Efling komin að þolmörkum í viðræðum Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2024 10:08 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að Efling hafi komið til móts við SA og eigi nú heimtingu á að samningsvilji þeirra sé virtur. vísir/ívar fannar Efling segist hafa mátt mæta virðingarleysi gagnvart samningsrétti, hagsmunum og tilveru. Stéttarfélagið gerir engu að síður ráð fyrir því að hægt verði að ljúka samningsviðræðum á innan við viku en félagið komist ekki lengra. Þetta má lesa úr fremur torræðri tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsfólk Eflingar hafi ítrekað á umliðnum árum upplifað virðingarleysi gagnvart samningsrétti sínum, hagsmunum og tilveru. Ekkert ætti þó að vera því til fyrirstöðu að hægt verði að ljúka samningaviðræðunum á innan við viku, að mati samninganefndar og trúnaðarráðs. „Félagsfólk Eflingar hefur komið verulega til móts við Samtök atvinnulífsins og á heimtingu á því að samningsvilji þeirra sé endurgoldinn. Samninganefnd og trúnaðarráð treysta því jafnframt að ríkissáttasemjari geri sitt til að liðka fyrir viðræðum.“ Samningsnefnd SA. Í sérstakri tilkynningu frá Eflingu segir að þar á bæ sé búið að gefa allt eftir sem til er, lengra verði ekki komist og Eflingarfélagar séu þess albúnir að leggja í harðar aðgerðir.vísir/vilhelm Áðurnefnt virðingarleysi hefur, að sögn Eflingar, birst af hálfu viðsemjenda Eflingar, sem og af embætti ríkissáttasemjara. „Tími slíks virðingarleysis í garð verka- og láglaunafólks er liðinn, og félagsfólk Eflingar er tilbúið að beita sér af fullri hörku til að þeim sé sýnd eðlileg lágmarksvirðing.“ Ekki verður séð annað en Efling telji sig hafa gefið allt eftir sem hægt er og eru tilbúnir í aðgerðir ef kröfum þeirra verður ekki mætt. Samningaviðræður eru nú yfirstandandi milli breiðfylkingarinnar svonefndrar og Samtaka atvinnulífsins. En þar er tekist á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára. Framlag ríkisins ræður miklu um hvort samningar takist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var spurð út í gang samningaviðræðna að loknum fundi breiðfylkingarinnar svonefndu með helstu ráðherrum í gær. Þá svaraði hún því til að hún væri í fjölmiðlabanni. En það var fremur þungt yfir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, sem vildi ekki svara því hvort viðræðurnar við SA væru að ganga upp. „Við höldum bara fundarhöldum áfram á morgun. Það hlýtur að draga til tíðinda fljótlega,“ sagði formaður VR. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þetta má lesa úr fremur torræðri tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsfólk Eflingar hafi ítrekað á umliðnum árum upplifað virðingarleysi gagnvart samningsrétti sínum, hagsmunum og tilveru. Ekkert ætti þó að vera því til fyrirstöðu að hægt verði að ljúka samningaviðræðunum á innan við viku, að mati samninganefndar og trúnaðarráðs. „Félagsfólk Eflingar hefur komið verulega til móts við Samtök atvinnulífsins og á heimtingu á því að samningsvilji þeirra sé endurgoldinn. Samninganefnd og trúnaðarráð treysta því jafnframt að ríkissáttasemjari geri sitt til að liðka fyrir viðræðum.“ Samningsnefnd SA. Í sérstakri tilkynningu frá Eflingu segir að þar á bæ sé búið að gefa allt eftir sem til er, lengra verði ekki komist og Eflingarfélagar séu þess albúnir að leggja í harðar aðgerðir.vísir/vilhelm Áðurnefnt virðingarleysi hefur, að sögn Eflingar, birst af hálfu viðsemjenda Eflingar, sem og af embætti ríkissáttasemjara. „Tími slíks virðingarleysis í garð verka- og láglaunafólks er liðinn, og félagsfólk Eflingar er tilbúið að beita sér af fullri hörku til að þeim sé sýnd eðlileg lágmarksvirðing.“ Ekki verður séð annað en Efling telji sig hafa gefið allt eftir sem hægt er og eru tilbúnir í aðgerðir ef kröfum þeirra verður ekki mætt. Samningaviðræður eru nú yfirstandandi milli breiðfylkingarinnar svonefndrar og Samtaka atvinnulífsins. En þar er tekist á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára. Framlag ríkisins ræður miklu um hvort samningar takist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var spurð út í gang samningaviðræðna að loknum fundi breiðfylkingarinnar svonefndu með helstu ráðherrum í gær. Þá svaraði hún því til að hún væri í fjölmiðlabanni. En það var fremur þungt yfir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, sem vildi ekki svara því hvort viðræðurnar við SA væru að ganga upp. „Við höldum bara fundarhöldum áfram á morgun. Það hlýtur að draga til tíðinda fljótlega,“ sagði formaður VR.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21