Emilie: Við ætlum að vinna bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn Árni Jóhannsson skrifar 31. janúar 2024 22:31 Emilie Hesseldal og Ásta Júlía í baráttu. Vísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir Njarðvíkingar unnu sinn áttunda leik í röð þegar Valskonur litu við í heimsókn í Ljónagryfjuna í 16. umferð Subway deildar kvenna. Leiknum lauk 79-67 og Emilie Hesseldal stýrði sínum konum til sigur, skilaði 28 stigum og 15 fráköstum. Hún var spurð að því fyrst og fremst hvað hafi skilað heimakonum sigrinum í lokaleikhlutanum. „Við fórum að ná tökum á varnarleiknum. Við ræddum það í hálfleik að að 40 stig fengin á okkur væri of mikið það myndi enda í 80 stigum. Okkur gekk ágætlega í sóknarleiknum en varnarlega þurftum við að stíga á bensíngjöfina. Við vissum hverjar myndu skora stigin og fórum að stíga nær þeim til að setja þær undir pressu. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Emilie skoraði sjö stig í fyrri hálfleik en rauk af stað í þeim seinni og endaði eins og áður segir með 28 stig. Hvað var það sem gerði það að verkum að henni gekk svona vel í seinni hálfleik? „Ég er keppnismanneskja fyrst og fremst og reyni að gera allt sem ég get til að vinna. Ég fór að hitta úr skotum og þá fór mér að líða betur. Liðið leitaði að mér og voru að gera réttu hlutina. Það gerði mér lífið léttara sóknarlega.“ Hversu langt nær þetta Njarðvíkur lið að mati Emilie? „Við getum farið alla leið. Ég trúi því staðfastlega, annars væri ég ekki hérna. Við ætlum að vinna bikarinn og víð ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það getur samt allt gerst þegar kemur í úrslitakeppni og deildin er sterk. Það eru allavega fimm lið í þessari deild sem eru mjög góð. Við sjáum til hvernig það gengur en við ætlum að vinna þetta allt saman.“ Njarðvíkur liðið er samt með mjög breiðan hóp og það eru margar stelpur, ungar sem aldar, sem leggja lóð sín á vogarskálarnar. „Það er mjög gott jafnvægi á þessu liði. Við erum með ungar stelpur sem eru að læra mikið en eru líka að stíga upp og skila framlagi. Svo erum við með Andjelu og Isabellu sem eru fyrir utan liðið og koma inn í þetta og verða hluti af heildinni. Við erum þess vegna með mjög góða blöndu og það gerir liðið svona sérstakt.“ Varðandi seinni hluta deildarinn kvaðst Emilie vera mjög spennta. „Ég er mjög spennt fyrir seinni hlutanum og það verðu mjög gaman einni. Við munum sjá marga góða leiki og marga leiki sem verða jafnir. Þetta verða leikir sem innihalda góða leiki og mikla keppni.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. 31. janúar 2024 22:00 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Sjá meira
Hún var spurð að því fyrst og fremst hvað hafi skilað heimakonum sigrinum í lokaleikhlutanum. „Við fórum að ná tökum á varnarleiknum. Við ræddum það í hálfleik að að 40 stig fengin á okkur væri of mikið það myndi enda í 80 stigum. Okkur gekk ágætlega í sóknarleiknum en varnarlega þurftum við að stíga á bensíngjöfina. Við vissum hverjar myndu skora stigin og fórum að stíga nær þeim til að setja þær undir pressu. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Emilie skoraði sjö stig í fyrri hálfleik en rauk af stað í þeim seinni og endaði eins og áður segir með 28 stig. Hvað var það sem gerði það að verkum að henni gekk svona vel í seinni hálfleik? „Ég er keppnismanneskja fyrst og fremst og reyni að gera allt sem ég get til að vinna. Ég fór að hitta úr skotum og þá fór mér að líða betur. Liðið leitaði að mér og voru að gera réttu hlutina. Það gerði mér lífið léttara sóknarlega.“ Hversu langt nær þetta Njarðvíkur lið að mati Emilie? „Við getum farið alla leið. Ég trúi því staðfastlega, annars væri ég ekki hérna. Við ætlum að vinna bikarinn og víð ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það getur samt allt gerst þegar kemur í úrslitakeppni og deildin er sterk. Það eru allavega fimm lið í þessari deild sem eru mjög góð. Við sjáum til hvernig það gengur en við ætlum að vinna þetta allt saman.“ Njarðvíkur liðið er samt með mjög breiðan hóp og það eru margar stelpur, ungar sem aldar, sem leggja lóð sín á vogarskálarnar. „Það er mjög gott jafnvægi á þessu liði. Við erum með ungar stelpur sem eru að læra mikið en eru líka að stíga upp og skila framlagi. Svo erum við með Andjelu og Isabellu sem eru fyrir utan liðið og koma inn í þetta og verða hluti af heildinni. Við erum þess vegna með mjög góða blöndu og það gerir liðið svona sérstakt.“ Varðandi seinni hluta deildarinn kvaðst Emilie vera mjög spennta. „Ég er mjög spennt fyrir seinni hlutanum og það verðu mjög gaman einni. Við munum sjá marga góða leiki og marga leiki sem verða jafnir. Þetta verða leikir sem innihalda góða leiki og mikla keppni.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. 31. janúar 2024 22:00 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Sjá meira
Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. 31. janúar 2024 22:00
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu