Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. febrúar 2024 14:58 „Við erum búnir að vera með sama fólkið hjá okkur í mörg mörg ár,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur. Vísir/Samsett „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu, að gera þetta. Það var bara ekki annað hægt,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur ehf. í samtali við fréttastofu vegna hópuppsagnar sem fór fram hjá fyrirtækinu um nýliðin mánaðamót. „Þetta er ekkert grín, en það var ekki hjá þessu komist.“ Greint var frá því í dag að 47 starfsmönnum matvælafyrirtækis hefði verið sagt upp í janúar. Hermann segist ekki með töluna á uppsögnunum hjá þeim á hreinu, en telur nokkuð ljóst að þarna sé átt við um Stakkavík. Stakkavík starfar frá Grindavíkurbæ og vegna jarðhræringanna sem gengið hafa yfir síðustu mánuði þykir ótækt að halda stórum hluta starfseminnar áfram. „Við erum með landvinnslu og við erum með skip. Við erum að vinna fisk sem fer aðallega í flug,“ segir Hermann sem útskýrir að starfsmönnum landvinnslunnar hafi verið sagt upp þar sem að húsnæði fyrirtækisins sé ónýtt. „Við urðum fyrir skakkaföllum í jarðskjálftunum, þá varð fyrirtækið fyrir miklum skemmdum. En við rétt sluppum í gegn með það að Náttúruhamfaratrygging leyfði okkur að laga það. Við fórum af stað að reyna að laga, en þá kemur þessi gliðnun og skjálftar sem komu síðan. Það fór miklu verr með húsin og þar með var þetta dæmt ónýtt. Þeir flautuðu leikinn af og þar með var ekkert annað að gera hjá okkur nema að fara í þessar leiðindaframkvæmdir, sem allir skilja náttúrulega, að segja fólkinu upp.“ Hermann segir að Stakkavík hafi hafið starfsemi árið 1988, þá með þrjá starfsmenn, og vaxið mikið síðan þá. Á síðustu árum hafi fyrirtækið verið í mikilli sókn, en náttúruhamfarirnar hafi eyðilagt það. „Við erum búnir að vera með sama fólkið hjá okkur í mörg mörg ár,“ segir Hermann og bætir við að allir séu miður sín vegna málsins. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
„Þetta er ekkert grín, en það var ekki hjá þessu komist.“ Greint var frá því í dag að 47 starfsmönnum matvælafyrirtækis hefði verið sagt upp í janúar. Hermann segist ekki með töluna á uppsögnunum hjá þeim á hreinu, en telur nokkuð ljóst að þarna sé átt við um Stakkavík. Stakkavík starfar frá Grindavíkurbæ og vegna jarðhræringanna sem gengið hafa yfir síðustu mánuði þykir ótækt að halda stórum hluta starfseminnar áfram. „Við erum með landvinnslu og við erum með skip. Við erum að vinna fisk sem fer aðallega í flug,“ segir Hermann sem útskýrir að starfsmönnum landvinnslunnar hafi verið sagt upp þar sem að húsnæði fyrirtækisins sé ónýtt. „Við urðum fyrir skakkaföllum í jarðskjálftunum, þá varð fyrirtækið fyrir miklum skemmdum. En við rétt sluppum í gegn með það að Náttúruhamfaratrygging leyfði okkur að laga það. Við fórum af stað að reyna að laga, en þá kemur þessi gliðnun og skjálftar sem komu síðan. Það fór miklu verr með húsin og þar með var þetta dæmt ónýtt. Þeir flautuðu leikinn af og þar með var ekkert annað að gera hjá okkur nema að fara í þessar leiðindaframkvæmdir, sem allir skilja náttúrulega, að segja fólkinu upp.“ Hermann segir að Stakkavík hafi hafið starfsemi árið 1988, þá með þrjá starfsmenn, og vaxið mikið síðan þá. Á síðustu árum hafi fyrirtækið verið í mikilli sókn, en náttúruhamfarirnar hafi eyðilagt það. „Við erum búnir að vera með sama fólkið hjá okkur í mörg mörg ár,“ segir Hermann og bætir við að allir séu miður sín vegna málsins.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira