Kafa ofan í „stóra bílastæðamálið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2024 14:03 Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og mæðgurnar Elísabet Ýr Sveinsdóttir og Anna Ringsted. Vísir/Einar/Sigurjón Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir borgarstjórn hafa ákveðið að leggjast heildstætt yfir verklag við útgáfu sekta vegna stöðubrota í Reykjavík. Nýlega var kona sektuð fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. Um síðustu helgi var rætt við Önnu Ringsted, íbúa við Frakkastíg í Reykjavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar ræddi hún um sekt sem hún hafði fengið fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. Hún og dóttir hennar mótmæltu sektinni en fengu höfnun. Þær mæður fengu aftur á móti afsökunarbeiðni frá borginni og sektina endurgreidda á þriðjudag, þremur dögum eftir að fréttin var birt. Borgin viðurkenndi þar að stöðumælavörður hafi gert mistök þegar hann sektaði Önnu. Þá hafi Bílastæðasjóður ekki átt að hafna beiðni mæðgnanna um endurgreiðslu þegar þær mótmæltu sektinni. Sjá einnig: Fengu afsökunarbeiðni og sektin verður endurgreidd Kafa ofan í málið Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, segir nú í færslu á Facebook að borgin ætli að skoða það sem hún kallar „stóra bílastæðamálið“ og verklag í kringum álagningu gjalda vegna stöðubrota. „Undanfarið hefur verið töluverð umræða um breytt verklag við eftirlit með bílastæðum á einkalóðum, sér í lagi í miðborg og vesturbæ. Þetta breytta verklag kom aftan að mörgum og að mínu mati hefði upplýsingagjöf þurft að vera mun betri sem og fyrirvarinn meiri, í anda þjónustustefnu borgarinnar,“ segir í færslu Dóru. „Sömuleiðis hafa komið upp tilfelli þar sem sektun hefur orðið fyrir mistök eins og við Frakkastíginn eins og frægt er orðið. Mér þótti það mál ansi sérstakt og fannst full ástæða til að það yrði skoðað betur sem og var gert, sem endaði með því að sektin var endurgreidd og gleðst ég yfir því að hið rétta hafi náð fram að ganga.“ Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Skipa starfshóp Hún bendir á tillögu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði í gær en þar segir að stofnaður verði starfshópur sem vinni drög að verklagsreglum um framkvæmd álagningu gjalda vegna stöðubrota í Reykjavík með áherslu á fræðslu, upplýsingagjöf og góða þjónustu við íbúa. „Við erum auðmjúk gagnvart þeim tækifærum sem reglulega koma upp í fjölbreyttum verkefnum borgarinnar til að bæta verklag, herða skrúfur og taka til í ferlunum okkar og við brettum viljug upp ermar þar sem þarf. Líkt og nú,“ segir Dóra að lokum. Píratar Samgöngur Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Um síðustu helgi var rætt við Önnu Ringsted, íbúa við Frakkastíg í Reykjavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar ræddi hún um sekt sem hún hafði fengið fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. Hún og dóttir hennar mótmæltu sektinni en fengu höfnun. Þær mæður fengu aftur á móti afsökunarbeiðni frá borginni og sektina endurgreidda á þriðjudag, þremur dögum eftir að fréttin var birt. Borgin viðurkenndi þar að stöðumælavörður hafi gert mistök þegar hann sektaði Önnu. Þá hafi Bílastæðasjóður ekki átt að hafna beiðni mæðgnanna um endurgreiðslu þegar þær mótmæltu sektinni. Sjá einnig: Fengu afsökunarbeiðni og sektin verður endurgreidd Kafa ofan í málið Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, segir nú í færslu á Facebook að borgin ætli að skoða það sem hún kallar „stóra bílastæðamálið“ og verklag í kringum álagningu gjalda vegna stöðubrota. „Undanfarið hefur verið töluverð umræða um breytt verklag við eftirlit með bílastæðum á einkalóðum, sér í lagi í miðborg og vesturbæ. Þetta breytta verklag kom aftan að mörgum og að mínu mati hefði upplýsingagjöf þurft að vera mun betri sem og fyrirvarinn meiri, í anda þjónustustefnu borgarinnar,“ segir í færslu Dóru. „Sömuleiðis hafa komið upp tilfelli þar sem sektun hefur orðið fyrir mistök eins og við Frakkastíginn eins og frægt er orðið. Mér þótti það mál ansi sérstakt og fannst full ástæða til að það yrði skoðað betur sem og var gert, sem endaði með því að sektin var endurgreidd og gleðst ég yfir því að hið rétta hafi náð fram að ganga.“ Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Skipa starfshóp Hún bendir á tillögu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði í gær en þar segir að stofnaður verði starfshópur sem vinni drög að verklagsreglum um framkvæmd álagningu gjalda vegna stöðubrota í Reykjavík með áherslu á fræðslu, upplýsingagjöf og góða þjónustu við íbúa. „Við erum auðmjúk gagnvart þeim tækifærum sem reglulega koma upp í fjölbreyttum verkefnum borgarinnar til að bæta verklag, herða skrúfur og taka til í ferlunum okkar og við brettum viljug upp ermar þar sem þarf. Líkt og nú,“ segir Dóra að lokum.
Píratar Samgöngur Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira