„Í rauninni það versta sem gat gerst“ Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2024 12:35 Kjartan Már Kjartansson, bæjarsstjóri Reykjanesbæjar, er nú staddur á Ítalíu en er væntanlegur til landsins seinnipart laugardags. Hann segir íbúa nú verða að búa sig undir kaldari hús en þeir eiga að venjast. Vísir/Egill Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar er staddur á Ítalíu og fylgdist með aukafréttatíma Stöðvar 2, sér til mikillar hrellingar. Glóandi hraunið var að fara yfir heitavatnslögnina, sem skaffar Keflvíkingum og öðrum sem búa í Reykjanesbæ fyrir heitu vatni. „Lögnin er farin í sundur. Það kom fram í tali viðmælanda. Við erum að loka sundlaugum og meta ástand í skólum,“ segir Kjartan Már sem er í stöðugu sambandi við aðgerðarstjórn. Áhorfendur Stöðvar 2 sáu í beinni útsendingu þegar miklir bólstrar urðu við það að hrauni náði stóru heitavatnslögninni fyrir Suðurnesin. „Þetta er ekki gott. Reyndar mjög vont og í rauninni það versta sem gat gerst. Það er ljóst að það verður mikil skerðing á heitu vatni, meðan verið er að tengja lögn neðanjarðar,“ segir Kjartan Már. Bæjarstjórinn segir bæjarfélagið búa að einhverjum varatönkum með heitu vatni en fyrirliggjandi sé að íbúar verði að búa sig undir það að vera í húsum sem eru ekki eins heit og alla jafna. Spara rafmagn og heitt vatn Kjartan Már er væntanlegur til landsins síðdegis á laugardaginn. Hann segir þetta skelfilega viðburði en hann geri engin kraftaverk, ekki einn, og ekki á Ítalíu. „Það er fullt af fólki að vinna í málinu. Ég er í sambandi við aðgerðarstjórn og svo fylgist maður með hér. Og treystir á sérfræðingana sem eru að vinna að málum.“ Í tilkynningu frá almannavörnum er biðlað til íbúa á Suðurnesjum að spara allt rafmagn og heitt vatn. Mikilvægt sé að allir leggist á eitt. Slökkva þarf á öllu óþarfa rafmagni, skrúfa fyrir alla heita potta og loka gluggum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fréttum. Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir vegna rofs á heitavatnslögn Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. 8. febrúar 2024 13:16 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Glóandi hraunið var að fara yfir heitavatnslögnina, sem skaffar Keflvíkingum og öðrum sem búa í Reykjanesbæ fyrir heitu vatni. „Lögnin er farin í sundur. Það kom fram í tali viðmælanda. Við erum að loka sundlaugum og meta ástand í skólum,“ segir Kjartan Már sem er í stöðugu sambandi við aðgerðarstjórn. Áhorfendur Stöðvar 2 sáu í beinni útsendingu þegar miklir bólstrar urðu við það að hrauni náði stóru heitavatnslögninni fyrir Suðurnesin. „Þetta er ekki gott. Reyndar mjög vont og í rauninni það versta sem gat gerst. Það er ljóst að það verður mikil skerðing á heitu vatni, meðan verið er að tengja lögn neðanjarðar,“ segir Kjartan Már. Bæjarstjórinn segir bæjarfélagið búa að einhverjum varatönkum með heitu vatni en fyrirliggjandi sé að íbúar verði að búa sig undir það að vera í húsum sem eru ekki eins heit og alla jafna. Spara rafmagn og heitt vatn Kjartan Már er væntanlegur til landsins síðdegis á laugardaginn. Hann segir þetta skelfilega viðburði en hann geri engin kraftaverk, ekki einn, og ekki á Ítalíu. „Það er fullt af fólki að vinna í málinu. Ég er í sambandi við aðgerðarstjórn og svo fylgist maður með hér. Og treystir á sérfræðingana sem eru að vinna að málum.“ Í tilkynningu frá almannavörnum er biðlað til íbúa á Suðurnesjum að spara allt rafmagn og heitt vatn. Mikilvægt sé að allir leggist á eitt. Slökkva þarf á öllu óþarfa rafmagni, skrúfa fyrir alla heita potta og loka gluggum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fréttum.
Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir vegna rofs á heitavatnslögn Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. 8. febrúar 2024 13:16 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Neyðarstigi lýst yfir vegna rofs á heitavatnslögn Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. 8. febrúar 2024 13:16