Hörn, Jóhanna Vigdís og Vala til Defend Iceland Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2024 10:12 Hörn Valdimarsdóttir, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Vala Smáradóttir. Aðsend Hörn Valdimarsdóttir, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Vala Smáradóttir hafa gengið til liðs við Defend Iceland og mynda nú ásamt stofnandanum Theódór Ragnari Gíslasyni, stofnteymi Defend Iceland. Í tilkynningu kemur fram að verkefnið Verjum Ísland, eða Defend Iceland, sé svokölluð villuveiðigátt þar sem öryggissérfræðingar úr mörgum áttum og með ólíkan bakgrunn leiði saman krafta sína í því skyni að koma í veg fyrir alvarleg innbrot í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfi fyrirtækja og stofnana. „Villuveiðigáttir (e. bug bounty platforms) eru þekkt leið til að virkja öryggissérfræðinga sem herma aðferðir hakkara við leit að öryggisveikleikum. Markmið Defend Iceland er að finna öryggisveikleika á undan tölvuglæpamönnum og sjá til þess að þeir verði lagfærðir áður en hægt er að valda alvarlegum skaða. Öryggissérfræðingarnir fá greitt fyrir að finna veikleika og er villuveiðigátt Defend Iceland sniðin að þörfum íslenskra fyrirtækja og stofnana, innleiðing hennar er einföld og fljótleg og kostnaði haldið í lágmarki. Hörn Valdimarsdóttir er rekstrarstjóri og hluti af stofnteymi Defend Iceland. Hún hefur starfað við mannauðsmál frá árinu 2019 og vann hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo Software áður en hún hóf störf sem mannauðsstjóri Syndis árið 2022. Hörn er með BSc gráðu í sálfræði og MSc gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri nýsköpunar, sölu og markaðsmála og hluti af stofnteymi Defend Iceland. Hún kemur til Defend Iceland frá Almannarómi – miðstöð máltækni, þar sem hún var framkvæmdastjóri. Áður starfaði hún meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Straumi fjárfestingarbanka. Jóhanna Vigdís er með MBA gráðu frá HR og AMP gráðu frá IESE Business School. Vala Smáradóttir er framkvæmdastjóri vöru- og verkefnastýringar og hluti af stofnteymi Defend Iceland. Hún hefur síðustu ár unnið að verkefnum í stafrænum umbreytingum og nýsköpun á sviði sjálfbærni og vöru- og hugbúnaðarþróunar. Hún er með bakgrunn í verkefnastjórnun, hagnýtum markaðsfræðum og miðlun. Vala er með BA gráðu í ensku og MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun auk viðbótardiplóma í kennslufræðum,“ segir í tilkynningunni. Theódór Ragnar Gíslason er stofnandi Defend Iceland.aðsend Um Defend Iceland Fram kemur að Defend Iceland sé stofnað af Theódór Ragnar Gíslason, sem hafi umfangsmikla reynslu í tæknilegu netöryggi, með yfir 25 ára starfsreynslu auk þess að vera forfallinn frumkvöðull. „Hann er einn stofnenda Syndis og starfar þar í dag sem tæknistjóri auk þess sem hann var var einn stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins Adversary sem var selt árið 2020 til ástralska öryggisfyrirtækisins Secure Code Warrior. Defend Iceland var stofnað í fyrra og eru Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík meðal samstarfsaðila verkefnisins. Þá hefur það hlotið 2,6 milljóna evra styrk frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en það jafngildir um 400 milljónum króna,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Netöryggi Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að verkefnið Verjum Ísland, eða Defend Iceland, sé svokölluð villuveiðigátt þar sem öryggissérfræðingar úr mörgum áttum og með ólíkan bakgrunn leiði saman krafta sína í því skyni að koma í veg fyrir alvarleg innbrot í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfi fyrirtækja og stofnana. „Villuveiðigáttir (e. bug bounty platforms) eru þekkt leið til að virkja öryggissérfræðinga sem herma aðferðir hakkara við leit að öryggisveikleikum. Markmið Defend Iceland er að finna öryggisveikleika á undan tölvuglæpamönnum og sjá til þess að þeir verði lagfærðir áður en hægt er að valda alvarlegum skaða. Öryggissérfræðingarnir fá greitt fyrir að finna veikleika og er villuveiðigátt Defend Iceland sniðin að þörfum íslenskra fyrirtækja og stofnana, innleiðing hennar er einföld og fljótleg og kostnaði haldið í lágmarki. Hörn Valdimarsdóttir er rekstrarstjóri og hluti af stofnteymi Defend Iceland. Hún hefur starfað við mannauðsmál frá árinu 2019 og vann hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo Software áður en hún hóf störf sem mannauðsstjóri Syndis árið 2022. Hörn er með BSc gráðu í sálfræði og MSc gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri nýsköpunar, sölu og markaðsmála og hluti af stofnteymi Defend Iceland. Hún kemur til Defend Iceland frá Almannarómi – miðstöð máltækni, þar sem hún var framkvæmdastjóri. Áður starfaði hún meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Straumi fjárfestingarbanka. Jóhanna Vigdís er með MBA gráðu frá HR og AMP gráðu frá IESE Business School. Vala Smáradóttir er framkvæmdastjóri vöru- og verkefnastýringar og hluti af stofnteymi Defend Iceland. Hún hefur síðustu ár unnið að verkefnum í stafrænum umbreytingum og nýsköpun á sviði sjálfbærni og vöru- og hugbúnaðarþróunar. Hún er með bakgrunn í verkefnastjórnun, hagnýtum markaðsfræðum og miðlun. Vala er með BA gráðu í ensku og MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun auk viðbótardiplóma í kennslufræðum,“ segir í tilkynningunni. Theódór Ragnar Gíslason er stofnandi Defend Iceland.aðsend Um Defend Iceland Fram kemur að Defend Iceland sé stofnað af Theódór Ragnar Gíslason, sem hafi umfangsmikla reynslu í tæknilegu netöryggi, með yfir 25 ára starfsreynslu auk þess að vera forfallinn frumkvöðull. „Hann er einn stofnenda Syndis og starfar þar í dag sem tæknistjóri auk þess sem hann var var einn stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins Adversary sem var selt árið 2020 til ástralska öryggisfyrirtækisins Secure Code Warrior. Defend Iceland var stofnað í fyrra og eru Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík meðal samstarfsaðila verkefnisins. Þá hefur það hlotið 2,6 milljóna evra styrk frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en það jafngildir um 400 milljónum króna,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Netöryggi Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira