Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 14:52 ísidór Nathansson er var með nasistafána uppi á vegg þar sem hann prentaði parta í skotvopn. vísir/vilhelm Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. Í aðalmeðferð málsins í dag hefur mikið verið rætt um stefnuyfirlýsingar hryðjuverkamanna, svokölluð manifesto á ensku. Má þar sérstaklega nefna Anders Berhring Breivik, sem framdi hryðjuverk í Útey í Noregi 2011. Fyrir liggur að sakborningar málsins, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, hafi haft manifesto Breiviks í tækjum sínum. Endurritun á skjalinu sem fannst í tölvu Ísidórs var varpað upp á vegg héraðsdóms í dag, en þó í skamma stund. Blaðamanni tókst að rita hluta af því sem stóð í skjalinu. „Að flýta fyrir -gas, gas, gas, Ég þreyttur á gangi mála Ég þreyttur á fjölmenningu Ég þreyttur á öfga femínisma Ég þreyttur á „mannréttindum“ Ég þreyttur á glóbalisma (sérstaklega út frá þessari eyju) Ég þreyttur á kommúnistum Ég þreyttur á borgarstjórn“ […] Samkynhneigð er ekki náttúruleg Samkynhneigð er geðsjúkdómur Samkynhneigð er hætta gegn börnum“ Hefðu mátað sig við stefnuyfirlýsingu Breiviks Sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra bar saman hegðun sakborninganna við hegðun sem Breivik hvatti til í sínu manifestói. Hún vildi meina að Sindri og Ísdór hafi mátað sig við mörg atriði sem hann hafi talað um. Þar mátti til að mynda nefna fæðubótaefni og stera, sem og ákveðin útvivistarbúnað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, spurði hvort að ekki væri auðvelt væri að máta einstaklinga sem hefðu áhuga á líkamsrækt og útivist hverja við aðra. „Sumir hlutir eru almennir, en í þessu samhengi, það er talað um tegund A og B óvina og shock attack eins og Breivik gerði. Þetta er eins og Breivik vill að þú undirbúir þig fyrir árás,“ svaraði sérfræðingur ríkislögreglustjóra. Sýndu frá skotárásinni í Christchurch Hluti úr myndbandi af skotárás Brenton Tarrant í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019, sem hann tók sjálfur upp, var sýnt fyrir dómi í dag. Verjendur sakborninganna mótmæltu því að myndbandið yrði sýnt og ákvað dómari að vara þá sem voru viðstaddir þinghaldið við. Á meðan myndbandið var sýnt horfði Sindri Snær í kjöltu sér, en Ísidór var ekki viðstaddur þinghaldið í dag. 51 lést í hryðjuverkaárásunum í Christchurch og var Tarrant dæmdur í lífstíðarfangelsi. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Í aðalmeðferð málsins í dag hefur mikið verið rætt um stefnuyfirlýsingar hryðjuverkamanna, svokölluð manifesto á ensku. Má þar sérstaklega nefna Anders Berhring Breivik, sem framdi hryðjuverk í Útey í Noregi 2011. Fyrir liggur að sakborningar málsins, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, hafi haft manifesto Breiviks í tækjum sínum. Endurritun á skjalinu sem fannst í tölvu Ísidórs var varpað upp á vegg héraðsdóms í dag, en þó í skamma stund. Blaðamanni tókst að rita hluta af því sem stóð í skjalinu. „Að flýta fyrir -gas, gas, gas, Ég þreyttur á gangi mála Ég þreyttur á fjölmenningu Ég þreyttur á öfga femínisma Ég þreyttur á „mannréttindum“ Ég þreyttur á glóbalisma (sérstaklega út frá þessari eyju) Ég þreyttur á kommúnistum Ég þreyttur á borgarstjórn“ […] Samkynhneigð er ekki náttúruleg Samkynhneigð er geðsjúkdómur Samkynhneigð er hætta gegn börnum“ Hefðu mátað sig við stefnuyfirlýsingu Breiviks Sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra bar saman hegðun sakborninganna við hegðun sem Breivik hvatti til í sínu manifestói. Hún vildi meina að Sindri og Ísdór hafi mátað sig við mörg atriði sem hann hafi talað um. Þar mátti til að mynda nefna fæðubótaefni og stera, sem og ákveðin útvivistarbúnað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, spurði hvort að ekki væri auðvelt væri að máta einstaklinga sem hefðu áhuga á líkamsrækt og útivist hverja við aðra. „Sumir hlutir eru almennir, en í þessu samhengi, það er talað um tegund A og B óvina og shock attack eins og Breivik gerði. Þetta er eins og Breivik vill að þú undirbúir þig fyrir árás,“ svaraði sérfræðingur ríkislögreglustjóra. Sýndu frá skotárásinni í Christchurch Hluti úr myndbandi af skotárás Brenton Tarrant í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019, sem hann tók sjálfur upp, var sýnt fyrir dómi í dag. Verjendur sakborninganna mótmæltu því að myndbandið yrði sýnt og ákvað dómari að vara þá sem voru viðstaddir þinghaldið við. Á meðan myndbandið var sýnt horfði Sindri Snær í kjöltu sér, en Ísidór var ekki viðstaddur þinghaldið í dag. 51 lést í hryðjuverkaárásunum í Christchurch og var Tarrant dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira