Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2024 18:21 Kristinn Harðarson segist bjartsýnn á að vinnan muni ganga hratt fyrir sig. Vísir/Einar Árni Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir stöðuna vera nokkuð góða og að undirbúningur fyrir þessa sviðsmynd hafi verið langt kominn. „Við höfum verið núna í margar vikur að leggja þarna hjáveitulögn sem varahitaveitulögn á þessum stað. Það var grafinn þarna djúpur skurður og við höfum verið að sjóða saman rör og setja í það lagnastæðu. Svo í morgun þegar þetta byrjaði vorum við langt komin með þessa lögn,“ segir Kristinn. Hann segist hafa gert fyrir því að hafa marga klukkutíma til verkefnisins en að sökum hraða hraunrennslisins hafi þurft að flýta vinnunni verulega. „Þetta gerðist mjög hratt en það tókst í raun og veru að fergja lögnina þannig við erum að vonast til þess að hún sé alveg heil þarna undir,“ segir Kristinn. Aðrar leiðir til skoðunar Kristinn segir vinnan akkúrat núna vera að smíða millitengingar til að hægt sé að tengja gömlu lögnina sem lá á yfirborðinu og vöðlaðist undir skriðþunga hraunsins. Það þurfi að tengja á tveimur stöðum, annars vegar Svartsengismegin og svo norðanmegin. „Við erum að vona að vera tilbúin með það í fyrramálið og vinna við það síðan á morgun. Ef okkar bjartsýnustu plön ganga eftir þá gætum við verið komin með heitt vatn aftur frá virkjuninni á morgun,“ segir Kristinn. Hann segir að aðrar hugsanlegar lagnaleiðir séu til skoðunar gangi áætlunin ekki eftir en að í augnablikinu bendi ekkert til þess að hún muni ekki ganga. „Við erum bjartsýn á að þetta verði niðurstaðan. En við erum að skoða einnig tvö önnur plön og tvær aðrar lagnir sem við gætum skoðað til tenginga en það tæki þá ögn lengri tíma en ég minntist á hérna áðan.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Hann segir stöðuna vera nokkuð góða og að undirbúningur fyrir þessa sviðsmynd hafi verið langt kominn. „Við höfum verið núna í margar vikur að leggja þarna hjáveitulögn sem varahitaveitulögn á þessum stað. Það var grafinn þarna djúpur skurður og við höfum verið að sjóða saman rör og setja í það lagnastæðu. Svo í morgun þegar þetta byrjaði vorum við langt komin með þessa lögn,“ segir Kristinn. Hann segist hafa gert fyrir því að hafa marga klukkutíma til verkefnisins en að sökum hraða hraunrennslisins hafi þurft að flýta vinnunni verulega. „Þetta gerðist mjög hratt en það tókst í raun og veru að fergja lögnina þannig við erum að vonast til þess að hún sé alveg heil þarna undir,“ segir Kristinn. Aðrar leiðir til skoðunar Kristinn segir vinnan akkúrat núna vera að smíða millitengingar til að hægt sé að tengja gömlu lögnina sem lá á yfirborðinu og vöðlaðist undir skriðþunga hraunsins. Það þurfi að tengja á tveimur stöðum, annars vegar Svartsengismegin og svo norðanmegin. „Við erum að vona að vera tilbúin með það í fyrramálið og vinna við það síðan á morgun. Ef okkar bjartsýnustu plön ganga eftir þá gætum við verið komin með heitt vatn aftur frá virkjuninni á morgun,“ segir Kristinn. Hann segir að aðrar hugsanlegar lagnaleiðir séu til skoðunar gangi áætlunin ekki eftir en að í augnablikinu bendi ekkert til þess að hún muni ekki ganga. „Við erum bjartsýn á að þetta verði niðurstaðan. En við erum að skoða einnig tvö önnur plön og tvær aðrar lagnir sem við gætum skoðað til tenginga en það tæki þá ögn lengri tíma en ég minntist á hérna áðan.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent