Það er svokallað myndmælingateymi sem vann líkanið, sem byggir á myndefni sem var tekið úr flugvél og myndmælt í forritinu Agisoft Metashape.
Það voru Birgir V. Óskarsson og Sydney Gunarson sem tóku myndefnið og Guðmundur Valsson og Birgir V. Óskarsson sem gerðu sjálft þrívíddarlíkanið.
Líkanið, sem var unnið í samstarfi við Almannavarnir og Háskóla Ísland, sýnir gosstöðvarnar eins og þær voru klukkan 13:00 í dag, fimmtudag.
Samskonar líkön hafa verið gerð vegna fyrri gosa á Reykjanesskaga.