Gagnrýndu viðmót Veðurstofunnar og sögðu sparkað í þá sem kvörtuðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2024 07:24 Haraldur var ómyrkur í máli í Pallborðinu og sakaði Veðurstofuna um „ómenningu“, ógagnsæi og metnaðarleysi. Hann gerði því skóna að hjá stofnunni væru ákvarðanir teknar af einstaklingum sem væru ekki til þess bærir og bak við luktar dyr, þar sem lítill eða enginn vilji væri til samráð og samvinnu. Ingvar var þessu ósammála en gekkst við því að tæknimál hefðu verið og væru í ólestri, sem væri vissulega bagalegt. Vísir/Vilhelm Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir ríkið verja töluverðum fjármunum til veðurmála en þeir fari nánast allir til Veðurstofu Íslands. Við þær aðstæður sé eðlilegt að gera ríkar kröfur til stofnunarinnar, um að hún sinni því sem hún á að sinna. Haraldur var meðal gesta Pallborðsins í vikunni, þar sem rætt var um Veðurstofuna, vinnubrögð stofnunarinnar og erfitt aðgengi að gögnum. Aðrir gestir voru Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, og Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofunnar. Við upphaf umræða sagði Haraldur ekki síður mikilvægt að á Veðurstofunni ríkti jákvætt viðhorf gagnvart öllum þeim sem þyrftu á þjónustu hennar að halda. Afstaða og framkoma yfirmanna Veðurstofunnar gagnvart utanaðkomandi sérfræðingum og fyrirtækjum bar oft á góma og stofnunin sökuð um óblíðar móttökur og ófagleg vinnubrögð. Nokkuð margir aðilar, til að mynda Háskóli Íslands og fyrirtæki á borð við Belging, þyrftu að leita til Veðurstofunnar til að fá aðgang að gögnum en það vantaði mikið upp á viðmót stofnunarinnar. „Veðurstofan hefur efasemdir um alla sem eru þarna nálægt og skrúfar fyrir gögnin til Háskóla Íslands að tilefnislausu, líklega af því að hún fór í fýlu útaf einhverjum skömmum... ég reikna með því. Ég hef ekki fengið neinar almennilegar skýringar á því. En þetta snýst ekki bara um Háskóla Íslands; þetta snýst um fyrirtæki sem eru í þessum geira og Veðurstofan virðist upplifa sem samkeppnisaðila,“ sagði Haraldur. Spurður að því hvort hann hefði ekki fengið einhverjar skýringar á því hvers vegna lokað var fyrir aðgang HÍ sagði Haraldur að eitthvað hefði verið talað um tæknilegar ástæður og öryggismál en svo „mallaði“ þetta á meðan þau mál væru í skoðun og þegar ýtt væri á stofunina kæmi að lokum í ljós að það stæði alls ekkert til að afhenda umbeðin gögn. Haraldur sagði ekkert vandamál hafa verð til staðar í 20 ár og því væri nærtækast að ætla að um væri að ræða viðbrögð Veðurstofunnar við einhverjum skömmum frá sér. „En það nær auðvitað ekki nokkurri átt að opinber veðurstofa sé beinlínis að taka á sig krók til að spilla fyrir rannsóknum í Háskóla Íslands,“ sagði Haraldur. „Batnandi manni er best að lifa“ Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, sagði fyrirtækið nú nánast alfarið með starfsemi í Suður-Ameríku en að það hefði ekki komist á laggirnar nema með samstarfi við Veðurstofuna. Ólafur sagði skortur á gögnum frá stofnuninni hafa hamlað framþróun fyrirtækisins að vissu leyti en lélegt viðmót væri í raun enn bagalegra. „Ef við hefðum haft gögn... ekki bara gögn, hvað eigum við að segja... eins og Haraldur kemur aðeins inn á; ef viðmót Veðurstofunnar væri rannsóknar... ef þeir væru aðeins meira rannsóknarþenkjandi og samstarfsþenkjandi þá væri það mjög skemmtilegt. Það er mjög margt gott fólk þarna innandyra sem ég hefði mjög gaman að því að vinna með, ef það myndi vilja.“ Það er auðvitað enginn sómi að því fyrir Veðurstofuna að það skuli ekki vera betri aðgangur að þessum gögnum. Við erum ekkert að draga fjöður yfir það. Það er alveg klárt mál að við myndum gjarnan vilja hafa miklu betri og greiðari aðgang að þessum gögnum. Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofunnar, virtist koma af fjöllum hvað varðar ásakanir kollega sinna um tregðu stofnunarinnar til að deila upplýsingum og slæmt viðmót. Öll gögn væru opin og gjaldfrjáls með örfáum undantekningum. Það væri þó mismunandi hvernig aðganginum væri háttað og líklega væri Haraldur að vísa til þess að honum hefði verið breytt þegar veðurgagnagrunnurinn var uppfærður fyrir um það bil ári síðan. Haraldur hefði ekki lengur sama aðgang og hann hafði áður. „En við getum skaffað honum öll gögn sem hann vill,“ sagði Ingvar. „Hvenær sem er og hvernig sem er. Við höfum boðist til þess að láta hann hafa bara heilan gagnagrunn til að vinna með.“ „Það er eitthvað nýtt, ég er að heyra það fyrst núna,“ greip þá Haraldur inn í. „Batnandi manni er best að lifa.“ Veðurstofa Íslands safnar gríðarlegu magni gagna um veðurfar, jarðhræringar, vatnafar og loftslag, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja stofnunina hins vegar trega til að deila umræddum gögnum. Vísir/Vilhelm Ingvar hélt áfram og sagði Veðurstofuna gjarnan hefðu viljað að hver og einn sem hefði áhuga gæti komist í gögnin og afgreitt sig sjálfur en stofnunin væri því miður ekki „kominn þangað“. Um væri að ræða verkefni sem væri komið langleiðina en hann gat ekki svarað því hvenær hann vænti þess að því lyki. Unnið hefði verið að því að uppfæra gagnagrunna og þá hefði einnig þurft að huga að vef- og öryggissjónarmiðum. „Það er auðvitað engin sómi að því fyrir Veðurstofuna að það skuli ekki vera betri aðgangur að þessum gögnum. Við erum ekkert að draga fjöður yfir það. Það er alveg klárt mál að við myndum gjarnan vilja hafa miklu betri og greiðari aðgang að þessum gögnum,“ sagði Ingvar. „Sparkað í þá sem kvarta“ „Skömm Veðurstofunnar er bara mjög mikil í þessum máli og þetta er alveg nýtt að ég geti fengið gagnagrunninn í hvelli. En það er ekki eina málið. Það kostar heilmikið að setja upp nýjan gagnagrunn og Veðurstofa Íslands hefur fjármagn frá hinum opinbera til þess að halda þessum gagnagrunni í lagi og hún hefur gert það gagnvart Háskóla Íslands í 20 ár. Fer svo bara í fýlu og lokar bara fyrirvaralaust,“ sagði Haraldur. Hann sagði viðhorf Veðurstofunnar gagnvart rannsóknum annarra og fyrirtækjum á borð við Belging. Það væri „sparkað“ í þá sem kvörtuðu. En hvers vegna er þetta svona? Haraldur sagði eina ástæðuna þá að ef allir hefðu óheftan aðgang að gögnunum fengi Veðurstofan samkeppni sem hún vildi ekki. Þetta vildi Ingvar ekki kannast við og sagði stofnunina ekki í samkeppni við einn né neinn. Rétt er þó að geta þess að samkvæmt lögum er Veðurstofunni heimilt að taka að sér verkefni eða ganga til samstarfs við aðra gegn gjaldi og getur þannig átt hagsmuna að gæta á markaði. Haraldur sagði hitt svo að við dreifingu gagnanna gæti komið í ljós að þau væru hreinlega léleg. „Ef þú ferð að dreifa gögnunum þá náttúrulega strax í næstu viku fara menn að hringja og spyrja: Af hverju vantar þetta? Af hverju vantar ár þarna? Hvað voruð þið bara sofandi þarna í þrjá mánuði og af hverju er þetta allt bilað og vitlaust?“ Að sögn Haraldar hefði Veðurstofan ekki fengið neitt aðhald varðandi öflun og varðveislu gagna. Deilingu gagnanna hefði til að mynda verið hætt fyrir tíu til fimmtán árum og viðkvæðið í áratug verið að þetta færi nú allt að koma. „Það er alveg skiljanlegt útfrá sjónarmiðum Veðurstofunnar, sem vill í einhverjum skilningi hafa náðuga daga, að vera ekkert að dreifa þessu. Það kallar bara á kvabb og vesen.“ Þegar þarna var komið bað Ingvar Harald nú aðeins að slaka á og sagði alla geta hafa fengið þau gögn sem um var beðið. Menn hefðu bæði fengið rauntímagögn og söguleg gögn og það hefði ekki verið vandamál. „Veðurstofan hefur engar „ambisjónir“ til að loka þessi gögn inni. Við erum ekkert feimin við þessi gögn sem við...“ Hann komst ekki lengra þar sem bæði Haraldur og Ólafur gripu inn í og spurðu hvers vegna gögnin væru þá ekki aðgengileg á netinu; það ætti ekki að þurfa að biðja um aðgang að þeim. Á meðan það gustaði af Haraldi og Ingvari í settinu hélt Ólafur ró sinni en gagnrýndi þó viðhorf og viðmót Veðurstofunnar og þótti augljóslega illskiljanlegt hvers vegna menn á þeim vildu ekki ganga til samstarfs við kollega sína utan stofnunarinnar. Næsta forstjóra að taka á „ómenningunni“ „Já, já, vefurinn okkar er í ólagi og hann er orðinn barn síns tíma,“ svaraði Ingvar hreinskilningslega spurður að því hvort vandamálið væri einfaldlega það að vefur Veðurstofunnar og tæknimál væru í ólestri. „Hann er ekki eins og við viljum hafa hann,“ bætti hann við. Hann átti þó ekki svör á reiðum höndum við því hvers vegna það væri ekki enn búið að klára mál sem lá fyrir fyrir meira en áratug síðan að þyrfti að ráðast í. Það mætti þó að einhverju leyti rekja til „skorts á aðföngum“, fjármagni og fleiru. Ingvar sagði verkefnið í vinnslu; að gera vefinn og þjónustuna þannig að menn gætu sjálfir sótt þau gögn sem þá vantaði. Til stæði að reyna að ljúka uppfærslu á vefnum á þessu ári. Hvað varðar fjármögnun sagði Haraldur ef til vill tímabært að horfa á hlutverk Veðurstofunnar. Nú væru til sjálfstæð fyrirtæki sem gætu sinnt veðurspá en það væri hlutverk Veðurstofunnar samkvæmt lögum að safna upplýsingum um náttúrufar á Íslandi og því þyrfti stofnunin að sinna almennilega. En ég held að það muni frjósa í helvíti áður en núverandi stjórn fari að breyta um kúrs og taka okkur aftur í sátt. Umræðurnar fóru fljótt að snúast um ákvörðun Veðurstofunnar að hætta mönnuðum athugunum. Ingvar sagði þetta þróun sem hefði átt sér stað víða í Evrópu og auðvitað þýddi þetta að menn hefðu ekki sömu veðurlýsingar og áður. „Þetta er ekki bara gagnaaðgengið, heldur líka bara almennt viðhorf hjá stofnuninni, sem mér finnst leiðinlegt. Því saman gætum við gert miklu meira,“ sagði Ólafur spurður að því hvort það skipti ekki máli fyrir nýsköpunarfyrirtæki í veður- og/eða loftslagsbransanum að hafa greiðan aðgang að gögnum. Ólafur sagði vandamálið virðast liggja hjá yfirstjórn Veðurstofunnar. Belgingur byggi til að mynda að lausn sem skilaði betri veðurspá en stofnunin fengi í gegnum samstarf sitt við veðurstofuna í Danmörku. „En ég held að það muni frjósa í helvíti áður en núverandi stjórn fari að breyta um kúrs og taka okkur aftur í sátt.“ Talið barst næst að forstjórastólnum hjá Veðurstofunni en tilkynnt verður á næstunni hver hlýtur hnossið. Haraldur og Ingvar eru báðir meðal umsækjenda. „Aðalatriðið er að sá sem tekur við Veðurstofunni, að hann taki á þessari ómenningu,“ sagði Haraldur. En skiptir það þá miklu máli hver þetta verður sem tekur við? „Auðvitað skiptir það máli,“ svaraði Haraldur. „Auðvitað gerir það það. Ég meina stjórnendur hjá Veðurstofunni þeir eru hluti af þessari ómenningu sem er búin að læsa allt niðri í fimmtán ár.“ „Hafa þessir menn einhvern tímann notað þessi gögn?“ Haraldur sagði færri atriði mæld nú en áður og það væri álitamál, hvaða mælingar ætti að gera. Kjarni málsins væri hins vegar sá að ákvarðanir á borð við þá að draga úr mælingum væru teknar bak við luktar dyr. „Einhver aðili á Veðurstofunni ákveður þetta og þá fer maður að velta því fyrir sér: Hafa þessir menn einhvern tímann notað þessi gögn? Og þá kemur auðvitað í ljós þegar farið er að skoða það að það er nú bara líklega ekki þannig,“ segir Haraldur. Jafnvel þótt Veðurstofan vildi ekki nota gögnin gætu aðrir viljað gera það; Háskóli Íslands, aðrir aðilar úti í bæ og erlendar veðurstofur. Svona ákvarðanir þyrfti að taka að vel ígrunduðu máli en Veðurstofan hefði ekki sýnt mikinn áhuga á því að eiga það samtal. Haraldur og Ingvar sóttu báðir um starf forstjóra Veðurstofunnar og það verður spennandi að sjá hvort annar þeirra verður fyrir valinu eða einhver hinna sex.Vísir/Vilhelm Ingvar sagðist nú ekki sammála því að dregið hefði úr mælingum en mannlegi þátturinn hefði vissulega verið tekinn út. Annað hefði þó komið í staðinn. Spurður að því hvort hann kannaðist við það sem Haraldur og Ólafur væru að tala um, um skort á samráði, sagðist Ingvar nú hafa átt marga fundi með ýmsum aðilum, til að mynda Ólafi. Hann játaði því hins vegar að varðandi veðurathuganirnar hefði nú ef til vill ekki mikið samráð átt sér stað út fyrir stofnunina. Veðurstofan ætti hins vegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og þá væri stofnunin í virku samstarfi með Háskóla Íslands, til dæmis í jarðvísindum. Haraldur sagði flesta þá veðurfræðinga sem létu til sín heyra í samfélaginu störfuðu utan Veðurstofunnar og það væri umhugsunarvert. Ingvar sagðist ekki sammála og neitaði því að stjórnkerfi stofnunarinnar væri flókið. Hvað þarf að breytast? Ingvar sagði vissulega skömm að því að staðan væri ekki enn sú að menn gætu afgreitt sig sjálfir hvað varðaði aðgang að gögnum en þetta væri eitthvað sem unnið væri að. „Staðan núna er þannig að við erum komin með tól til þess að raunverulega opna út og það hefur verið í prófum síðan í nóvember á síðasta ári. Og ég er að vonast til þess að þetta verði bara opnað mjög fljótlega,“ sagði Ingvar. Fyrsta skrefið yrði að opna fyrir aðgengi að veðurathugunum en vilji stæði til þess að menn gætu einfaldlega gerst áskrifendur að veðurgögnum, til að mynda í kringum sumarbústaðinn sinn eða á hvaða svæði sem er. Ólafur benti á að umræddur hugbúnaður væri nú þegar til en þegar Ingvar var spurður að því hvers vegna Veðurstofan hefði ekki leitað til innlendra aðila eftir aðstoð við að því er virtist flókið verkefni sagði Ingvar nauðsynlega innviði hreinlega ekki hafa verið til staðar á Veðurstofunni. Það lá þá beinast við að spyrja að lokum; ef staðan væri jafn slæm og menn vildu meina, hvað þyrfti að breytast? „Veðurstofan þarf að vera mjög jákvæð gagnvart öllum sínum viðskiptavinum,“ svaraði Haraldur. „Hún þarf að koma á hnjánum til Óla og spyrja: Hvað getum við gert fyrir ykkur? Án þess að það kosti okkur neitt. Og hún þarf að sjálfsögðu ekki að loka fyrirvaralaust á aðgang að gögnum til Háskóla Íslands, svo ég nefni dæmi. Hún þarf að vera jákvæð og ekki vera með stæla.“ Haraldur bætti við að reksturinn þyrfti að vera gegnsær og það þyrfti að liggja fyrir í hvað peningarnir væru að fara. Ólafur sagði nauðsynlegt að kúltúrinn á Veðurstofunni breyttist og að menn þyrftu að geta svarað því til dæmis af hverju það væri verið að kaupa gögn erlendis frá sem hægt væri að fá heima. Veður Háskólar Vísindi Pallborðið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Haraldur var meðal gesta Pallborðsins í vikunni, þar sem rætt var um Veðurstofuna, vinnubrögð stofnunarinnar og erfitt aðgengi að gögnum. Aðrir gestir voru Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, og Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofunnar. Við upphaf umræða sagði Haraldur ekki síður mikilvægt að á Veðurstofunni ríkti jákvætt viðhorf gagnvart öllum þeim sem þyrftu á þjónustu hennar að halda. Afstaða og framkoma yfirmanna Veðurstofunnar gagnvart utanaðkomandi sérfræðingum og fyrirtækjum bar oft á góma og stofnunin sökuð um óblíðar móttökur og ófagleg vinnubrögð. Nokkuð margir aðilar, til að mynda Háskóli Íslands og fyrirtæki á borð við Belging, þyrftu að leita til Veðurstofunnar til að fá aðgang að gögnum en það vantaði mikið upp á viðmót stofnunarinnar. „Veðurstofan hefur efasemdir um alla sem eru þarna nálægt og skrúfar fyrir gögnin til Háskóla Íslands að tilefnislausu, líklega af því að hún fór í fýlu útaf einhverjum skömmum... ég reikna með því. Ég hef ekki fengið neinar almennilegar skýringar á því. En þetta snýst ekki bara um Háskóla Íslands; þetta snýst um fyrirtæki sem eru í þessum geira og Veðurstofan virðist upplifa sem samkeppnisaðila,“ sagði Haraldur. Spurður að því hvort hann hefði ekki fengið einhverjar skýringar á því hvers vegna lokað var fyrir aðgang HÍ sagði Haraldur að eitthvað hefði verið talað um tæknilegar ástæður og öryggismál en svo „mallaði“ þetta á meðan þau mál væru í skoðun og þegar ýtt væri á stofunina kæmi að lokum í ljós að það stæði alls ekkert til að afhenda umbeðin gögn. Haraldur sagði ekkert vandamál hafa verð til staðar í 20 ár og því væri nærtækast að ætla að um væri að ræða viðbrögð Veðurstofunnar við einhverjum skömmum frá sér. „En það nær auðvitað ekki nokkurri átt að opinber veðurstofa sé beinlínis að taka á sig krók til að spilla fyrir rannsóknum í Háskóla Íslands,“ sagði Haraldur. „Batnandi manni er best að lifa“ Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, sagði fyrirtækið nú nánast alfarið með starfsemi í Suður-Ameríku en að það hefði ekki komist á laggirnar nema með samstarfi við Veðurstofuna. Ólafur sagði skortur á gögnum frá stofnuninni hafa hamlað framþróun fyrirtækisins að vissu leyti en lélegt viðmót væri í raun enn bagalegra. „Ef við hefðum haft gögn... ekki bara gögn, hvað eigum við að segja... eins og Haraldur kemur aðeins inn á; ef viðmót Veðurstofunnar væri rannsóknar... ef þeir væru aðeins meira rannsóknarþenkjandi og samstarfsþenkjandi þá væri það mjög skemmtilegt. Það er mjög margt gott fólk þarna innandyra sem ég hefði mjög gaman að því að vinna með, ef það myndi vilja.“ Það er auðvitað enginn sómi að því fyrir Veðurstofuna að það skuli ekki vera betri aðgangur að þessum gögnum. Við erum ekkert að draga fjöður yfir það. Það er alveg klárt mál að við myndum gjarnan vilja hafa miklu betri og greiðari aðgang að þessum gögnum. Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofunnar, virtist koma af fjöllum hvað varðar ásakanir kollega sinna um tregðu stofnunarinnar til að deila upplýsingum og slæmt viðmót. Öll gögn væru opin og gjaldfrjáls með örfáum undantekningum. Það væri þó mismunandi hvernig aðganginum væri háttað og líklega væri Haraldur að vísa til þess að honum hefði verið breytt þegar veðurgagnagrunnurinn var uppfærður fyrir um það bil ári síðan. Haraldur hefði ekki lengur sama aðgang og hann hafði áður. „En við getum skaffað honum öll gögn sem hann vill,“ sagði Ingvar. „Hvenær sem er og hvernig sem er. Við höfum boðist til þess að láta hann hafa bara heilan gagnagrunn til að vinna með.“ „Það er eitthvað nýtt, ég er að heyra það fyrst núna,“ greip þá Haraldur inn í. „Batnandi manni er best að lifa.“ Veðurstofa Íslands safnar gríðarlegu magni gagna um veðurfar, jarðhræringar, vatnafar og loftslag, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja stofnunina hins vegar trega til að deila umræddum gögnum. Vísir/Vilhelm Ingvar hélt áfram og sagði Veðurstofuna gjarnan hefðu viljað að hver og einn sem hefði áhuga gæti komist í gögnin og afgreitt sig sjálfur en stofnunin væri því miður ekki „kominn þangað“. Um væri að ræða verkefni sem væri komið langleiðina en hann gat ekki svarað því hvenær hann vænti þess að því lyki. Unnið hefði verið að því að uppfæra gagnagrunna og þá hefði einnig þurft að huga að vef- og öryggissjónarmiðum. „Það er auðvitað engin sómi að því fyrir Veðurstofuna að það skuli ekki vera betri aðgangur að þessum gögnum. Við erum ekkert að draga fjöður yfir það. Það er alveg klárt mál að við myndum gjarnan vilja hafa miklu betri og greiðari aðgang að þessum gögnum,“ sagði Ingvar. „Sparkað í þá sem kvarta“ „Skömm Veðurstofunnar er bara mjög mikil í þessum máli og þetta er alveg nýtt að ég geti fengið gagnagrunninn í hvelli. En það er ekki eina málið. Það kostar heilmikið að setja upp nýjan gagnagrunn og Veðurstofa Íslands hefur fjármagn frá hinum opinbera til þess að halda þessum gagnagrunni í lagi og hún hefur gert það gagnvart Háskóla Íslands í 20 ár. Fer svo bara í fýlu og lokar bara fyrirvaralaust,“ sagði Haraldur. Hann sagði viðhorf Veðurstofunnar gagnvart rannsóknum annarra og fyrirtækjum á borð við Belging. Það væri „sparkað“ í þá sem kvörtuðu. En hvers vegna er þetta svona? Haraldur sagði eina ástæðuna þá að ef allir hefðu óheftan aðgang að gögnunum fengi Veðurstofan samkeppni sem hún vildi ekki. Þetta vildi Ingvar ekki kannast við og sagði stofnunina ekki í samkeppni við einn né neinn. Rétt er þó að geta þess að samkvæmt lögum er Veðurstofunni heimilt að taka að sér verkefni eða ganga til samstarfs við aðra gegn gjaldi og getur þannig átt hagsmuna að gæta á markaði. Haraldur sagði hitt svo að við dreifingu gagnanna gæti komið í ljós að þau væru hreinlega léleg. „Ef þú ferð að dreifa gögnunum þá náttúrulega strax í næstu viku fara menn að hringja og spyrja: Af hverju vantar þetta? Af hverju vantar ár þarna? Hvað voruð þið bara sofandi þarna í þrjá mánuði og af hverju er þetta allt bilað og vitlaust?“ Að sögn Haraldar hefði Veðurstofan ekki fengið neitt aðhald varðandi öflun og varðveislu gagna. Deilingu gagnanna hefði til að mynda verið hætt fyrir tíu til fimmtán árum og viðkvæðið í áratug verið að þetta færi nú allt að koma. „Það er alveg skiljanlegt útfrá sjónarmiðum Veðurstofunnar, sem vill í einhverjum skilningi hafa náðuga daga, að vera ekkert að dreifa þessu. Það kallar bara á kvabb og vesen.“ Þegar þarna var komið bað Ingvar Harald nú aðeins að slaka á og sagði alla geta hafa fengið þau gögn sem um var beðið. Menn hefðu bæði fengið rauntímagögn og söguleg gögn og það hefði ekki verið vandamál. „Veðurstofan hefur engar „ambisjónir“ til að loka þessi gögn inni. Við erum ekkert feimin við þessi gögn sem við...“ Hann komst ekki lengra þar sem bæði Haraldur og Ólafur gripu inn í og spurðu hvers vegna gögnin væru þá ekki aðgengileg á netinu; það ætti ekki að þurfa að biðja um aðgang að þeim. Á meðan það gustaði af Haraldi og Ingvari í settinu hélt Ólafur ró sinni en gagnrýndi þó viðhorf og viðmót Veðurstofunnar og þótti augljóslega illskiljanlegt hvers vegna menn á þeim vildu ekki ganga til samstarfs við kollega sína utan stofnunarinnar. Næsta forstjóra að taka á „ómenningunni“ „Já, já, vefurinn okkar er í ólagi og hann er orðinn barn síns tíma,“ svaraði Ingvar hreinskilningslega spurður að því hvort vandamálið væri einfaldlega það að vefur Veðurstofunnar og tæknimál væru í ólestri. „Hann er ekki eins og við viljum hafa hann,“ bætti hann við. Hann átti þó ekki svör á reiðum höndum við því hvers vegna það væri ekki enn búið að klára mál sem lá fyrir fyrir meira en áratug síðan að þyrfti að ráðast í. Það mætti þó að einhverju leyti rekja til „skorts á aðföngum“, fjármagni og fleiru. Ingvar sagði verkefnið í vinnslu; að gera vefinn og þjónustuna þannig að menn gætu sjálfir sótt þau gögn sem þá vantaði. Til stæði að reyna að ljúka uppfærslu á vefnum á þessu ári. Hvað varðar fjármögnun sagði Haraldur ef til vill tímabært að horfa á hlutverk Veðurstofunnar. Nú væru til sjálfstæð fyrirtæki sem gætu sinnt veðurspá en það væri hlutverk Veðurstofunnar samkvæmt lögum að safna upplýsingum um náttúrufar á Íslandi og því þyrfti stofnunin að sinna almennilega. En ég held að það muni frjósa í helvíti áður en núverandi stjórn fari að breyta um kúrs og taka okkur aftur í sátt. Umræðurnar fóru fljótt að snúast um ákvörðun Veðurstofunnar að hætta mönnuðum athugunum. Ingvar sagði þetta þróun sem hefði átt sér stað víða í Evrópu og auðvitað þýddi þetta að menn hefðu ekki sömu veðurlýsingar og áður. „Þetta er ekki bara gagnaaðgengið, heldur líka bara almennt viðhorf hjá stofnuninni, sem mér finnst leiðinlegt. Því saman gætum við gert miklu meira,“ sagði Ólafur spurður að því hvort það skipti ekki máli fyrir nýsköpunarfyrirtæki í veður- og/eða loftslagsbransanum að hafa greiðan aðgang að gögnum. Ólafur sagði vandamálið virðast liggja hjá yfirstjórn Veðurstofunnar. Belgingur byggi til að mynda að lausn sem skilaði betri veðurspá en stofnunin fengi í gegnum samstarf sitt við veðurstofuna í Danmörku. „En ég held að það muni frjósa í helvíti áður en núverandi stjórn fari að breyta um kúrs og taka okkur aftur í sátt.“ Talið barst næst að forstjórastólnum hjá Veðurstofunni en tilkynnt verður á næstunni hver hlýtur hnossið. Haraldur og Ingvar eru báðir meðal umsækjenda. „Aðalatriðið er að sá sem tekur við Veðurstofunni, að hann taki á þessari ómenningu,“ sagði Haraldur. En skiptir það þá miklu máli hver þetta verður sem tekur við? „Auðvitað skiptir það máli,“ svaraði Haraldur. „Auðvitað gerir það það. Ég meina stjórnendur hjá Veðurstofunni þeir eru hluti af þessari ómenningu sem er búin að læsa allt niðri í fimmtán ár.“ „Hafa þessir menn einhvern tímann notað þessi gögn?“ Haraldur sagði færri atriði mæld nú en áður og það væri álitamál, hvaða mælingar ætti að gera. Kjarni málsins væri hins vegar sá að ákvarðanir á borð við þá að draga úr mælingum væru teknar bak við luktar dyr. „Einhver aðili á Veðurstofunni ákveður þetta og þá fer maður að velta því fyrir sér: Hafa þessir menn einhvern tímann notað þessi gögn? Og þá kemur auðvitað í ljós þegar farið er að skoða það að það er nú bara líklega ekki þannig,“ segir Haraldur. Jafnvel þótt Veðurstofan vildi ekki nota gögnin gætu aðrir viljað gera það; Háskóli Íslands, aðrir aðilar úti í bæ og erlendar veðurstofur. Svona ákvarðanir þyrfti að taka að vel ígrunduðu máli en Veðurstofan hefði ekki sýnt mikinn áhuga á því að eiga það samtal. Haraldur og Ingvar sóttu báðir um starf forstjóra Veðurstofunnar og það verður spennandi að sjá hvort annar þeirra verður fyrir valinu eða einhver hinna sex.Vísir/Vilhelm Ingvar sagðist nú ekki sammála því að dregið hefði úr mælingum en mannlegi þátturinn hefði vissulega verið tekinn út. Annað hefði þó komið í staðinn. Spurður að því hvort hann kannaðist við það sem Haraldur og Ólafur væru að tala um, um skort á samráði, sagðist Ingvar nú hafa átt marga fundi með ýmsum aðilum, til að mynda Ólafi. Hann játaði því hins vegar að varðandi veðurathuganirnar hefði nú ef til vill ekki mikið samráð átt sér stað út fyrir stofnunina. Veðurstofan ætti hins vegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og þá væri stofnunin í virku samstarfi með Háskóla Íslands, til dæmis í jarðvísindum. Haraldur sagði flesta þá veðurfræðinga sem létu til sín heyra í samfélaginu störfuðu utan Veðurstofunnar og það væri umhugsunarvert. Ingvar sagðist ekki sammála og neitaði því að stjórnkerfi stofnunarinnar væri flókið. Hvað þarf að breytast? Ingvar sagði vissulega skömm að því að staðan væri ekki enn sú að menn gætu afgreitt sig sjálfir hvað varðaði aðgang að gögnum en þetta væri eitthvað sem unnið væri að. „Staðan núna er þannig að við erum komin með tól til þess að raunverulega opna út og það hefur verið í prófum síðan í nóvember á síðasta ári. Og ég er að vonast til þess að þetta verði bara opnað mjög fljótlega,“ sagði Ingvar. Fyrsta skrefið yrði að opna fyrir aðgengi að veðurathugunum en vilji stæði til þess að menn gætu einfaldlega gerst áskrifendur að veðurgögnum, til að mynda í kringum sumarbústaðinn sinn eða á hvaða svæði sem er. Ólafur benti á að umræddur hugbúnaður væri nú þegar til en þegar Ingvar var spurður að því hvers vegna Veðurstofan hefði ekki leitað til innlendra aðila eftir aðstoð við að því er virtist flókið verkefni sagði Ingvar nauðsynlega innviði hreinlega ekki hafa verið til staðar á Veðurstofunni. Það lá þá beinast við að spyrja að lokum; ef staðan væri jafn slæm og menn vildu meina, hvað þyrfti að breytast? „Veðurstofan þarf að vera mjög jákvæð gagnvart öllum sínum viðskiptavinum,“ svaraði Haraldur. „Hún þarf að koma á hnjánum til Óla og spyrja: Hvað getum við gert fyrir ykkur? Án þess að það kosti okkur neitt. Og hún þarf að sjálfsögðu ekki að loka fyrirvaralaust á aðgang að gögnum til Háskóla Íslands, svo ég nefni dæmi. Hún þarf að vera jákvæð og ekki vera með stæla.“ Haraldur bætti við að reksturinn þyrfti að vera gegnsær og það þyrfti að liggja fyrir í hvað peningarnir væru að fara. Ólafur sagði nauðsynlegt að kúltúrinn á Veðurstofunni breyttist og að menn þyrftu að geta svarað því til dæmis af hverju það væri verið að kaupa gögn erlendis frá sem hægt væri að fá heima.
Veður Háskólar Vísindi Pallborðið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira