Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2024 18:21 Kristinn Harðarson segist bjartsýnn á að vinnan muni ganga hratt fyrir sig. Vísir/Einar Árni Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir stöðuna vera nokkuð góða og að undirbúningur fyrir þessa sviðsmynd hafi verið langt kominn. „Við höfum verið núna í margar vikur að leggja þarna hjáveitulögn sem varahitaveitulögn á þessum stað. Það var grafinn þarna djúpur skurður og við höfum verið að sjóða saman rör og setja í það lagnastæðu. Svo í morgun þegar þetta byrjaði vorum við langt komin með þessa lögn,“ segir Kristinn. Hann segist hafa gert fyrir því að hafa marga klukkutíma til verkefnisins en að sökum hraða hraunrennslisins hafi þurft að flýta vinnunni verulega. „Þetta gerðist mjög hratt en það tókst í raun og veru að fergja lögnina þannig við erum að vonast til þess að hún sé alveg heil þarna undir,“ segir Kristinn. Aðrar leiðir til skoðunar Kristinn segir vinnan akkúrat núna vera að smíða millitengingar til að hægt sé að tengja gömlu lögnina sem lá á yfirborðinu og vöðlaðist undir skriðþunga hraunsins. Það þurfi að tengja á tveimur stöðum, annars vegar Svartsengismegin og svo norðanmegin. „Við erum að vona að vera tilbúin með það í fyrramálið og vinna við það síðan á morgun. Ef okkar bjartsýnustu plön ganga eftir þá gætum við verið komin með heitt vatn aftur frá virkjuninni á morgun,“ segir Kristinn. Hann segir að aðrar hugsanlegar lagnaleiðir séu til skoðunar gangi áætlunin ekki eftir en að í augnablikinu bendi ekkert til þess að hún muni ekki ganga. „Við erum bjartsýn á að þetta verði niðurstaðan. En við erum að skoða einnig tvö önnur plön og tvær aðrar lagnir sem við gætum skoðað til tenginga en það tæki þá ögn lengri tíma en ég minntist á hérna áðan.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Hann segir stöðuna vera nokkuð góða og að undirbúningur fyrir þessa sviðsmynd hafi verið langt kominn. „Við höfum verið núna í margar vikur að leggja þarna hjáveitulögn sem varahitaveitulögn á þessum stað. Það var grafinn þarna djúpur skurður og við höfum verið að sjóða saman rör og setja í það lagnastæðu. Svo í morgun þegar þetta byrjaði vorum við langt komin með þessa lögn,“ segir Kristinn. Hann segist hafa gert fyrir því að hafa marga klukkutíma til verkefnisins en að sökum hraða hraunrennslisins hafi þurft að flýta vinnunni verulega. „Þetta gerðist mjög hratt en það tókst í raun og veru að fergja lögnina þannig við erum að vonast til þess að hún sé alveg heil þarna undir,“ segir Kristinn. Aðrar leiðir til skoðunar Kristinn segir vinnan akkúrat núna vera að smíða millitengingar til að hægt sé að tengja gömlu lögnina sem lá á yfirborðinu og vöðlaðist undir skriðþunga hraunsins. Það þurfi að tengja á tveimur stöðum, annars vegar Svartsengismegin og svo norðanmegin. „Við erum að vona að vera tilbúin með það í fyrramálið og vinna við það síðan á morgun. Ef okkar bjartsýnustu plön ganga eftir þá gætum við verið komin með heitt vatn aftur frá virkjuninni á morgun,“ segir Kristinn. Hann segir að aðrar hugsanlegar lagnaleiðir séu til skoðunar gangi áætlunin ekki eftir en að í augnablikinu bendi ekkert til þess að hún muni ekki ganga. „Við erum bjartsýn á að þetta verði niðurstaðan. En við erum að skoða einnig tvö önnur plön og tvær aðrar lagnir sem við gætum skoðað til tenginga en það tæki þá ögn lengri tíma en ég minntist á hérna áðan.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira