Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 19:29 Martin Griffiths er yfirmaður hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna. AP Yfirmaður hjálparsamtaka sameinuðu þjóðanna biðlaði í dag til a að gleyma ekki því neyðarástandi sem nú stendur yfir í Súdan, en þar hefur stríð geisað í landinu í tíu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert beiðni um fjármagn upp á 4,1 milljarð Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til íbúa Súdan, eða um 570 milljörðum króna. Talið er að um 25 milljónir Súdana þurfi á mannúðaraðstoð að halda, en heildarmannfjöldi Súdan eru í kringum fimmtíu milljónir. Stríðið, sem stendur milli súdanska hersins og vígasveita RSF, Rapid Support Forces, hefur samkvæmt Reuters gjöreyðilagt innviði landsins og hungursneyð er yfirvofandi. Nærri tvær milljónir Súdana hafa flúið til nærliggjandi landa vegna stríðsins, Miðafríkulýðveldisins, Chad, Egyptalands, Eþíópíu og Suður-Súdan, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Flóttamannastofnun SÞ og Samhæfingarmiðstöð mannúðarmála SÞ (OCHA) hafa nú gert ákall eftir samtals 4,1 milljarði dala fjármögnun fyrir neyðaðstoð sem duga á fyrir tæplega átján milljónir manna, bæði íbúa Súdan og flóttafólk í nærliggjandi ríkjum. „Megum ekki gleyma Súdan“ „Alþjóðasamfélagið gleymir Súdan,“ sagði Martin Griffiths, yfirmaður hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna, á fundi SÞ í Genf í dag. „Það viðgengst viss ruddaskapur þegar kemur að mannúðarheiminum. Keppni í þjáningu, keppni milli staða: ég þjáist meira en þú, þannig að ég þarfnast meiri athygli, þannig að mig vantar meiri pening,“ sagði Griffths jafnframt. OCHA sendi í fyrra beiðni um fjármögnun á mannúðaraðstoð í Súdan en fengu einungis helming þess styrks sem óskað var eftir. Griffiths ítrekaði í dag þörf á að alþjóðasamfélagið bregðist við því sem nú gengur á í landinu. „Við megum ekki gleyma Súdan,“ sagði Griffiths að lokum. „Það eru þau einföldu skilaboð sem ég hef að segja í dag.“ Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa gert beiðni um fjármagn upp á 4,1 milljarð Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til íbúa Súdan, eða um 570 milljörðum króna. Talið er að um 25 milljónir Súdana þurfi á mannúðaraðstoð að halda, en heildarmannfjöldi Súdan eru í kringum fimmtíu milljónir. Stríðið, sem stendur milli súdanska hersins og vígasveita RSF, Rapid Support Forces, hefur samkvæmt Reuters gjöreyðilagt innviði landsins og hungursneyð er yfirvofandi. Nærri tvær milljónir Súdana hafa flúið til nærliggjandi landa vegna stríðsins, Miðafríkulýðveldisins, Chad, Egyptalands, Eþíópíu og Suður-Súdan, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Flóttamannastofnun SÞ og Samhæfingarmiðstöð mannúðarmála SÞ (OCHA) hafa nú gert ákall eftir samtals 4,1 milljarði dala fjármögnun fyrir neyðaðstoð sem duga á fyrir tæplega átján milljónir manna, bæði íbúa Súdan og flóttafólk í nærliggjandi ríkjum. „Megum ekki gleyma Súdan“ „Alþjóðasamfélagið gleymir Súdan,“ sagði Martin Griffiths, yfirmaður hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna, á fundi SÞ í Genf í dag. „Það viðgengst viss ruddaskapur þegar kemur að mannúðarheiminum. Keppni í þjáningu, keppni milli staða: ég þjáist meira en þú, þannig að ég þarfnast meiri athygli, þannig að mig vantar meiri pening,“ sagði Griffths jafnframt. OCHA sendi í fyrra beiðni um fjármögnun á mannúðaraðstoð í Súdan en fengu einungis helming þess styrks sem óskað var eftir. Griffiths ítrekaði í dag þörf á að alþjóðasamfélagið bregðist við því sem nú gengur á í landinu. „Við megum ekki gleyma Súdan,“ sagði Griffiths að lokum. „Það eru þau einföldu skilaboð sem ég hef að segja í dag.“
Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira