Viðbragðslúðrar ómuðu við Svartsengi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:49 Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir eldgosið hafa hafist á einum af þeim stöðum sem taldir voru líklegastir til að vera upptakastaður eldgoss. Vísir/Vilhelm „Við vitum að eldgosið hófst þarna um sex leytið og við vitum að það er á svipuðum stað og eldgosið sem hófst 18. desember og við vitum að þetta er alveg bara, við þekkjum þetta,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Er þetta mikið gos? „Já, þetta er ágætis gos. Þyrlan var að fara í loftið í þessum töluðu orðum og þegar við fáum augu úr henni fáum við betri upplýsingar en þetta með lýsingarorðið mikið er erfitt að segja til um áður en við fáum nákvæmar upplýsingar frá vísindafólki sem er komið í þyrluna.“ Hún segir einar af mikilvægustu upplýsingunum koma frá vísindafólkinu í þyrlunni. Vefmyndavélarnar gefi miklar og ótrúlegar upplýsingar en mikilvægt sé að fá upplýsingar um hraunflæðið, sérstaklega hvort það stefni í átt til Grindavíkur eða Svartsengis, þar sem finna má mikilvæga innviði fyrir allt Reykjanesið. „Þetta er á sprungunni sem við þekkjum þarna til. Þetta er ágætis lengd á þessu en ég er bara með augun á skjánum. Þetta er á mjög svipuðum stað og hraunið byrjað að flæða. Eins og við þekkjum af þessum hraunflæðilíkönum sem notast er við koma þau sér mjög vel núna til að spá fyrir um hvert þetta flæðir.“ Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu klukkan 5:40 í morgun og rýmingaráætlun fór í gang. Hjördís segir rýmingar hafa gengið vel. „Þetta voru þessir hótelgestir við Svartsengi, sem um ræðir. Það var enginn í Grindavík en auðvitað vorum við með viðbragðsaðila við lokunarpósta og annað. Það eru þessir mælar allir, sem búið er að koma upp, sem skipta auðvitað sköpum fyrir okkur öll til að geta gefið fólki þennan tíma,“ segir Hjördís. „Viðvörunarbjöllurnar og lúðrarnir, sem búið er að setja upp og var verið að prófa í fyrradag, voru ræstir. Það hefur örugglega verið skrítin tilfinning fyrir fólk svona um fimmtugt að heyra í þeim. Það er hljóð sem við þekkjum í gamla daga. Þeir voru ræstir við Bláa lónið en það var eftir að við vissum hvað var í gangi, þannig að það var bara eitt af tækjunum sem við höfum til að láta fólk vita.“ Hún segir gosið hafa komið upp á einum af þeim stöðum sem talinn var einna líklegastur til að vera upptakastaður eldgoss. Hafa verði í huga að erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um slíkt. „Nákvæma staðsetningu getur enginn vitað en þetta er á einum af þessum líklegustu stöðum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bláa lónið Bítið Tengdar fréttir Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14 Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42 Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Er þetta mikið gos? „Já, þetta er ágætis gos. Þyrlan var að fara í loftið í þessum töluðu orðum og þegar við fáum augu úr henni fáum við betri upplýsingar en þetta með lýsingarorðið mikið er erfitt að segja til um áður en við fáum nákvæmar upplýsingar frá vísindafólki sem er komið í þyrluna.“ Hún segir einar af mikilvægustu upplýsingunum koma frá vísindafólkinu í þyrlunni. Vefmyndavélarnar gefi miklar og ótrúlegar upplýsingar en mikilvægt sé að fá upplýsingar um hraunflæðið, sérstaklega hvort það stefni í átt til Grindavíkur eða Svartsengis, þar sem finna má mikilvæga innviði fyrir allt Reykjanesið. „Þetta er á sprungunni sem við þekkjum þarna til. Þetta er ágætis lengd á þessu en ég er bara með augun á skjánum. Þetta er á mjög svipuðum stað og hraunið byrjað að flæða. Eins og við þekkjum af þessum hraunflæðilíkönum sem notast er við koma þau sér mjög vel núna til að spá fyrir um hvert þetta flæðir.“ Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu klukkan 5:40 í morgun og rýmingaráætlun fór í gang. Hjördís segir rýmingar hafa gengið vel. „Þetta voru þessir hótelgestir við Svartsengi, sem um ræðir. Það var enginn í Grindavík en auðvitað vorum við með viðbragðsaðila við lokunarpósta og annað. Það eru þessir mælar allir, sem búið er að koma upp, sem skipta auðvitað sköpum fyrir okkur öll til að geta gefið fólki þennan tíma,“ segir Hjördís. „Viðvörunarbjöllurnar og lúðrarnir, sem búið er að setja upp og var verið að prófa í fyrradag, voru ræstir. Það hefur örugglega verið skrítin tilfinning fyrir fólk svona um fimmtugt að heyra í þeim. Það er hljóð sem við þekkjum í gamla daga. Þeir voru ræstir við Bláa lónið en það var eftir að við vissum hvað var í gangi, þannig að það var bara eitt af tækjunum sem við höfum til að láta fólk vita.“ Hún segir gosið hafa komið upp á einum af þeim stöðum sem talinn var einna líklegastur til að vera upptakastaður eldgoss. Hafa verði í huga að erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um slíkt. „Nákvæma staðsetningu getur enginn vitað en þetta er á einum af þessum líklegustu stöðum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bláa lónið Bítið Tengdar fréttir Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14 Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42 Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14
Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42
Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11