Íhugar forsetaframboð af alvöru Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2024 21:48 Jón segist ekki munu taka endanlega ákvörðun um mögulegt forsetaframboð fyrr en að lokinni frumsýningu á leikverkinu sem hann æfir nú á Akureyri. Verkið er frumsýnt síðar í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. Þetta kemur fram í viðtali við Jón á Akureyri.net. Hann er staddur á Akureyri þar sem hann leikur í leikverkinu And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson. Verkið er sett upp af Menningarfélagi Akureyrar og verður frumsýnt síðar í mánuðinum. Í þeim hluta viðtalsins þar sem farið er út í forsetasálmana segist Jón telja að hann yrði „fínn forseti.“ Á hverjum degi fái hann tölvupósta, skilaboð eða tögg um forsetaframboð. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ segir Jón í viðtalinu. Hann ætli þó ekki að taka ákvörðun fyrr en búið verði að frumsýna verkið, þann 23. febrúar. „Það, að hinir og þessir á samfélagsmiðlum, sem fylgja mér, telji að ég eigi að vera forseti, þá er ég ekkert viss um að það sé almennt það sem fólk í landinu er að pæla,“ segir Jón við Akureyri.net. Hann taki því einfaldlega sem hæfilegri vísbendingu. Síðu Besta flokksins breytt Í síðasta mánuði greindi Vísir frá því að Facebook-síða Besta flokksins, sem hefur ekki verið starfandi um nokkurra ára skeið, hefði verið uppfærð með framboðslegri mynd af Jóni, sem leiddi lista flokksins í borginni árið 2010 og var borgarstjóri undir merkjum hans í eitt kjörtímabil. Þá sagðist Jón ekki vita hver hefði breytt forsíðu- og opnumyndum síðunnar í mynd af Jóni. Hann væri á kafi í leikritsæfingum og hefði ekki haft tíma til að taka ákvarðanir eða gefa eitthvað svar. Þó útilokaði hann ekkert. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Jón á Akureyri.net. Hann er staddur á Akureyri þar sem hann leikur í leikverkinu And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson. Verkið er sett upp af Menningarfélagi Akureyrar og verður frumsýnt síðar í mánuðinum. Í þeim hluta viðtalsins þar sem farið er út í forsetasálmana segist Jón telja að hann yrði „fínn forseti.“ Á hverjum degi fái hann tölvupósta, skilaboð eða tögg um forsetaframboð. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ segir Jón í viðtalinu. Hann ætli þó ekki að taka ákvörðun fyrr en búið verði að frumsýna verkið, þann 23. febrúar. „Það, að hinir og þessir á samfélagsmiðlum, sem fylgja mér, telji að ég eigi að vera forseti, þá er ég ekkert viss um að það sé almennt það sem fólk í landinu er að pæla,“ segir Jón við Akureyri.net. Hann taki því einfaldlega sem hæfilegri vísbendingu. Síðu Besta flokksins breytt Í síðasta mánuði greindi Vísir frá því að Facebook-síða Besta flokksins, sem hefur ekki verið starfandi um nokkurra ára skeið, hefði verið uppfærð með framboðslegri mynd af Jóni, sem leiddi lista flokksins í borginni árið 2010 og var borgarstjóri undir merkjum hans í eitt kjörtímabil. Þá sagðist Jón ekki vita hver hefði breytt forsíðu- og opnumyndum síðunnar í mynd af Jóni. Hann væri á kafi í leikritsæfingum og hefði ekki haft tíma til að taka ákvarðanir eða gefa eitthvað svar. Þó útilokaði hann ekkert.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira