Hafa enn ekki tekið afstöðu til þess hvort fólkið verði sótt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 19:23 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gasasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandanna. Kröfur þeirra sem hafa mótmælt á Austurvelli síðustu vikur hafa verið þær að íslensk stjórnvöld sendi lista út til Egyptalands um hvaða einstaklingar inni á Gasasvæðinu séu með dvalarleyfi á Íslandi. Svo þurfi stjórnvöld að senda fulltrúa út til landamæranna til þess að fylgja fólkinu áleiðis. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að við förum að fordæmi Norðurlandanna og því hafi fólkið ekki verið sótt. Förum víst eftir fordæmi Norðurlandanna Í gær sagði svo í frétt Ríkisútvarpsins að íslensk stjórnvöld færu alls ekki að því fordæmi. Hin Norðurlöndin væru ekki bara að sækja ríkisborgara, heldur einnig dvalarleyfishafa. Kom þar fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi haldið öðru fram hvað varðar fyrirkomulag nágrannaþjóða okkar og þannig farið með ósannindi. Vitnað var í viðtal við dómsmálaráðherra frá 29. desember en í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag kemur fram að hún hafi leiðrétt þessi orð tæpri viku síðar þar sem hún hafi verið ónákvæm í máli sínu. „Ég kann því mjög illa þegar borið er á mig ósannsögli. En nú hefur RÚV leiðrétt það ranghermi sem þau fóru með í gær og þá getum við snúið okkur að því að ræða efnisatriði málsins. Staðreyndir málsins eru þær að samkvæmt þeim upplýsingum sem íslensk stjórnvöld hafa aflað sér, að norrænu ríkin hafa verið að aðstoða fólk úti á Gasa, þá sína ríkisborgara, fjölskyldur þeirra og svo dvalarleyfis hafa sem höfðu dvalarleyfi í löndunum fyrir 7. október og höfðu sannarlega dvalið í löndunum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Unnið þvert á ráðuneyti Hún segir engan þeirra dvalarleyfishafa sem eru nú á Gasasvæðinu hafa komið til Íslands áður. Þar af leiðandi séu íslensk stjórnvöld að fara að fordæmi Norðurlandanna. Þá segir hún Ísland ekki með jafn gott net sendiskrifstofa og nágrannalöndin og því hafi stjórnvöld ekki tök á því að senda einhvern út til þess að aðstoða fólk í gegnum landamærin á Rafha. Þetta er verkefni þvert á ráðuneyti, það eru einhver fimm ráðuneyti sem vinna saman í þessu. Utan frá þá finnst manni ekkert vera að gerast í þessu. Er eitthvað að gerast, mun þetta fólk einhvern tímann koma til Íslands með aðstoð íslenskra stjórnvalda? „Það er rétt sem þú segir að þetta varðar mörg ráðuneyti. Þetta hefur verið rætt í ríkisstjórn, sem og ráðherranefndum. Ég ítreka að þetta er mjög umfangsmikið verkefni og flókið og það hefur enn engin afstaða verið tekin til þess,“ segir Guðrún. Hvers vegna ekki? „Eins og ég sagði, þetta er umfangsmikið og flókið verkefni og það hefur ekki verið tekin afstaða til þess enn þá.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Kröfur þeirra sem hafa mótmælt á Austurvelli síðustu vikur hafa verið þær að íslensk stjórnvöld sendi lista út til Egyptalands um hvaða einstaklingar inni á Gasasvæðinu séu með dvalarleyfi á Íslandi. Svo þurfi stjórnvöld að senda fulltrúa út til landamæranna til þess að fylgja fólkinu áleiðis. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að við förum að fordæmi Norðurlandanna og því hafi fólkið ekki verið sótt. Förum víst eftir fordæmi Norðurlandanna Í gær sagði svo í frétt Ríkisútvarpsins að íslensk stjórnvöld færu alls ekki að því fordæmi. Hin Norðurlöndin væru ekki bara að sækja ríkisborgara, heldur einnig dvalarleyfishafa. Kom þar fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi haldið öðru fram hvað varðar fyrirkomulag nágrannaþjóða okkar og þannig farið með ósannindi. Vitnað var í viðtal við dómsmálaráðherra frá 29. desember en í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag kemur fram að hún hafi leiðrétt þessi orð tæpri viku síðar þar sem hún hafi verið ónákvæm í máli sínu. „Ég kann því mjög illa þegar borið er á mig ósannsögli. En nú hefur RÚV leiðrétt það ranghermi sem þau fóru með í gær og þá getum við snúið okkur að því að ræða efnisatriði málsins. Staðreyndir málsins eru þær að samkvæmt þeim upplýsingum sem íslensk stjórnvöld hafa aflað sér, að norrænu ríkin hafa verið að aðstoða fólk úti á Gasa, þá sína ríkisborgara, fjölskyldur þeirra og svo dvalarleyfis hafa sem höfðu dvalarleyfi í löndunum fyrir 7. október og höfðu sannarlega dvalið í löndunum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Unnið þvert á ráðuneyti Hún segir engan þeirra dvalarleyfishafa sem eru nú á Gasasvæðinu hafa komið til Íslands áður. Þar af leiðandi séu íslensk stjórnvöld að fara að fordæmi Norðurlandanna. Þá segir hún Ísland ekki með jafn gott net sendiskrifstofa og nágrannalöndin og því hafi stjórnvöld ekki tök á því að senda einhvern út til þess að aðstoða fólk í gegnum landamærin á Rafha. Þetta er verkefni þvert á ráðuneyti, það eru einhver fimm ráðuneyti sem vinna saman í þessu. Utan frá þá finnst manni ekkert vera að gerast í þessu. Er eitthvað að gerast, mun þetta fólk einhvern tímann koma til Íslands með aðstoð íslenskra stjórnvalda? „Það er rétt sem þú segir að þetta varðar mörg ráðuneyti. Þetta hefur verið rætt í ríkisstjórn, sem og ráðherranefndum. Ég ítreka að þetta er mjög umfangsmikið verkefni og flókið og það hefur enn engin afstaða verið tekin til þess,“ segir Guðrún. Hvers vegna ekki? „Eins og ég sagði, þetta er umfangsmikið og flókið verkefni og það hefur ekki verið tekin afstaða til þess enn þá.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira