Vignir verður með í formannsslagnum Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 10:02 Vignir Már Þormóðsson býður sig fram til formanns KSÍ. Aðsend Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. Vignir Már Þormóðsson, sem sat í aðalstjórn KSÍ í tólf ár, tilkynnti í dag um framboð sitt. Frestur til að tilkynna um framboð rennur út á morgun. Áður höfðu Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson tilkynnt um framboð og því ljóst að þrír karlmenn sækjast eftir því að taka við af Vöndu Sigurgeirsdóttur þegar hún hættir. Vignir sat í aðalstjórn KSÍ á árunum 2007-2019, og sat þar af leiðandi í stjórn fyrstu tvö ár Guðna sem formanns á sínum tíma. Þess má einnig til gamans geta að Vignir og Þorvaldur, sem fæddir eru 1967 og 1966, voru samherjar hjá KA á sínum tíma og spiluðu saman eina skráða leik Vignis í efstu deild, árið 1987. Áður en Vignir settist í stjórn KSÍ var hann formaður knattspyrnudeildar KA frá 2000-2007. Síðustu tíu ár hefur hann verið starfandi eftirlitsmaður knattspyrnuleikja á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Í fréttatilkynningu um framboð sitt segir Vignir: „Ég þekki knattspyrnuhreyfinguna og innviði hennar vel, bæði hér heima og á alþjóðavísu, enda hefur íþróttin átt hug minn og hjarta frá því ég var ungur drengur. KSÍ gegnir afar veigamiklu samfélagslegu hlutverki en starfsemi sambandsins er umfangsmikil og teygir anga sína um allt land. Hlutverk sambandsins er meðal annars að vera andlit knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á afrekssviði með landsliðum sínum, sem hafa verið stolt okkar allra og borið hróður landsins um víða veröld. Ekki síður gegnir KSÍ mikilvægu hlutverki í ræktun á veigamiklu uppeldis- og grasrótarstarfi inni í félögunum, sem er bæði ómetanlegt og viðurkennt. Formaður KSÍ á að sameina allt áhugafólk um íþróttina í eina breiðfylkingu – ég tel mig mjög hæfan í það hlutverk. Eftir að hafa velt stöðu mála gaumgæfilega fyrir mér síðustu vikur hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins,“ KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Omar út Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Sjá meira
Vignir Már Þormóðsson, sem sat í aðalstjórn KSÍ í tólf ár, tilkynnti í dag um framboð sitt. Frestur til að tilkynna um framboð rennur út á morgun. Áður höfðu Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson tilkynnt um framboð og því ljóst að þrír karlmenn sækjast eftir því að taka við af Vöndu Sigurgeirsdóttur þegar hún hættir. Vignir sat í aðalstjórn KSÍ á árunum 2007-2019, og sat þar af leiðandi í stjórn fyrstu tvö ár Guðna sem formanns á sínum tíma. Þess má einnig til gamans geta að Vignir og Þorvaldur, sem fæddir eru 1967 og 1966, voru samherjar hjá KA á sínum tíma og spiluðu saman eina skráða leik Vignis í efstu deild, árið 1987. Áður en Vignir settist í stjórn KSÍ var hann formaður knattspyrnudeildar KA frá 2000-2007. Síðustu tíu ár hefur hann verið starfandi eftirlitsmaður knattspyrnuleikja á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Í fréttatilkynningu um framboð sitt segir Vignir: „Ég þekki knattspyrnuhreyfinguna og innviði hennar vel, bæði hér heima og á alþjóðavísu, enda hefur íþróttin átt hug minn og hjarta frá því ég var ungur drengur. KSÍ gegnir afar veigamiklu samfélagslegu hlutverki en starfsemi sambandsins er umfangsmikil og teygir anga sína um allt land. Hlutverk sambandsins er meðal annars að vera andlit knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á afrekssviði með landsliðum sínum, sem hafa verið stolt okkar allra og borið hróður landsins um víða veröld. Ekki síður gegnir KSÍ mikilvægu hlutverki í ræktun á veigamiklu uppeldis- og grasrótarstarfi inni í félögunum, sem er bæði ómetanlegt og viðurkennt. Formaður KSÍ á að sameina allt áhugafólk um íþróttina í eina breiðfylkingu – ég tel mig mjög hæfan í það hlutverk. Eftir að hafa velt stöðu mála gaumgæfilega fyrir mér síðustu vikur hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins,“
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Omar út Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Sjá meira
Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40
Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Omar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Omar út Íslenski boltinn