Ung börn með verki í brjóstum vegna hormónagels móður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2024 11:43 Börnin tvö sem kenndu sér meins í brjóstum áttu það sameiginlegt að sofa upp í hjá mæðrum sínum sem nota estrógengel á breytingaskeiðinu. Getty Dæmi eru um að ung börn hér á landi hafi fundið fyrir verkjum í brjóstum. Börnin sofa upp í hjá mæðrum sínum á nóttunni en mæðurnar hafa verið í estrógen-meðferð í gelformi. Soffía G. Jónasdóttir innkirtlalæknir fjallar um málið í aðsendum pistli í Læknablaðinu í dag. Hún tekur fram að frásagnirnar séu með leyfi sjúklinganna og aðstandenda þeirra. Hún segir utanaðkomandi hormónaáhrif geta orsakað alvarlegar og óafturkræfar breytingar hjá börnum. Fram kom í aðsendum pistli fjögurra kven- og krabbameinslækna á Vísi á dögunum að umræða um hormónameðferð við tíðahvörf hafi tröllriðið þjóðinni síðustu misseri og sérstaklega verið háværar þær raddir sem lofsama slíka meðferð. Í samræmi við þessa umræðu hafi hormónameðferð aukist margfalt eða estrógen tvöfalt, prógesterón áttfalt og testósterón meðferð um 16-falt hjá konum á síðustu 3-5 árum. Vísuðu læknarnir til upplýsinga úr Lyfjagagnagrunni Landlæknis. Það sé þekkt að hormónameðferð geri gagn hjá þeim konum sem hafi mikil lífsgæðaskerðandi tíðahvarfaeinkenni. Þá sé hormónameðferð einnig mikilvæg hjá þeim konum sem fari í snemmbær tíðahvörf og geti þá stuðlað að betri beinheilsu, hjartaheilsu og dregið úr líkum á heilabilun. Hins vegar sé vert að staldra við og skoða þessa gríðarlegu vaxandi notkun því hormónameðferð hjá konum með lítil sem engin einkenni gæti valdið sumum konum meiri skaða en gagni. Nefndu læknarnir aukna áhættu á brjóstakrabbameini í því samhengi. Soffía innkirtlalæknir segist nýlega hafa hitt stúlku og dreng sem mættu með mæðrum sínum vegna brjóstabreytinga. Stúlkan var sex ára og hafði kvartað síðustu tvo mánuði um verki undir geirvörtum. Móðirin hafði tekið eftir því að brjóst barnsins voru stækkandi, hún var skapstyggari en áður og jafnframt komin með slímkennda útferð. Að öðru leyti var stúlkan hraust. Við nánari eftirgrennslan hafi komið í ljós að móðirin hafi verið á estrógen-meðferð vegna for-tíðahvarfaeinkenna. Í byrjun hafði hún fengið estrógenplástra en vegna skorts á þeim síðustu þrjá mánuði fengið estrógen í gelformi. Móðirin bar gelið á sig á hverju kvöldi eins og henni var ráðlagt. Stúlkan skreið upp í á nóttunni hjá móður sinni. Verkir í sex til átta mánuði Síðar þennan sama dag kom sjö ára drengur ásamt móður sinni. Hann hafði undanfarna sex til átta mánuði kvartað um óþægindi í brjóstum. Í byrjun var áberandi þroti í brjóstum sem virtist hjaðna en jókst svo aftur síðustu sex vikurnar. Að öðru leyti var drengurinn hraustur. Við nánari eftirgrennslan sagðist móðirin hafa fengið ávísaða estrógen-meðferð í gelformi fyrir um átta mánuðum vegna tíðahvarfaeinkenna. Kvaðst móðirin hafa rætt við sinn lækni varðandi áhættuna að lyfið smitaðist yfir á aðra en fengið þá skýringu að þegar gelið væri þornað á húðinni gæti það ekki smitast yfir á aðra. Móðirin notaði gelið í tvo mánuði en tók svo hlé en fór að nota aftur síðustu 6-8 vikurnar. Drengurinn sefur upp í hjá móður sinni. Við skoðun var stúlkan með 2 x 2 sentimetra brjóstdiska undir báðum geirvörtum, hvítleita útferð og merki um estrógen-áhrif á kynfærum. Drengurinn var með 2 x 1 sentimetra brjóstdiska undir geirvörtum, heldur meira vinstra megin. Skoðun kynfæra var eðlileg. Soffía segir í báðum tilfellum um að kenna estrógen-gelinu sem smitist frá húð móður yfir á húð barnanna. Húð ungra barna sé mun þynnri en fullorðinna og því geti orðið mikið frásog þegar húð barns og móður snertist. Meðvitundun um áhættu mikilvæg „Utanaðkomandi hormónaáhrif geta orsakað alvarlegar og óafturkræfar breytingar hjá börnum. Þar má nefna aukningu á beinaldri sem getur haft neikvæð áhrif á endanlegan hæðarvöxt, auk þeirra andlegu og líkamlegu áhrifa sem svona breytingar hafa á börn,“ segir Soffía. Hún hafi í gegnum tíðina greint börn nokkuð reglulega með breytingar vegna utanaðkomandi hormóna en þar til nýlega hafi nær öll þau tilfelli orsakast af testósterón-uppbót (gelform) karla. Nú virðist sem aukning hafi orðið á uppbótarmeðferð kvenna með bæði estrógen- og testósterón-geli. „Fræða þarf foreldra um notkun þessara efna, hversu kröftug hormónameðferðin er og um hættuna á smiti til barna. Mikilvægt er að meðferðaraðilar sem ávísa hormónauppbótarmeðferð séu meðvitaðir um ofannefnda hættu og velji frekar plástra eða hormón til inntöku þegar við á.“ Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Soffía G. Jónasdóttir innkirtlalæknir fjallar um málið í aðsendum pistli í Læknablaðinu í dag. Hún tekur fram að frásagnirnar séu með leyfi sjúklinganna og aðstandenda þeirra. Hún segir utanaðkomandi hormónaáhrif geta orsakað alvarlegar og óafturkræfar breytingar hjá börnum. Fram kom í aðsendum pistli fjögurra kven- og krabbameinslækna á Vísi á dögunum að umræða um hormónameðferð við tíðahvörf hafi tröllriðið þjóðinni síðustu misseri og sérstaklega verið háværar þær raddir sem lofsama slíka meðferð. Í samræmi við þessa umræðu hafi hormónameðferð aukist margfalt eða estrógen tvöfalt, prógesterón áttfalt og testósterón meðferð um 16-falt hjá konum á síðustu 3-5 árum. Vísuðu læknarnir til upplýsinga úr Lyfjagagnagrunni Landlæknis. Það sé þekkt að hormónameðferð geri gagn hjá þeim konum sem hafi mikil lífsgæðaskerðandi tíðahvarfaeinkenni. Þá sé hormónameðferð einnig mikilvæg hjá þeim konum sem fari í snemmbær tíðahvörf og geti þá stuðlað að betri beinheilsu, hjartaheilsu og dregið úr líkum á heilabilun. Hins vegar sé vert að staldra við og skoða þessa gríðarlegu vaxandi notkun því hormónameðferð hjá konum með lítil sem engin einkenni gæti valdið sumum konum meiri skaða en gagni. Nefndu læknarnir aukna áhættu á brjóstakrabbameini í því samhengi. Soffía innkirtlalæknir segist nýlega hafa hitt stúlku og dreng sem mættu með mæðrum sínum vegna brjóstabreytinga. Stúlkan var sex ára og hafði kvartað síðustu tvo mánuði um verki undir geirvörtum. Móðirin hafði tekið eftir því að brjóst barnsins voru stækkandi, hún var skapstyggari en áður og jafnframt komin með slímkennda útferð. Að öðru leyti var stúlkan hraust. Við nánari eftirgrennslan hafi komið í ljós að móðirin hafi verið á estrógen-meðferð vegna for-tíðahvarfaeinkenna. Í byrjun hafði hún fengið estrógenplástra en vegna skorts á þeim síðustu þrjá mánuði fengið estrógen í gelformi. Móðirin bar gelið á sig á hverju kvöldi eins og henni var ráðlagt. Stúlkan skreið upp í á nóttunni hjá móður sinni. Verkir í sex til átta mánuði Síðar þennan sama dag kom sjö ára drengur ásamt móður sinni. Hann hafði undanfarna sex til átta mánuði kvartað um óþægindi í brjóstum. Í byrjun var áberandi þroti í brjóstum sem virtist hjaðna en jókst svo aftur síðustu sex vikurnar. Að öðru leyti var drengurinn hraustur. Við nánari eftirgrennslan sagðist móðirin hafa fengið ávísaða estrógen-meðferð í gelformi fyrir um átta mánuðum vegna tíðahvarfaeinkenna. Kvaðst móðirin hafa rætt við sinn lækni varðandi áhættuna að lyfið smitaðist yfir á aðra en fengið þá skýringu að þegar gelið væri þornað á húðinni gæti það ekki smitast yfir á aðra. Móðirin notaði gelið í tvo mánuði en tók svo hlé en fór að nota aftur síðustu 6-8 vikurnar. Drengurinn sefur upp í hjá móður sinni. Við skoðun var stúlkan með 2 x 2 sentimetra brjóstdiska undir báðum geirvörtum, hvítleita útferð og merki um estrógen-áhrif á kynfærum. Drengurinn var með 2 x 1 sentimetra brjóstdiska undir geirvörtum, heldur meira vinstra megin. Skoðun kynfæra var eðlileg. Soffía segir í báðum tilfellum um að kenna estrógen-gelinu sem smitist frá húð móður yfir á húð barnanna. Húð ungra barna sé mun þynnri en fullorðinna og því geti orðið mikið frásog þegar húð barns og móður snertist. Meðvitundun um áhættu mikilvæg „Utanaðkomandi hormónaáhrif geta orsakað alvarlegar og óafturkræfar breytingar hjá börnum. Þar má nefna aukningu á beinaldri sem getur haft neikvæð áhrif á endanlegan hæðarvöxt, auk þeirra andlegu og líkamlegu áhrifa sem svona breytingar hafa á börn,“ segir Soffía. Hún hafi í gegnum tíðina greint börn nokkuð reglulega með breytingar vegna utanaðkomandi hormóna en þar til nýlega hafi nær öll þau tilfelli orsakast af testósterón-uppbót (gelform) karla. Nú virðist sem aukning hafi orðið á uppbótarmeðferð kvenna með bæði estrógen- og testósterón-geli. „Fræða þarf foreldra um notkun þessara efna, hversu kröftug hormónameðferðin er og um hættuna á smiti til barna. Mikilvægt er að meðferðaraðilar sem ávísa hormónauppbótarmeðferð séu meðvitaðir um ofannefnda hættu og velji frekar plástra eða hormón til inntöku þegar við á.“
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira