„Þetta verður erfið vika“ Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. febrúar 2024 19:21 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri Almannavarna segir sviðsmyndina á Suðurnesjum svarta eins og staðan er núna. Heitavatnslaust er á öllum Suðurnesjum og hún segir ljóst að erfið vika blasi við. Heitavatnslaust hefur verið á Suðurnesjum síðan á fimmtudag. Neyðarstig Almannavarna hefur verið virkjað og fólk er hvatt til að halda notkun á rafmagni í lágmarki. Búist er við að heitt vatn komi aftur á eftir viku. Margrét Björk hitti Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra Almannavarna í Kvöldfréttum. „Já eins og kom fram í dag er maður alltaf að tala um þessar sviðsmyndir. Og hún er alveg svört akkúrat eins og staðan er núna. Þannig að við vinnum með hana. Og vinnum með þær upplýsingar sem við fáum, liggur við mínútu frá mínútu. Bæði hvernig viðgerðin gengur og svo hvernig framhaldið verður í kvöld. Skilur að fólk vilji flýja Rafmagn sló út í hluta Keflavíkur í gær um kvöldmatarleytið. Hjördís vonar að fólk átti sig á hverjar aðstæðurnar eru og passi sig á því að nota ekki mikið rafmagn. Borið hefur á því í dag að íbúar Suðurnesja yfirgefi heimili sín vegna ástandsins. Fólk auglýsi eftir sumarbústöðum og húsnæði til leigu. Mælst var til þess á fundinum í dag að fólk yrði heima hjá sér eins og unnt væri. „En við skiljum svo vel að aðstæður fólks eru alls konar. Þannig að fólk verður náttúrlega að meta þetta sjálft og fylgjast með hvernig staðan verður en við höfum fullan skilning á því að aðstæður hjá fólki eru mismunandi,“ segir Hjördís. Fjölmargir íbúar Suðurnesja eru af erlendum uppruna, hafið þið áhyggjur að því að mikilvæg skilaboð komist ekki til skila til þeirra? „Við höfum alltaf áhyggjur af því. Við reynum að gera eins hratt og við getum,“ segir Hjördís og vekur athygli á því að allar helstu upplýsingar um ástandið eru aðgengilegar á ensku og pólsku á vef Almannavarna. Hefur ástandið áhrif á skipulagningu aðgerða í Grindavík eða einbeita viðbragðsaðilar sér að ástandinu á Suðurnesjum núna? „Það er erfitt að segja, auðvitað er viðbragðið komið að ákveðnum þolmörkum. En ég held að við getum svarað þessu þannig að við reynum eins og við getum. Auðvitað er þetta mikið til sama fólkið sem er að vinna vinnuna. En við bara hvetjum fólk til að fylgjast vel með hvað verður en alla vega eins og í dag hófum við aftur þessar aðgerðir, að koma fólki heim til sín í Grindavík.“ Helstu skilaboð Hjördísar til íbúa eru að standa saman í því að halda rafmagninu gangandi. „Þetta verður erfið vika. Það er ekki spurning og það er þannig að þegar maður heyrir vika og maður ætlar að hafa kalt heima hjá sér og manni er kalt þá þarf maður einhvern veginn að finna einhverja leið til þess að komast í gegn um þetta saman. En á endanum tekst það.“ Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Heitavatnslaust hefur verið á Suðurnesjum síðan á fimmtudag. Neyðarstig Almannavarna hefur verið virkjað og fólk er hvatt til að halda notkun á rafmagni í lágmarki. Búist er við að heitt vatn komi aftur á eftir viku. Margrét Björk hitti Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra Almannavarna í Kvöldfréttum. „Já eins og kom fram í dag er maður alltaf að tala um þessar sviðsmyndir. Og hún er alveg svört akkúrat eins og staðan er núna. Þannig að við vinnum með hana. Og vinnum með þær upplýsingar sem við fáum, liggur við mínútu frá mínútu. Bæði hvernig viðgerðin gengur og svo hvernig framhaldið verður í kvöld. Skilur að fólk vilji flýja Rafmagn sló út í hluta Keflavíkur í gær um kvöldmatarleytið. Hjördís vonar að fólk átti sig á hverjar aðstæðurnar eru og passi sig á því að nota ekki mikið rafmagn. Borið hefur á því í dag að íbúar Suðurnesja yfirgefi heimili sín vegna ástandsins. Fólk auglýsi eftir sumarbústöðum og húsnæði til leigu. Mælst var til þess á fundinum í dag að fólk yrði heima hjá sér eins og unnt væri. „En við skiljum svo vel að aðstæður fólks eru alls konar. Þannig að fólk verður náttúrlega að meta þetta sjálft og fylgjast með hvernig staðan verður en við höfum fullan skilning á því að aðstæður hjá fólki eru mismunandi,“ segir Hjördís. Fjölmargir íbúar Suðurnesja eru af erlendum uppruna, hafið þið áhyggjur að því að mikilvæg skilaboð komist ekki til skila til þeirra? „Við höfum alltaf áhyggjur af því. Við reynum að gera eins hratt og við getum,“ segir Hjördís og vekur athygli á því að allar helstu upplýsingar um ástandið eru aðgengilegar á ensku og pólsku á vef Almannavarna. Hefur ástandið áhrif á skipulagningu aðgerða í Grindavík eða einbeita viðbragðsaðilar sér að ástandinu á Suðurnesjum núna? „Það er erfitt að segja, auðvitað er viðbragðið komið að ákveðnum þolmörkum. En ég held að við getum svarað þessu þannig að við reynum eins og við getum. Auðvitað er þetta mikið til sama fólkið sem er að vinna vinnuna. En við bara hvetjum fólk til að fylgjast vel með hvað verður en alla vega eins og í dag hófum við aftur þessar aðgerðir, að koma fólki heim til sín í Grindavík.“ Helstu skilaboð Hjördísar til íbúa eru að standa saman í því að halda rafmagninu gangandi. „Þetta verður erfið vika. Það er ekki spurning og það er þannig að þegar maður heyrir vika og maður ætlar að hafa kalt heima hjá sér og manni er kalt þá þarf maður einhvern veginn að finna einhverja leið til þess að komast í gegn um þetta saman. En á endanum tekst það.“
Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira