Þeir unnu mikið afrek Ingólfur Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 14:00 Mitt gamla stálhjarta sló mörg aukaslög í gleði og stolti þegar málmsuðu- og tæknimennirnir luku því gríðarlega vandasama verki í nótt að smíða og tengja hjáveitulögn yfir nýja hraunið og koma heita vatninu aftur til íbúanna. Það þarf mikla vandvirkni og fádæma elju til að sjóða saman slíka lögn úr gríðarlega þungum stálrörum þar sem beita þarf ýtrustu nákvæmni og hæstu faglegu gæðum og það úti á víðavangi þar sem vetur ríkir með frosti og nepju. Snillingarnir sem þetta gerðu þurftu að hita snertifleti þessara miklu röra að bræðslumarki og fylla síðan hvern millimetra þar á milli með málmblöndu úr rafsuðupinnum þannig að allt væri pottþétt, haldgóð og traust heild. Gríðarlegt nákvæmnisverk sem eingöngu er á færi bestu fagmanna. Þeir lögðu nótt við dag og luku verkinu á skemmri tíma en nokkur þorði að vona. Sýndu með því að hér voru ekki einhamir menn að verki heldur þeir sem lögðu allt í sölurnar til að tryggja fólkinu á Suðurnesjum birtu og yl. Við tökum ofan fyrir þessum mönnum og þökkum þeim fyrir að nýta faglega hæfileika sína, elju og útsjónarsemi til hagsbóta fyrir aðra. Þeir eru þjóðarsómi. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður Málm- og véltæknisviðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mitt gamla stálhjarta sló mörg aukaslög í gleði og stolti þegar málmsuðu- og tæknimennirnir luku því gríðarlega vandasama verki í nótt að smíða og tengja hjáveitulögn yfir nýja hraunið og koma heita vatninu aftur til íbúanna. Það þarf mikla vandvirkni og fádæma elju til að sjóða saman slíka lögn úr gríðarlega þungum stálrörum þar sem beita þarf ýtrustu nákvæmni og hæstu faglegu gæðum og það úti á víðavangi þar sem vetur ríkir með frosti og nepju. Snillingarnir sem þetta gerðu þurftu að hita snertifleti þessara miklu röra að bræðslumarki og fylla síðan hvern millimetra þar á milli með málmblöndu úr rafsuðupinnum þannig að allt væri pottþétt, haldgóð og traust heild. Gríðarlegt nákvæmnisverk sem eingöngu er á færi bestu fagmanna. Þeir lögðu nótt við dag og luku verkinu á skemmri tíma en nokkur þorði að vona. Sýndu með því að hér voru ekki einhamir menn að verki heldur þeir sem lögðu allt í sölurnar til að tryggja fólkinu á Suðurnesjum birtu og yl. Við tökum ofan fyrir þessum mönnum og þökkum þeim fyrir að nýta faglega hæfileika sína, elju og útsjónarsemi til hagsbóta fyrir aðra. Þeir eru þjóðarsómi. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður Málm- og véltæknisviðs Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar