Komst ekki á samgöngufund vegna samgöngutruflana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2024 19:50 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Arnar Íbúafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar, sem fyrirhugaður var í kvöld, hefur verið aflýst. Ástæðan er sú að flugi innviðaráðherra var aflýst. Bæjarstjórinn lætur kaldhæðnina í því ekki fram hjá sér fara. Í stuttri tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli lands og Eyja hafi verið með þeim hætti í dag að þær „hentuðu ekki ráðherranum“. Ráðherrann sem vísað er til er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. „Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið til Eyja í morgun. Ráðherrann hafði ætlað sér að koma með flugi kl 17 en því var aflýst vegna veðurs,“ segir einnig í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, hafi komið til Eyja með Herjólfi frá Þorlákshöfn í morgun. „[E]ngu að síður þykir rétt að fresta fundinum úr því að hinn pólitíski ábyrgðarmaður samgangnanna getur ekki sótt hann. Fundurinn verður auglýstur þegar ný tímasetning hefur fundist.“ Landeyjahöfn brennur á íbúum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir tíma hafa verið kominn á milliliðalaust samtal við ráðherrann. „Og samgöngur komu í veg fyrir það í dag. Það er einmitt það sem við vildum ræða, af því staðan hefur ekki verið góð og það er löngu kominn tími til að taka á því máli,“ sagði Íris í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það sem brenni helst á íbúum bæjarins í þessum efnum sé að Landeyjahöfn virki ekki sem heilsárssamgönguhöfn fyrir Vestmannaeyinga. „Hún er lokuð núna, dýpkun gengur illa og við vildum bara taka þetta samtal upp við ráðherrann og heyra hvað ráðamenn þjóðarinnar vilja gera til þess að tryggja þessar samgöngur sem okkur var lofað.“ Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Bjartsýn á göngin Mestu máli skipti að tryggja að höfnin verði opin, ef hún eigi að þjóna framtíðarsamgöngum Vestmannaeyinga. Íris segist vita að Sigurður Ingi sé viljugur til að koma til fundar og ræða málin. „En þetta er ákveðin kaldhæðni, staðan sem kom upp í dag. En svo er framtíðarmúsíkin auðvitað að við viljum láta klára gangnapælingar fyrir Eyjar. En ég er bjartsýn á það og vonast til þess að ráðamenn komi með einhver ráð og hugmyndir, einhverja sýn á framtíðina fyrir okkur.“ Íris segist bjartsýn á að göng til Vestmannaeyja geti orðið að veruleika. Ef þau séu yfir höfuð framkvæmanleg, þá séu þau þjóðhagslega hagkvæm. „Það er svo margt sem spilar inn í það. Innviðirnir okkar sem yrðu í göngunum og svo yrði þetta bara allt annað líf fyrir okkur.“ Vestmannaeyjar Samgöngur Landeyjahöfn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í stuttri tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli lands og Eyja hafi verið með þeim hætti í dag að þær „hentuðu ekki ráðherranum“. Ráðherrann sem vísað er til er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. „Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið til Eyja í morgun. Ráðherrann hafði ætlað sér að koma með flugi kl 17 en því var aflýst vegna veðurs,“ segir einnig í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, hafi komið til Eyja með Herjólfi frá Þorlákshöfn í morgun. „[E]ngu að síður þykir rétt að fresta fundinum úr því að hinn pólitíski ábyrgðarmaður samgangnanna getur ekki sótt hann. Fundurinn verður auglýstur þegar ný tímasetning hefur fundist.“ Landeyjahöfn brennur á íbúum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir tíma hafa verið kominn á milliliðalaust samtal við ráðherrann. „Og samgöngur komu í veg fyrir það í dag. Það er einmitt það sem við vildum ræða, af því staðan hefur ekki verið góð og það er löngu kominn tími til að taka á því máli,“ sagði Íris í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það sem brenni helst á íbúum bæjarins í þessum efnum sé að Landeyjahöfn virki ekki sem heilsárssamgönguhöfn fyrir Vestmannaeyinga. „Hún er lokuð núna, dýpkun gengur illa og við vildum bara taka þetta samtal upp við ráðherrann og heyra hvað ráðamenn þjóðarinnar vilja gera til þess að tryggja þessar samgöngur sem okkur var lofað.“ Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Bjartsýn á göngin Mestu máli skipti að tryggja að höfnin verði opin, ef hún eigi að þjóna framtíðarsamgöngum Vestmannaeyinga. Íris segist vita að Sigurður Ingi sé viljugur til að koma til fundar og ræða málin. „En þetta er ákveðin kaldhæðni, staðan sem kom upp í dag. En svo er framtíðarmúsíkin auðvitað að við viljum láta klára gangnapælingar fyrir Eyjar. En ég er bjartsýn á það og vonast til þess að ráðamenn komi með einhver ráð og hugmyndir, einhverja sýn á framtíðina fyrir okkur.“ Íris segist bjartsýn á að göng til Vestmannaeyja geti orðið að veruleika. Ef þau séu yfir höfuð framkvæmanleg, þá séu þau þjóðhagslega hagkvæm. „Það er svo margt sem spilar inn í það. Innviðirnir okkar sem yrðu í göngunum og svo yrði þetta bara allt annað líf fyrir okkur.“
Vestmannaeyjar Samgöngur Landeyjahöfn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10