Ekki gefið upp hvort grunaði ISIS-liðinn hafi mannslíf á samviskunni Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 17:01 Grunaði hryðjuverkamaðurinn var búsettur á Akureyri. Vísir/Tryggvi Talið er að maður, sem var handtekinn á Akureyri þann tólfta janúar og fluttur til Grikklands ásamt fjölskyldu sinni samdægurs, sé virkur meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Þær upplýsingar fengu íslensk stjórnvöld frá erlendum samstarfsaðilum, líkt og Europol og Interpol. Þetta kemur fram í svörum frá embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttstofu, en í þeim er tekið fram að stjórnvöld treysti umræddum samstarfsaðilum. Spurningar fréttastofu vörðuðu meðal annars hvort maðurinn væri grunaður um að hafa framið manndráp. Lögreglan sagðist ekki hafa heimild til að miðla upplýsingum um það. Ríkislögreglustjóri greindi frá handtöku mannsins samdægurs og hún fór fram. Þrír karlmenn voru handteknir og einn þeirra, sá sem hér er til umfjöllunar, var fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Hinum tveimur var síðar um daginn sleppt úr haldi. Í framhaldi af handtökunum var framkvæmd húsleit í tveimur húsum og lögreglan lagði hald á farsíma og peninga. Í fyrirspurn sinni vísaði fréttastofa til orða fjölmiðlamannsins Stefáns Einars Stefánssonar sem hefur sagst hafa heimildir fyrir því að grunaði hryðjuverkamaðurinn sé með mannslíf á samviskunni. Þetta kom bæði fram í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál, þar sem Stefán er tíður gestur, og í þætti Samstöðvarinnar, Rauða borðinu. „Ég hef heimildir fyrir því að þessi maður hafi verið búinn að myrða fjölda manna,“ sagði Stefán í Þjóðmálaþættinum. „Hann hefði allt eins getað farið inn á einhvern leikskóla, menntaskóla, eða inn á eitthvað öldrunarheimili og náð fram vilja sínum.“ „Þessi morðingi norður á Akureyri, sem var kominn inn í kerfið hjá okkur. Það var búið að afhenda honum húsnæði og hann gekk eins og fínn maður um götur Akureyrar í marga mánuði,“ sagði hann í Rauða borðinu. Stefán Einar hefur hefur starfað sem viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins og stýrir nú umræðuþættinum Spursmál.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir gat lögreglan ekki gefið upp hvort hún hefði heimildir fyrir því að svo væri sem Stefán segir, að maðurinn væri grunaður um að hafa framið manndráp. Ekki hægt að segja hvort hann sé grunaður um brot á íslenskri grundu Jafnframt segist lögreglan, vegna rannsóknarhagsmuna, ekki geta upplýst um hvernig rannsókn á manninum gangi, hvaða brot hann sé grunaður um, og hvort hann sé grunaður um afbrot á íslenskri grundu. Fréttastofa spurði hvort maðurinn hafi verið sendur úr landi á grundvelli framsalsbeiðni. Embætti ríkislögreglustjóra segir að flutningur fjölskyldunnar frá Íslandi hafi verið á grundvelli synjunar um alþjóðlega vernd. Ekki var hægt að svara hvort vitað væri um stöðu mannsins á Grikklandi, hvort hann gengi þar laus. Í svari lögreglunnar segir að þeirri fyrirspurn verði að beina til grískra yfirvalda þar sem fjölskyldan er með alþjóðlega vernd. Í fyrirspurninni var einnig spurt hvort einhverjar ráðstafanir hafi verið gerðar reyni maðurinn að snúa aftur til landsins. Í svari embættisins segir að þegar útlendingur hafi fengið lokasynjun um alþjóðlega vernd sé honum vísað úr landi og að brottvísun feli að jafnaði í sér endurkomubann til Íslands eða á Schengen-svæðið. Lengd endurkomubannsins sé að lágmarki tvö ár. Hjálpuðu við rannsókn á hryðjuverkabrotum Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Europol vegna málsins. Í svari þess fékk staðfestingu á því að Europol hefði komið að rannsókn á máli mannsins sem varðaði brot sem tengjast hryðjuverkum. Hins vegar hafi stofnunin ekki komið að brottflutningi hans úr landi. Europol sagðist ekki geta gefið upp frekari upplýsingar um málið og sagði lögregluyfirvöld á Íslandi í forsvari í málinu. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum frá embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttstofu, en í þeim er tekið fram að stjórnvöld treysti umræddum samstarfsaðilum. Spurningar fréttastofu vörðuðu meðal annars hvort maðurinn væri grunaður um að hafa framið manndráp. Lögreglan sagðist ekki hafa heimild til að miðla upplýsingum um það. Ríkislögreglustjóri greindi frá handtöku mannsins samdægurs og hún fór fram. Þrír karlmenn voru handteknir og einn þeirra, sá sem hér er til umfjöllunar, var fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Hinum tveimur var síðar um daginn sleppt úr haldi. Í framhaldi af handtökunum var framkvæmd húsleit í tveimur húsum og lögreglan lagði hald á farsíma og peninga. Í fyrirspurn sinni vísaði fréttastofa til orða fjölmiðlamannsins Stefáns Einars Stefánssonar sem hefur sagst hafa heimildir fyrir því að grunaði hryðjuverkamaðurinn sé með mannslíf á samviskunni. Þetta kom bæði fram í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál, þar sem Stefán er tíður gestur, og í þætti Samstöðvarinnar, Rauða borðinu. „Ég hef heimildir fyrir því að þessi maður hafi verið búinn að myrða fjölda manna,“ sagði Stefán í Þjóðmálaþættinum. „Hann hefði allt eins getað farið inn á einhvern leikskóla, menntaskóla, eða inn á eitthvað öldrunarheimili og náð fram vilja sínum.“ „Þessi morðingi norður á Akureyri, sem var kominn inn í kerfið hjá okkur. Það var búið að afhenda honum húsnæði og hann gekk eins og fínn maður um götur Akureyrar í marga mánuði,“ sagði hann í Rauða borðinu. Stefán Einar hefur hefur starfað sem viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins og stýrir nú umræðuþættinum Spursmál.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir gat lögreglan ekki gefið upp hvort hún hefði heimildir fyrir því að svo væri sem Stefán segir, að maðurinn væri grunaður um að hafa framið manndráp. Ekki hægt að segja hvort hann sé grunaður um brot á íslenskri grundu Jafnframt segist lögreglan, vegna rannsóknarhagsmuna, ekki geta upplýst um hvernig rannsókn á manninum gangi, hvaða brot hann sé grunaður um, og hvort hann sé grunaður um afbrot á íslenskri grundu. Fréttastofa spurði hvort maðurinn hafi verið sendur úr landi á grundvelli framsalsbeiðni. Embætti ríkislögreglustjóra segir að flutningur fjölskyldunnar frá Íslandi hafi verið á grundvelli synjunar um alþjóðlega vernd. Ekki var hægt að svara hvort vitað væri um stöðu mannsins á Grikklandi, hvort hann gengi þar laus. Í svari lögreglunnar segir að þeirri fyrirspurn verði að beina til grískra yfirvalda þar sem fjölskyldan er með alþjóðlega vernd. Í fyrirspurninni var einnig spurt hvort einhverjar ráðstafanir hafi verið gerðar reyni maðurinn að snúa aftur til landsins. Í svari embættisins segir að þegar útlendingur hafi fengið lokasynjun um alþjóðlega vernd sé honum vísað úr landi og að brottvísun feli að jafnaði í sér endurkomubann til Íslands eða á Schengen-svæðið. Lengd endurkomubannsins sé að lágmarki tvö ár. Hjálpuðu við rannsókn á hryðjuverkabrotum Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Europol vegna málsins. Í svari þess fékk staðfestingu á því að Europol hefði komið að rannsókn á máli mannsins sem varðaði brot sem tengjast hryðjuverkum. Hins vegar hafi stofnunin ekki komið að brottflutningi hans úr landi. Europol sagðist ekki geta gefið upp frekari upplýsingar um málið og sagði lögregluyfirvöld á Íslandi í forsvari í málinu.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira