Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 84-92 | Sjöundi sigur Grindvíkinga í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2024 21:42 Dedrick Basile skoraði 27 stig fyrir Grindavík. vísir / pawel Grindavík vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-92. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og var jafnt á öllum tölum frá fyrstu mínútu. Alls skiptust liðin átta sinnum á að hafa forystuna í fyrsta leikhluta, en góður sprettur Þórsara á seinustu mínútunni sá til þess að þeir leiddu að honum loknum, 22-18. Áfram var stál í stál í öðrum leikhluta, en í þetta sinn skiptust liðin aldrei á forystunni. Grindvíkingar skoruðu fyrstu fjögur stig leikhlutans og jöfnuðu metin, en Þórsarar höfðu yfirhöndina fram að hálfleikshléi. Heimamenn náðu mest sjö stiga forskoti, en þriggja stiga flautukarfa Daniels Mortensen fyrir Grindvíkinga varð til þess að munurinn var aðeins þrjú stig þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 43-40. Í síðari hálfleik virtist ekkert lát ætla að verða á jafnræði liðanna og áfram héldu þau að skiptast á að vera með forystuna. Heimamenn virtust þó áfram vera skrefinu framar og leiddu með fimm stigum þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta. Gestirnir frá Grindavík skoruðu hins vegar síðustu fimm stig leikhlutans og því var allt jafnt fyrir seinustu tíu mínútur leiksins. Grindvíkingar settu tóninn snemma í fjórða leikhluta og náðu forystunni á upphafsmínútunum. Í þetta sinn skiptust liðin aldrei aftur á því að hafa forystuna og eftir að hafa mest náð ellefu stiga forskoti sigldu gestirnir átta stiga sigri heim, lokatölur 84-92. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar, með Dedrick Basile fremstan meðal jafningja, kveiktu á sér á hárréttum tíma og drápu leikinn nokkuð snemma í fjórða leikhluta. Þórsarar gerðu hvað þeir gátu til að brúa bilið, en allt kom fyrir ekki og gestirnir taka stigin tvö með sér heim. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile vaknaði heldur betur til lífsins í fjórða leikhluta og dró vagninn fyrir gestina. Hann endaði með 27 stig og 12 fráköst fyrir þá gulklæddu og átti stóran þátt í sigri þeirra. Þá átti Daniel Mortensen einnig góðan leik fyrir Grindvíkinga gegn sínum gömlu félögum og skoraði 24 stig fyrir liðið. Í liði heimamanna var Tómas Valur Þrastarson atkvæðamestur með 22 stig. Hvað gerist næst? Bæði lið leika útileik að viku liðinni þegar Grindvíkingar heimsækja Hamar og Þórsarar fara í Smárann og leika gegn Breiðabliki. Lárus: Gáfum þeim 20 stig eftir tapaða bolta Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnum.Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, var nokkuð hreinskilinn að leik loknum. „Þeir voru bara betri en við í seinni hálfleik fannst mér og stjórnuðu leiknum aðeins,“ sagði Lárus í leikslok. „Mér fannst við vera aðeins hikandi í seinni hálfleik, sem leiddi til þess að við vorum með klaufalega tapaða bolta. Þeir eru að skora í kringum 20 stig eftir tapaða bolta hjá okkur. Okkur gekk alveg vel að halda þeim í skefjum á hálfum velli, en við gáfum þeim bara þessi 20 stig eftir tapaða bolta og mér fannst leikurinn liggja þannig. Svo hittum við bara frekar illa úr opnum skotum og vorum með lága prósentu úr þriggja stiga. þess vegna kannski þrengdist þetta aðeins hjá okkur.“ Þrátt fyrir tapið voru Þórsarar í hörkuleik lengst af og lengi vel voru þeir með forystuna, þrátt fyrir að hún hafi aldrei orðið meiri en sjö stig. „Þeir eru náttúrulega bara með gott lið og við lentum aðeins í því að vera að elta þarna í fjórða leikhluta þar sem við misstum þá aðeins frá okkur. Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur fannst mér.“ „Við vorum að fá skot en hittum þeim ekki og erum einhvernveginn að kasta boltanum frá okkur. Við gripum ekki gæsina þegar hún gafst fannst mér. Þá bara gott á okkur því við erum að spila á móti mjög góðu liði. Við skulum ekki gleyma því.“ „Þeir voru bara góðir að klára þetta og [Dedrick] Basile steig upp á smá kafla í fjórða leikhluta. Svo var smá rothögg þegar [DeAndre] Kane setur þristinn, en þeir voru samt eiginlega komnir með leikinn þá. Það hefði mögulega gefið okkur möguleika á að koma til baka ef hann hefði ekki hitt því skoti.“ Þórsarar hafa nú tapað þremur af seinustu sex deildarleikjum sínum og eru farnir úr toppbaráttu við Val og komnir í baráttu um heimaleikjarétt við Suðurnesjaliðin þrjú. Lárus segir sína menn þó ekki vera farna að hafa áhyggjur. „Við erum ekkert farnir að skjálfa á beinunum. Það er bara að halda áfram og bara næsti leikur á móti Breiðablik. Við þurfum bara að sækja sigur þar og það þýðir ekkert að skjálfa á beinunum,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík
Grindavík vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-92. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og var jafnt á öllum tölum frá fyrstu mínútu. Alls skiptust liðin átta sinnum á að hafa forystuna í fyrsta leikhluta, en góður sprettur Þórsara á seinustu mínútunni sá til þess að þeir leiddu að honum loknum, 22-18. Áfram var stál í stál í öðrum leikhluta, en í þetta sinn skiptust liðin aldrei á forystunni. Grindvíkingar skoruðu fyrstu fjögur stig leikhlutans og jöfnuðu metin, en Þórsarar höfðu yfirhöndina fram að hálfleikshléi. Heimamenn náðu mest sjö stiga forskoti, en þriggja stiga flautukarfa Daniels Mortensen fyrir Grindvíkinga varð til þess að munurinn var aðeins þrjú stig þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 43-40. Í síðari hálfleik virtist ekkert lát ætla að verða á jafnræði liðanna og áfram héldu þau að skiptast á að vera með forystuna. Heimamenn virtust þó áfram vera skrefinu framar og leiddu með fimm stigum þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta. Gestirnir frá Grindavík skoruðu hins vegar síðustu fimm stig leikhlutans og því var allt jafnt fyrir seinustu tíu mínútur leiksins. Grindvíkingar settu tóninn snemma í fjórða leikhluta og náðu forystunni á upphafsmínútunum. Í þetta sinn skiptust liðin aldrei aftur á því að hafa forystuna og eftir að hafa mest náð ellefu stiga forskoti sigldu gestirnir átta stiga sigri heim, lokatölur 84-92. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar, með Dedrick Basile fremstan meðal jafningja, kveiktu á sér á hárréttum tíma og drápu leikinn nokkuð snemma í fjórða leikhluta. Þórsarar gerðu hvað þeir gátu til að brúa bilið, en allt kom fyrir ekki og gestirnir taka stigin tvö með sér heim. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile vaknaði heldur betur til lífsins í fjórða leikhluta og dró vagninn fyrir gestina. Hann endaði með 27 stig og 12 fráköst fyrir þá gulklæddu og átti stóran þátt í sigri þeirra. Þá átti Daniel Mortensen einnig góðan leik fyrir Grindvíkinga gegn sínum gömlu félögum og skoraði 24 stig fyrir liðið. Í liði heimamanna var Tómas Valur Þrastarson atkvæðamestur með 22 stig. Hvað gerist næst? Bæði lið leika útileik að viku liðinni þegar Grindvíkingar heimsækja Hamar og Þórsarar fara í Smárann og leika gegn Breiðabliki. Lárus: Gáfum þeim 20 stig eftir tapaða bolta Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnum.Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, var nokkuð hreinskilinn að leik loknum. „Þeir voru bara betri en við í seinni hálfleik fannst mér og stjórnuðu leiknum aðeins,“ sagði Lárus í leikslok. „Mér fannst við vera aðeins hikandi í seinni hálfleik, sem leiddi til þess að við vorum með klaufalega tapaða bolta. Þeir eru að skora í kringum 20 stig eftir tapaða bolta hjá okkur. Okkur gekk alveg vel að halda þeim í skefjum á hálfum velli, en við gáfum þeim bara þessi 20 stig eftir tapaða bolta og mér fannst leikurinn liggja þannig. Svo hittum við bara frekar illa úr opnum skotum og vorum með lága prósentu úr þriggja stiga. þess vegna kannski þrengdist þetta aðeins hjá okkur.“ Þrátt fyrir tapið voru Þórsarar í hörkuleik lengst af og lengi vel voru þeir með forystuna, þrátt fyrir að hún hafi aldrei orðið meiri en sjö stig. „Þeir eru náttúrulega bara með gott lið og við lentum aðeins í því að vera að elta þarna í fjórða leikhluta þar sem við misstum þá aðeins frá okkur. Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur fannst mér.“ „Við vorum að fá skot en hittum þeim ekki og erum einhvernveginn að kasta boltanum frá okkur. Við gripum ekki gæsina þegar hún gafst fannst mér. Þá bara gott á okkur því við erum að spila á móti mjög góðu liði. Við skulum ekki gleyma því.“ „Þeir voru bara góðir að klára þetta og [Dedrick] Basile steig upp á smá kafla í fjórða leikhluta. Svo var smá rothögg þegar [DeAndre] Kane setur þristinn, en þeir voru samt eiginlega komnir með leikinn þá. Það hefði mögulega gefið okkur möguleika á að koma til baka ef hann hefði ekki hitt því skoti.“ Þórsarar hafa nú tapað þremur af seinustu sex deildarleikjum sínum og eru farnir úr toppbaráttu við Val og komnir í baráttu um heimaleikjarétt við Suðurnesjaliðin þrjú. Lárus segir sína menn þó ekki vera farna að hafa áhyggjur. „Við erum ekkert farnir að skjálfa á beinunum. Það er bara að halda áfram og bara næsti leikur á móti Breiðablik. Við þurfum bara að sækja sigur þar og það þýðir ekkert að skjálfa á beinunum,“ sagði Lárus að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum