Bregðast við sögulegu álagi á björgunarsveitir Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. febrúar 2024 08:53 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sat fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir almannavarnir munu funda með bæjarstjórn Grindavíkur um aðgengi að bænum á þriðjudag. Hann segir almannavarnir nú vilja létta álagi á björgunarsveitir sem hafi sinnt mikilli þjónustu fyrir almannavarnir á Reykjanesi undanfarin ár. Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Víði í beinni útsendingu. Eins og fram hefur komið er Grindavík án neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar. Dreifikerfið er talið verulega laskað. Íbúum verður að óbreyttu hleypt í verðmætabjörgun á morgun og á mánudag. Funda með bæjarstjórn Bæjarfulltrúar Grindavíkur, meðal annars Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, hafa kallað eftir auknu aðgengi að bænum. Víðir segir að farið verði vel yfir stöðuna með bæjarfulltrúum á þriðjudag. „Og þá munum við fara vel yfir stöðuna með þeim og sjá hvernig við getum unnið þetta áfram í sameiningu eins og við höfum gert hingað til.“ Víðir segir að það sé mjög mismunandi milli svæði hvernig staðan sé. Verið sé að vinna svæðisbundið áhættumat til að mæta mögulegar hættur á mismunandi svæðum. Kemur ekki niður á viðbragðsgetu Í tilkynningu frá almannavörnum sem barst fjölmiðlum í gær kom meðal annars fram að langvarandi og endurtekin atburðarás hefði dregið úr úthaldi og aðgerðargetu almannavarnarkerfisins. Í fyrsta sinn í sögunni hafi langvarandi álag á björgunarsveitir valdið því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Kemur þetta niður á viðbragðsgetu? „Nei það er þetta sem snýr meira að þessum þjónustuverkefnum sem þeir hafa verið að vinna fyrir okkur. Björgunarsveitirnar eru og verða alltaf tilbúnar í útköll og mæta með allan þann mannskap sem þarf í það,“ segir Víðir. „En nú erum við að reyna að losa þær undan þessum miklu þjónustuverkefnum sem þær hafa verið að vinna fyrir Grindvíkinga og bara allt Reykjanesið undanfarin næstum því fjögur ár, að minnsta kosti þrjú ár, þannig þetta snýr fyrst og fremst að því að við verðum að leysa verkefni björgunarsveitanna í þessum öryggis- og þjónustuverkefnum með öðrum hætti en þeir eru eins og áður alltaf tilbúnir til útkalls.“ Víðir segir útlit fyrir að það muni nást að takmarka aðkomu björgunarsveita að verkefnum almannavarna. Björgunarsveitir verði með í verkefnum eftir helgi, en þó færri björgunarsveitarliðar en hafi verið með að undanförnu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Víði í beinni útsendingu. Eins og fram hefur komið er Grindavík án neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar. Dreifikerfið er talið verulega laskað. Íbúum verður að óbreyttu hleypt í verðmætabjörgun á morgun og á mánudag. Funda með bæjarstjórn Bæjarfulltrúar Grindavíkur, meðal annars Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, hafa kallað eftir auknu aðgengi að bænum. Víðir segir að farið verði vel yfir stöðuna með bæjarfulltrúum á þriðjudag. „Og þá munum við fara vel yfir stöðuna með þeim og sjá hvernig við getum unnið þetta áfram í sameiningu eins og við höfum gert hingað til.“ Víðir segir að það sé mjög mismunandi milli svæði hvernig staðan sé. Verið sé að vinna svæðisbundið áhættumat til að mæta mögulegar hættur á mismunandi svæðum. Kemur ekki niður á viðbragðsgetu Í tilkynningu frá almannavörnum sem barst fjölmiðlum í gær kom meðal annars fram að langvarandi og endurtekin atburðarás hefði dregið úr úthaldi og aðgerðargetu almannavarnarkerfisins. Í fyrsta sinn í sögunni hafi langvarandi álag á björgunarsveitir valdið því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Kemur þetta niður á viðbragðsgetu? „Nei það er þetta sem snýr meira að þessum þjónustuverkefnum sem þeir hafa verið að vinna fyrir okkur. Björgunarsveitirnar eru og verða alltaf tilbúnar í útköll og mæta með allan þann mannskap sem þarf í það,“ segir Víðir. „En nú erum við að reyna að losa þær undan þessum miklu þjónustuverkefnum sem þær hafa verið að vinna fyrir Grindvíkinga og bara allt Reykjanesið undanfarin næstum því fjögur ár, að minnsta kosti þrjú ár, þannig þetta snýr fyrst og fremst að því að við verðum að leysa verkefni björgunarsveitanna í þessum öryggis- og þjónustuverkefnum með öðrum hætti en þeir eru eins og áður alltaf tilbúnir til útkalls.“ Víðir segir útlit fyrir að það muni nást að takmarka aðkomu björgunarsveita að verkefnum almannavarna. Björgunarsveitir verði með í verkefnum eftir helgi, en þó færri björgunarsveitarliðar en hafi verið með að undanförnu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira