Hversu lengi ætla stúdentar að sitja í traffík? Berglind Bjarnadóttir skrifar 7. febrúar 2024 10:31 Hver kannast ekki við það að geta reitt sig alfarið á almenningssamgöngur í útlöndum? Er það ekki bara frekar huggulegt? Hvort sem það felst í því að taka lest, sporvagn, strætó eða leigja hjól. Í einhverjum tilfellum geta almenningssamgöngur kostað aðeins meira stúss, meiri tíma og meira umstang heldur en að ferðast með einkabíl sem bíður tilbúinn eftir manni þegar hentar. Mögulega er það ástæðan fyrir því að mesta áherslan hér á landi hefur lengi verið á einkabílinn og mörg virðast líta á almenningssamgöngur sem einhvers konar ómögulegan valkost. En er þessi séríslenska krafa um að hver einstaklingur geti setið einn í sínum bíl raunhæf? Og er réttlætanlegt að öll neyðist til þess að fjárfesta í bíl til þess að komast á milli staða? Mikil umferð hefur verið að myndast í grennd við háskólasvæðið og það er ekki von á að hún minnki í bráð enda mikil uppbygging í Vatnsmýrinni og við Landspítalann. Auk þess er allt Menntavísindasvið að flytja í Hótel Sögu. Stúdentar sem nýta sér einkabílinn til þess að koma sér til og frá skóla eru heldur betur farnir að finna fyrir þessu og hringsóla á bílastæðum háskólans í leit að lausu stæði. Það sem hefur bráðvantað hér á landi er betri nýting á almenningssamgöngum en í flestum löndum í Evrópu er mun algengara að almenningssamgöngur eða aðrir vistvænir ferðamátar hjálpi við að létta á umferð. Stúdentar eiga ekki að þurfa að reiða sig jafn mikið á einkabílinn eins og þeir þurfa að gera í dag. Þar að auki að sitja uppi með þá kostnaðarbyrði sem fylgir því að reka bíl og stuðla að óþarfa aukningu á umferð. Við í Röskvu trúum á að með því að bæta almenningssamgöngur til munahér á Íslandi megi stórauka fjölda stúdenta og annarra sem kjósa að nýta sér þær og aðra vistvæna ferðamáta til þess að ferðast til og frá skóla. Einnig er það gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir öll í grennd við háskólasvæðið að bæta almenningssamgöngur þar vegna aukningar á bílaumferð á svæðinu á næstu árum. Til þess að stuðla að bættum almenningssamgöngum hefur Röskva barist fyrir og lagt mikla áherslu á að nemendum standi til boða að kaupa svokallaðan U-passa. U-passinn verður samgöngukort sem stúdentar gætu keypt á hóflegu verði og fengið þannig aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum, t.d. strætó, næturstrætó, deilibílaleigu og fengið afslátt hjá hjóla- og hlaupahjólaleigum. Einnig hefur Röskva unnið ötullega að því að bæta göngu- og hjólastíga á háskólasvæðinu með því að þrýsta á fjölgun ljósastaurum á illa upplýstum stígum, fjölgun yfirbyggðra hjólaskýla og gangbrauta. Röskva hefur líka barist fyrir því að tryggja næturstrætó í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og heldur sú barátta áfram í Kópavogi, Garðabæ og á Seltjarnarnesi þar sem þjónusta næturstrætó er ekki til staðar í dag. Við í Röskvu gerum okkur þó grein fyrir því að almenningssamgöngur henti ekki öllum, sérstaklega eins og staðan er í dag. Sumir þurfa að vera á einkabíl vegna ýmissa annarra skyldna eða vegna fötlunar og fyrir aðra er einfaldlega margfalt tímafrekara að taka strætó vegna búsetu. Þess vegna berjumst við m.a. fyrir því að leiðakerfi strætó verði bætt og að ferðirnar verði tíðari. Þetta er þó ekki lítið verkefni þar sem fjármagn strætó er af skornum skammti og það þýðir ekkert að gera ferðirnar tíðari ef enginn nýtir sér þær. Einnig þarf að tryggja fleiri sérakreinar fyrir strætó svo hann festist ekki í umferð í háannatímum. Við í Röskvu trúum því að með því að stórbæta almenningssamgöngur á Íslandi sé hægt að gera fleiri stúdentum kleift að nýta sér þær án þess að eyða margfalt meiri tíma í að komast til og frá skóla. Þetta er í raun meira en bara umhverfismál heldur líka mikilvægt jafnréttismál fyrir stúdenta því betri almenningssamgöngur myndu minnka þörf nemenda á að eiga og reka einkabíl. Sem myndi þ.a.l. auka handbært fjármagn stúdenta og vonandi minnka þörf stúdenta til að vinna með námi. Höfundur er forseti umhverfis- og samgöngunefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Strætó Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við það að geta reitt sig alfarið á almenningssamgöngur í útlöndum? Er það ekki bara frekar huggulegt? Hvort sem það felst í því að taka lest, sporvagn, strætó eða leigja hjól. Í einhverjum tilfellum geta almenningssamgöngur kostað aðeins meira stúss, meiri tíma og meira umstang heldur en að ferðast með einkabíl sem bíður tilbúinn eftir manni þegar hentar. Mögulega er það ástæðan fyrir því að mesta áherslan hér á landi hefur lengi verið á einkabílinn og mörg virðast líta á almenningssamgöngur sem einhvers konar ómögulegan valkost. En er þessi séríslenska krafa um að hver einstaklingur geti setið einn í sínum bíl raunhæf? Og er réttlætanlegt að öll neyðist til þess að fjárfesta í bíl til þess að komast á milli staða? Mikil umferð hefur verið að myndast í grennd við háskólasvæðið og það er ekki von á að hún minnki í bráð enda mikil uppbygging í Vatnsmýrinni og við Landspítalann. Auk þess er allt Menntavísindasvið að flytja í Hótel Sögu. Stúdentar sem nýta sér einkabílinn til þess að koma sér til og frá skóla eru heldur betur farnir að finna fyrir þessu og hringsóla á bílastæðum háskólans í leit að lausu stæði. Það sem hefur bráðvantað hér á landi er betri nýting á almenningssamgöngum en í flestum löndum í Evrópu er mun algengara að almenningssamgöngur eða aðrir vistvænir ferðamátar hjálpi við að létta á umferð. Stúdentar eiga ekki að þurfa að reiða sig jafn mikið á einkabílinn eins og þeir þurfa að gera í dag. Þar að auki að sitja uppi með þá kostnaðarbyrði sem fylgir því að reka bíl og stuðla að óþarfa aukningu á umferð. Við í Röskvu trúum á að með því að bæta almenningssamgöngur til munahér á Íslandi megi stórauka fjölda stúdenta og annarra sem kjósa að nýta sér þær og aðra vistvæna ferðamáta til þess að ferðast til og frá skóla. Einnig er það gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir öll í grennd við háskólasvæðið að bæta almenningssamgöngur þar vegna aukningar á bílaumferð á svæðinu á næstu árum. Til þess að stuðla að bættum almenningssamgöngum hefur Röskva barist fyrir og lagt mikla áherslu á að nemendum standi til boða að kaupa svokallaðan U-passa. U-passinn verður samgöngukort sem stúdentar gætu keypt á hóflegu verði og fengið þannig aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum, t.d. strætó, næturstrætó, deilibílaleigu og fengið afslátt hjá hjóla- og hlaupahjólaleigum. Einnig hefur Röskva unnið ötullega að því að bæta göngu- og hjólastíga á háskólasvæðinu með því að þrýsta á fjölgun ljósastaurum á illa upplýstum stígum, fjölgun yfirbyggðra hjólaskýla og gangbrauta. Röskva hefur líka barist fyrir því að tryggja næturstrætó í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og heldur sú barátta áfram í Kópavogi, Garðabæ og á Seltjarnarnesi þar sem þjónusta næturstrætó er ekki til staðar í dag. Við í Röskvu gerum okkur þó grein fyrir því að almenningssamgöngur henti ekki öllum, sérstaklega eins og staðan er í dag. Sumir þurfa að vera á einkabíl vegna ýmissa annarra skyldna eða vegna fötlunar og fyrir aðra er einfaldlega margfalt tímafrekara að taka strætó vegna búsetu. Þess vegna berjumst við m.a. fyrir því að leiðakerfi strætó verði bætt og að ferðirnar verði tíðari. Þetta er þó ekki lítið verkefni þar sem fjármagn strætó er af skornum skammti og það þýðir ekkert að gera ferðirnar tíðari ef enginn nýtir sér þær. Einnig þarf að tryggja fleiri sérakreinar fyrir strætó svo hann festist ekki í umferð í háannatímum. Við í Röskvu trúum því að með því að stórbæta almenningssamgöngur á Íslandi sé hægt að gera fleiri stúdentum kleift að nýta sér þær án þess að eyða margfalt meiri tíma í að komast til og frá skóla. Þetta er í raun meira en bara umhverfismál heldur líka mikilvægt jafnréttismál fyrir stúdenta því betri almenningssamgöngur myndu minnka þörf nemenda á að eiga og reka einkabíl. Sem myndi þ.a.l. auka handbært fjármagn stúdenta og vonandi minnka þörf stúdenta til að vinna með námi. Höfundur er forseti umhverfis- og samgöngunefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun