Viðbragðslúðrar ómuðu við Svartsengi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:49 Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir eldgosið hafa hafist á einum af þeim stöðum sem taldir voru líklegastir til að vera upptakastaður eldgoss. Vísir/Vilhelm „Við vitum að eldgosið hófst þarna um sex leytið og við vitum að það er á svipuðum stað og eldgosið sem hófst 18. desember og við vitum að þetta er alveg bara, við þekkjum þetta,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Er þetta mikið gos? „Já, þetta er ágætis gos. Þyrlan var að fara í loftið í þessum töluðu orðum og þegar við fáum augu úr henni fáum við betri upplýsingar en þetta með lýsingarorðið mikið er erfitt að segja til um áður en við fáum nákvæmar upplýsingar frá vísindafólki sem er komið í þyrluna.“ Hún segir einar af mikilvægustu upplýsingunum koma frá vísindafólkinu í þyrlunni. Vefmyndavélarnar gefi miklar og ótrúlegar upplýsingar en mikilvægt sé að fá upplýsingar um hraunflæðið, sérstaklega hvort það stefni í átt til Grindavíkur eða Svartsengis, þar sem finna má mikilvæga innviði fyrir allt Reykjanesið. „Þetta er á sprungunni sem við þekkjum þarna til. Þetta er ágætis lengd á þessu en ég er bara með augun á skjánum. Þetta er á mjög svipuðum stað og hraunið byrjað að flæða. Eins og við þekkjum af þessum hraunflæðilíkönum sem notast er við koma þau sér mjög vel núna til að spá fyrir um hvert þetta flæðir.“ Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu klukkan 5:40 í morgun og rýmingaráætlun fór í gang. Hjördís segir rýmingar hafa gengið vel. „Þetta voru þessir hótelgestir við Svartsengi, sem um ræðir. Það var enginn í Grindavík en auðvitað vorum við með viðbragðsaðila við lokunarpósta og annað. Það eru þessir mælar allir, sem búið er að koma upp, sem skipta auðvitað sköpum fyrir okkur öll til að geta gefið fólki þennan tíma,“ segir Hjördís. „Viðvörunarbjöllurnar og lúðrarnir, sem búið er að setja upp og var verið að prófa í fyrradag, voru ræstir. Það hefur örugglega verið skrítin tilfinning fyrir fólk svona um fimmtugt að heyra í þeim. Það er hljóð sem við þekkjum í gamla daga. Þeir voru ræstir við Bláa lónið en það var eftir að við vissum hvað var í gangi, þannig að það var bara eitt af tækjunum sem við höfum til að láta fólk vita.“ Hún segir gosið hafa komið upp á einum af þeim stöðum sem talinn var einna líklegastur til að vera upptakastaður eldgoss. Hafa verði í huga að erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um slíkt. „Nákvæma staðsetningu getur enginn vitað en þetta er á einum af þessum líklegustu stöðum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bláa lónið Bítið Tengdar fréttir Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14 Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42 Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Er þetta mikið gos? „Já, þetta er ágætis gos. Þyrlan var að fara í loftið í þessum töluðu orðum og þegar við fáum augu úr henni fáum við betri upplýsingar en þetta með lýsingarorðið mikið er erfitt að segja til um áður en við fáum nákvæmar upplýsingar frá vísindafólki sem er komið í þyrluna.“ Hún segir einar af mikilvægustu upplýsingunum koma frá vísindafólkinu í þyrlunni. Vefmyndavélarnar gefi miklar og ótrúlegar upplýsingar en mikilvægt sé að fá upplýsingar um hraunflæðið, sérstaklega hvort það stefni í átt til Grindavíkur eða Svartsengis, þar sem finna má mikilvæga innviði fyrir allt Reykjanesið. „Þetta er á sprungunni sem við þekkjum þarna til. Þetta er ágætis lengd á þessu en ég er bara með augun á skjánum. Þetta er á mjög svipuðum stað og hraunið byrjað að flæða. Eins og við þekkjum af þessum hraunflæðilíkönum sem notast er við koma þau sér mjög vel núna til að spá fyrir um hvert þetta flæðir.“ Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu klukkan 5:40 í morgun og rýmingaráætlun fór í gang. Hjördís segir rýmingar hafa gengið vel. „Þetta voru þessir hótelgestir við Svartsengi, sem um ræðir. Það var enginn í Grindavík en auðvitað vorum við með viðbragðsaðila við lokunarpósta og annað. Það eru þessir mælar allir, sem búið er að koma upp, sem skipta auðvitað sköpum fyrir okkur öll til að geta gefið fólki þennan tíma,“ segir Hjördís. „Viðvörunarbjöllurnar og lúðrarnir, sem búið er að setja upp og var verið að prófa í fyrradag, voru ræstir. Það hefur örugglega verið skrítin tilfinning fyrir fólk svona um fimmtugt að heyra í þeim. Það er hljóð sem við þekkjum í gamla daga. Þeir voru ræstir við Bláa lónið en það var eftir að við vissum hvað var í gangi, þannig að það var bara eitt af tækjunum sem við höfum til að láta fólk vita.“ Hún segir gosið hafa komið upp á einum af þeim stöðum sem talinn var einna líklegastur til að vera upptakastaður eldgoss. Hafa verði í huga að erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um slíkt. „Nákvæma staðsetningu getur enginn vitað en þetta er á einum af þessum líklegustu stöðum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bláa lónið Bítið Tengdar fréttir Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14 Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42 Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14
Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42
Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11