Vilji til þess að halda í háskóla í héraði í orði en ekki á borði? Logi Sigurðsson skrifar 9. febrúar 2024 14:32 Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar númer 657 þann 18. Janúar sl. var tekið fyrir mál er varðar uppbyggingu nemendagarða Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar var verið að sækjast eftir að sveitarfélagið komi með stofnframlag inn í fyrirhugaða uppbyggingu nýrra nemendagarða. Stofnframlög eru þannig uppbyggð að til þess að þessi leið til uppbyggingar verði farin þurfa bæði ríki og sveitarfélag að samþykkja. Framlag sveitarfélaga er þá 12% og framlag ríkisins 18 % en ríkið getur komið inn með 4% viðbótarframlag þar ofan á. Upphæðin sem sótt var um myndi þýða um 44 milljón króna framlag frá Borgarbyggð. Heimilt er að binda þessi framlög skilyrðum um að þau skuli endurgreidd þegar lánsfjármögnun hefur verið greidd upp. Sorglegt er frá því að segja að Borgarbyggð hafnaði þessu erindi og stoppaði þannig allt ferlið. Í rökstuðningi byggðarráðs kom fram að það fyrirkomulag sem lagt var upp með fæli í sér óásættanlega áhættu og þar vegi lang þyngst fjárhagsstaða Nemendagarða Búvísindadeildar LBHÍ. Í minnisblaði sem fylgdi rökstuðningi fyrir höfnun framlagsins kom fram að fasteignaskattur af byggingunni yrði um 1,3 milljónir króna á ári. Ef horft væri eingöngu til fasteignaskattsins og við gæfum okkur að hann héldist óbreyttur (sem verður að teljast ólíklegt allavega undir stjórn Framsóknarflokksins) tæki 34 ár að fá framlagið til baka. Í minnisblaðinu kemur hins vegar fram að bygging sem þessi hefði auðvitað víðtæk áhrif fjárhagslega fyrir sveitarfélagið vegna aukins útsvars og beinna áhrifa vegna framkvæmda. Samkvæmt minnisblaðinu væri búið að greiða framlagið til baka til sveitarfélagisins á aðeins 12 árum! Stækkun og uppbygging nemendagarða á Hvanneyri er ein af grunnforsendum þess að Landbúnaðarháskólinn geti vaxið. Sé horft til fjárfestingaráætlunar Borgarbyggðar til næstu ára er framlag sem þetta bara smápeningar í stóra samhenginu. Um þessar mundir erum við að horfa upp á að líkur séu á að Háskólinn á Bifröst hverfi jafnvel úr sveitarfélaginu. Í stað þess að hindra frekari uppbyggingu Landbúnaðarháskólans ætti Borgarbyggð að styðja við uppbyggingu skólans og leggja þannig sitt af mörkum til að halda skólanum áfram í héraði! Á tyllidögum talar pólitíkin fögrum orðum um skólann og vill halda honum í héraði – en eru það bara innantóm orð? Full ástæða er til þess að byggðaráð Borgarbyggðar endurskoði þessa ákvörðun! Höfundur er varamaður í sveitarstjórn fyrir A-lista Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar númer 657 þann 18. Janúar sl. var tekið fyrir mál er varðar uppbyggingu nemendagarða Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar var verið að sækjast eftir að sveitarfélagið komi með stofnframlag inn í fyrirhugaða uppbyggingu nýrra nemendagarða. Stofnframlög eru þannig uppbyggð að til þess að þessi leið til uppbyggingar verði farin þurfa bæði ríki og sveitarfélag að samþykkja. Framlag sveitarfélaga er þá 12% og framlag ríkisins 18 % en ríkið getur komið inn með 4% viðbótarframlag þar ofan á. Upphæðin sem sótt var um myndi þýða um 44 milljón króna framlag frá Borgarbyggð. Heimilt er að binda þessi framlög skilyrðum um að þau skuli endurgreidd þegar lánsfjármögnun hefur verið greidd upp. Sorglegt er frá því að segja að Borgarbyggð hafnaði þessu erindi og stoppaði þannig allt ferlið. Í rökstuðningi byggðarráðs kom fram að það fyrirkomulag sem lagt var upp með fæli í sér óásættanlega áhættu og þar vegi lang þyngst fjárhagsstaða Nemendagarða Búvísindadeildar LBHÍ. Í minnisblaði sem fylgdi rökstuðningi fyrir höfnun framlagsins kom fram að fasteignaskattur af byggingunni yrði um 1,3 milljónir króna á ári. Ef horft væri eingöngu til fasteignaskattsins og við gæfum okkur að hann héldist óbreyttur (sem verður að teljast ólíklegt allavega undir stjórn Framsóknarflokksins) tæki 34 ár að fá framlagið til baka. Í minnisblaðinu kemur hins vegar fram að bygging sem þessi hefði auðvitað víðtæk áhrif fjárhagslega fyrir sveitarfélagið vegna aukins útsvars og beinna áhrifa vegna framkvæmda. Samkvæmt minnisblaðinu væri búið að greiða framlagið til baka til sveitarfélagisins á aðeins 12 árum! Stækkun og uppbygging nemendagarða á Hvanneyri er ein af grunnforsendum þess að Landbúnaðarháskólinn geti vaxið. Sé horft til fjárfestingaráætlunar Borgarbyggðar til næstu ára er framlag sem þetta bara smápeningar í stóra samhenginu. Um þessar mundir erum við að horfa upp á að líkur séu á að Háskólinn á Bifröst hverfi jafnvel úr sveitarfélaginu. Í stað þess að hindra frekari uppbyggingu Landbúnaðarháskólans ætti Borgarbyggð að styðja við uppbyggingu skólans og leggja þannig sitt af mörkum til að halda skólanum áfram í héraði! Á tyllidögum talar pólitíkin fögrum orðum um skólann og vill halda honum í héraði – en eru það bara innantóm orð? Full ástæða er til þess að byggðaráð Borgarbyggðar endurskoði þessa ákvörðun! Höfundur er varamaður í sveitarstjórn fyrir A-lista Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun