Maður upplifir það mjög vel í dag hvað þetta er mikið þrekvirki sem þessir hundruðir starfsmanna sem þarna unnu um helgina hafa náð í gegn.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira