Hver er hugur íslensku þjóðkirkjunnar til þjóðarmorðs? Alda Lóa Leifsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 11:01 Árið 1985 þegar Desmond Tutu var biskup í Jóhannesarborg var útgefin yfirlýsing af hópi guðfræðinga með aðsetur í bænum Soweto í Suður Afríku. Yfirlýsingin eða skjalið nefnist Kairos Document og hafði gífurleg áhrif á afnám aðskilnaðarstefnu Suður Afríku. Í skjalinu er nefndar þrenns konar guðfræðistefnur 1) Ríkis Guðfræði, 2) Kirkju Guðfræði og 3) hin Spámannlega Kairos Guðfræði. Ríkis Guðfræði veitti aðskilnaðarstefnu ríkjandi stétta í Suður Afriku lögmæti, Kirkju Guðfræðinni tókst hinsvegar ekki að horfast í augu við aðskilnaðarstefnuna en þá kom Kairos guðfræðin til sem einkenndist af skýrri afstöðu sinni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og ívilnandi viðhorfi til fátækra og jaðarsettra. Þessi lykileinkenni Kairos Guðfræðinnar eru oft nefnd Spámannleg Guðfræði og rakin til spámanna biblíunnar sem fordæmdu kúgun og óréttlæti. Úr einkasafni Ef við víkjum að stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Átök hafa verið í Palestínu allavega frá 1948. En það var árið 2009 eftir þriggja vikna vopnuð átök að kristnir palestínumenn settust niður og sömdu Kairos Palestine að fyrirmynd suður afríska Kairos Document. Átökin á milli palestínumanna og ísraelska varnarliðsins (IDF) á Gaza-svæðinu sem enduðu 18. janúar 2009 leiddu til dauða 1.300 palestínumanna og 13 Ísraela. Í Kairos Palestine skjalinu óskuðu höfundar eftir endalokum hernáms ísraela í Palestínu og réttlátum málalyktum. Kairos Palestine var ákall til heimsins um lausn á því ástandi sem hafði ríkt meir og minna frá 1948 eða frá þeim degi sem ísraelsmenn tóku sér land „í nafni Guðs“ í Palestínu með stuðningi vestrænna þjóða. Í Kairos Palestine má lesa að hernámið sé „synd gegn Guði“ og að öll guðfræði sem þolir hernámið geti varla talin kristin „vegna þess að sönn kristin guðfræði er guðfræði kærleika og samstöðu með kúguðum, ákalli um réttlæti og jafnrétti meðal þjóða. Kairos Palestine skjalið er áskorun till allra þjóða að þrýsta á Ísrael að bera virðingu fyrir alþjóðalögum og binda enda á kúgun þeirra. Frá 7. október síðastliðnum eru liðnir rúmlega 120 dagar, 27.000 manns og þar af 11.500 börn hafa verið drepin og ennþá hefur ekkert heyrst frá fulltrúum íslensku kirkjunnar um þetta skelfilega þjóðarmorð líkt og hún hefur sýnt hug sinn og breitt út faðminn og boðið stríðshrjáða velkomna í sitt skjól. Hugur íslensku kirkjunnar til drápanna í Gaza er því íslenskum almenningi óljós. Í tilefni af Gaza Stríðinu árið 2014 þegar 2000 manns, nær eingöngu palestinumenn voru drepnir birtist grein á Kirkjan.is eftir Þorbjörn Hlyn Árnason. Greinin var ákall um lausn á Palestínu deilunni í friði og kærleika. Níu árum síðar hefur engu verið bætt á kirkjuvefinn um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs annað en að nafn þjóðkirkjunnar er flýtur með á lista meðal annarra trúar- og friðarsamtaka sem óska eftir frið. Engin yfirlýsing engin fordæming frá Biskup þegar þjóðarmorð á sér stað á okkar tímum í beinni útsendingu og þar sem fleiri en 100 saklaus börn eru drepin á degi hverjum. Slík þögn íslensku kirkjunnar vekur óhjákvæmilega óþægilega tilfinningu sem erfitt er að horfa framhjá. Stuðningur í spámannlegum kristnum skilningi í anda Kairos Palestine er hins vegar starfræktur á Íslandi af almenningi, bæði mótmæli, skrif og neyðarsafnanir einstaklinga og einstaka hjálparsamtaka. Á vef Hjálparstofnun kirkjunnar er hægt að lesa að Alþjóðlegt hjálparstarf kirkja hafi sent frá sér alþjóðlega beiðni um aðstoð við þá sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. Hin íslenska Hjálparstofnun kirkjunnar bregst við með því að senda út valgreiðslu þar sem hluti söfnunarinnar fer til fátæks fólks á Íslandi og annað fer til Palestinu. Hugsanlega starfrækir íslenska kirkjan hljóðláta Kirkjulega Guðfræði á einhverju sviði svo lágstemmt að til hennar heyrist aðeins sem valgreiðsla í netbankanum. Hinsvegar bendir íþyngjandi þögn kirkjunnar helst til samþykki hennar við valdið og þá við utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem fjármagnar stríð ísraela á hendur palestínufólki. Íslensk kirkja rekur semsagt annað hvort eða hvorttveggja Ríkis Guðfræði eða Kirkju Guðfræði en allavega ekki Spámanns Guðfræði. Fyrir dyrum standa biskups kosningar. Að velja fulltrúa fyrir stofnun sem ætti að beita sér fyrir börnum í neyð hvaðan sem þau koma. Við eigum engan Desmond Tutu og kannski frekt að kalla eftir því en við getum átt hann til fyrirmyndar og krafist þess að verðandi biskup hafi styrk, þor og vilja til þess að berjast fyrir þeim sem hallar á og sinni Spámannlegri köllun sinni. Ef íslensk kirkja vill eiga erindi þá þarf hún að eflast, sýna kærleika og réttlæti í orði og verki og þora að takast á við stjórnmálaleg öfl. Sem framtíðar djákni skora ég á verðandi biskup að sýna spámannlega tilburði og tjá hug sinn til þjóðarmorðsins í Gaza og setja hlustir við Vonarópið í Kairos Palestine 2009: „Orð okkar er vonaróp, með kærleika, bæn og trú á Guð. Við beinum því fyrst og fremst til okkar sjálfra og síðan allra kirkna og kristinna manna í heiminum, biðjum þá um að standa gegn óréttlæti og aðskilnaðarstefnu, og hvetja þá til að vinna að réttlátum friði.“ Höfundur er djáknanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Árið 1985 þegar Desmond Tutu var biskup í Jóhannesarborg var útgefin yfirlýsing af hópi guðfræðinga með aðsetur í bænum Soweto í Suður Afríku. Yfirlýsingin eða skjalið nefnist Kairos Document og hafði gífurleg áhrif á afnám aðskilnaðarstefnu Suður Afríku. Í skjalinu er nefndar þrenns konar guðfræðistefnur 1) Ríkis Guðfræði, 2) Kirkju Guðfræði og 3) hin Spámannlega Kairos Guðfræði. Ríkis Guðfræði veitti aðskilnaðarstefnu ríkjandi stétta í Suður Afriku lögmæti, Kirkju Guðfræðinni tókst hinsvegar ekki að horfast í augu við aðskilnaðarstefnuna en þá kom Kairos guðfræðin til sem einkenndist af skýrri afstöðu sinni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og ívilnandi viðhorfi til fátækra og jaðarsettra. Þessi lykileinkenni Kairos Guðfræðinnar eru oft nefnd Spámannleg Guðfræði og rakin til spámanna biblíunnar sem fordæmdu kúgun og óréttlæti. Úr einkasafni Ef við víkjum að stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Átök hafa verið í Palestínu allavega frá 1948. En það var árið 2009 eftir þriggja vikna vopnuð átök að kristnir palestínumenn settust niður og sömdu Kairos Palestine að fyrirmynd suður afríska Kairos Document. Átökin á milli palestínumanna og ísraelska varnarliðsins (IDF) á Gaza-svæðinu sem enduðu 18. janúar 2009 leiddu til dauða 1.300 palestínumanna og 13 Ísraela. Í Kairos Palestine skjalinu óskuðu höfundar eftir endalokum hernáms ísraela í Palestínu og réttlátum málalyktum. Kairos Palestine var ákall til heimsins um lausn á því ástandi sem hafði ríkt meir og minna frá 1948 eða frá þeim degi sem ísraelsmenn tóku sér land „í nafni Guðs“ í Palestínu með stuðningi vestrænna þjóða. Í Kairos Palestine má lesa að hernámið sé „synd gegn Guði“ og að öll guðfræði sem þolir hernámið geti varla talin kristin „vegna þess að sönn kristin guðfræði er guðfræði kærleika og samstöðu með kúguðum, ákalli um réttlæti og jafnrétti meðal þjóða. Kairos Palestine skjalið er áskorun till allra þjóða að þrýsta á Ísrael að bera virðingu fyrir alþjóðalögum og binda enda á kúgun þeirra. Frá 7. október síðastliðnum eru liðnir rúmlega 120 dagar, 27.000 manns og þar af 11.500 börn hafa verið drepin og ennþá hefur ekkert heyrst frá fulltrúum íslensku kirkjunnar um þetta skelfilega þjóðarmorð líkt og hún hefur sýnt hug sinn og breitt út faðminn og boðið stríðshrjáða velkomna í sitt skjól. Hugur íslensku kirkjunnar til drápanna í Gaza er því íslenskum almenningi óljós. Í tilefni af Gaza Stríðinu árið 2014 þegar 2000 manns, nær eingöngu palestinumenn voru drepnir birtist grein á Kirkjan.is eftir Þorbjörn Hlyn Árnason. Greinin var ákall um lausn á Palestínu deilunni í friði og kærleika. Níu árum síðar hefur engu verið bætt á kirkjuvefinn um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs annað en að nafn þjóðkirkjunnar er flýtur með á lista meðal annarra trúar- og friðarsamtaka sem óska eftir frið. Engin yfirlýsing engin fordæming frá Biskup þegar þjóðarmorð á sér stað á okkar tímum í beinni útsendingu og þar sem fleiri en 100 saklaus börn eru drepin á degi hverjum. Slík þögn íslensku kirkjunnar vekur óhjákvæmilega óþægilega tilfinningu sem erfitt er að horfa framhjá. Stuðningur í spámannlegum kristnum skilningi í anda Kairos Palestine er hins vegar starfræktur á Íslandi af almenningi, bæði mótmæli, skrif og neyðarsafnanir einstaklinga og einstaka hjálparsamtaka. Á vef Hjálparstofnun kirkjunnar er hægt að lesa að Alþjóðlegt hjálparstarf kirkja hafi sent frá sér alþjóðlega beiðni um aðstoð við þá sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. Hin íslenska Hjálparstofnun kirkjunnar bregst við með því að senda út valgreiðslu þar sem hluti söfnunarinnar fer til fátæks fólks á Íslandi og annað fer til Palestinu. Hugsanlega starfrækir íslenska kirkjan hljóðláta Kirkjulega Guðfræði á einhverju sviði svo lágstemmt að til hennar heyrist aðeins sem valgreiðsla í netbankanum. Hinsvegar bendir íþyngjandi þögn kirkjunnar helst til samþykki hennar við valdið og þá við utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem fjármagnar stríð ísraela á hendur palestínufólki. Íslensk kirkja rekur semsagt annað hvort eða hvorttveggja Ríkis Guðfræði eða Kirkju Guðfræði en allavega ekki Spámanns Guðfræði. Fyrir dyrum standa biskups kosningar. Að velja fulltrúa fyrir stofnun sem ætti að beita sér fyrir börnum í neyð hvaðan sem þau koma. Við eigum engan Desmond Tutu og kannski frekt að kalla eftir því en við getum átt hann til fyrirmyndar og krafist þess að verðandi biskup hafi styrk, þor og vilja til þess að berjast fyrir þeim sem hallar á og sinni Spámannlegri köllun sinni. Ef íslensk kirkja vill eiga erindi þá þarf hún að eflast, sýna kærleika og réttlæti í orði og verki og þora að takast á við stjórnmálaleg öfl. Sem framtíðar djákni skora ég á verðandi biskup að sýna spámannlega tilburði og tjá hug sinn til þjóðarmorðsins í Gaza og setja hlustir við Vonarópið í Kairos Palestine 2009: „Orð okkar er vonaróp, með kærleika, bæn og trú á Guð. Við beinum því fyrst og fremst til okkar sjálfra og síðan allra kirkna og kristinna manna í heiminum, biðjum þá um að standa gegn óréttlæti og aðskilnaðarstefnu, og hvetja þá til að vinna að réttlátum friði.“ Höfundur er djáknanemi.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar