Afturelding fær Aron frá Brann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 15:31 Aron Jónsson hefur búið undanfarin þrettán ár í Noregi. @aftureldingknattspyrna Lengjudeildarlið Aftureldingar hefur styrkt sig fyrir átökin í sumar en félagið hefur samið við nítján ára varnarmann. Sá heitir Aron Jónsson, er íslenskur og skrifar undir eins árs samning við Aftureldingu. Aron hefur samt búið í Noregi frá sex ára aldri og undanfarin ár verið á mála hjá stórliði Brann. Síðastliðið tímabil var hann fastamaður í varaliði Brann sem leikur í norsku C-deildinni en árið áður vann hann D-deildina með liðinu. Aron á einnig einn leik að baki með aðalliði Brann sem og tvo leiki með U19 ára landsliði Íslands. Aron æfði með Aftureldingu í byrjun árs og skoraði í 3-1 sigri á HK í Þungavigtarbikarnum en hann er nú formlega genginn til liðs við Aftureldingu. „Mér líst mjög vel á að vera kominn í Aftureldingu. Hópurinn góður og þetta er flott þjálfarateymi. Afturelding er að spila skemmtilegan bolta sem mér finnst ég passa vel inn í. Markmiðin hjá Aftureldingu eru skýr fyrir sumarið og ég hef fulla trú á okkur. Fyrstu dagarnir í Mosó hafa verið viðburðaríkir. Nóg að gera og mikið að segja sig inn í. Hér hefur verið tekið mjög vel á móti mér. Að lokum bindi ég miklar vonir fyrir góðri stemningu á leikjunum í sumar og vona að sem flestir mæti á leikina hjá okkur. Áfram Afturelding,“ sagði Aron í viðtali við miðla Aftureldingar. „Aron stóð sig vel þegar hann var hjá okkur í byrjun árs og það er fagnaðarefni að hann sé genginn til liðs við Aftureldingu. Aron er með fína leikreynslu að baki í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og hann hefur alla burði til að taka áfram miklum framförum hér í Mosfellsbæ,“ er haft eftir Magnúsi Má Einarsson, þjálfara Aftureldingar. View this post on Instagram A post shared by Afturelding Knattspyrnudeild (@aftureldingknattspyrna) Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Sá heitir Aron Jónsson, er íslenskur og skrifar undir eins árs samning við Aftureldingu. Aron hefur samt búið í Noregi frá sex ára aldri og undanfarin ár verið á mála hjá stórliði Brann. Síðastliðið tímabil var hann fastamaður í varaliði Brann sem leikur í norsku C-deildinni en árið áður vann hann D-deildina með liðinu. Aron á einnig einn leik að baki með aðalliði Brann sem og tvo leiki með U19 ára landsliði Íslands. Aron æfði með Aftureldingu í byrjun árs og skoraði í 3-1 sigri á HK í Þungavigtarbikarnum en hann er nú formlega genginn til liðs við Aftureldingu. „Mér líst mjög vel á að vera kominn í Aftureldingu. Hópurinn góður og þetta er flott þjálfarateymi. Afturelding er að spila skemmtilegan bolta sem mér finnst ég passa vel inn í. Markmiðin hjá Aftureldingu eru skýr fyrir sumarið og ég hef fulla trú á okkur. Fyrstu dagarnir í Mosó hafa verið viðburðaríkir. Nóg að gera og mikið að segja sig inn í. Hér hefur verið tekið mjög vel á móti mér. Að lokum bindi ég miklar vonir fyrir góðri stemningu á leikjunum í sumar og vona að sem flestir mæti á leikina hjá okkur. Áfram Afturelding,“ sagði Aron í viðtali við miðla Aftureldingar. „Aron stóð sig vel þegar hann var hjá okkur í byrjun árs og það er fagnaðarefni að hann sé genginn til liðs við Aftureldingu. Aron er með fína leikreynslu að baki í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og hann hefur alla burði til að taka áfram miklum framförum hér í Mosfellsbæ,“ er haft eftir Magnúsi Má Einarsson, þjálfara Aftureldingar. View this post on Instagram A post shared by Afturelding Knattspyrnudeild (@aftureldingknattspyrna)
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira