„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Árni Sæberg skrifa 30. janúar 2024 12:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fjallaði um umdeilda ákvörðun sína um að frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar á ríkisstjórnarfundi í morgun undir liðnum „Framlög Íslands til UNRWA og ásakanir um aðild 12 starfsmanna stofnunarinnar um aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að loknum fundi að eins og hún skildi Bjarna á fundinum, þá sé ákvörðunin tímabundin. „Ég vil segja það mjög skýrt hér að þessi stofnun hefur verið í algjöru lykilhlutverki við að tryggja þau litlu lífsgæði, sem þó eru á Gasa um þessar mundir, þar sem er auðvitað fullkomin mannúðarkrísa. Það er mjög mikilvægt að hún geti sinnt sínu starfi áfram en um leið að sjálfsögðu mikilvægt líka að þessar spurningar séu teknar til skoðunar og þeim svarað.“ Þar vísar hún til spurninga um meintan hlut tólf starfsmanna stofnunarinnar í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael, sem varð kveikjan að nýjasta kaflanum í langri sögu deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Í kjölfar ásakana þess efnis frysti utanríkisráðherra framlög til stofnunarinnar. Höfum aukið framlagið Katrín segir að þangað til að framlögin voru fryst hafi Ísland aukið framlög til flóttamannastofnunarinnar vegna þeirra hörmunga sem nú eiga sér stað í Palestínu. „Það er alveg ljóst að okkar vilji stendur til þess áfram. En um leið er kallað eftir skýringum á þeim ásökunum sem hafa komið fram gagnvart einstökum starfsmönnum þessarar stofnunar. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að þarna eru ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi.“ Þingflokkurinn samtaka en gefur ekkert upp um ríkisstjórnarsamstarfið Katrín segir þingflokk Vinstri grænna samtaka í þeirri afstöðu sinni að mikilvægt sé að málið verði rætt í utanríkisnefnd. Henni skiljist að það verði gert á morgun. „Við erum líka mjög skýr með það að við teljum að Ísland eigi að gera allt það sem það getur til að draga úr þjáningum á þessu hrjáða svæði.“ Ákvarðanir varðandi átök milli Ísraels og Palestínu sem og önnur mál, sem komið hafa upp síðan Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra, hafa verið harla umdeild. Er þetta ekki að valda einhverjum titringi í ríkisstjórnarssamstarfinu? „Fyrst og fremst vil ég segja að þarna er gríðarleg mannúðarkrísa, 25 þúsund manns sem hafa fallið, ofboðslega hátt hlutfall óbreyttra borgara. Þannig að það er náttúrlega stóra verkefnið að þessi stofnun, Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, geti haldið áfram sínum verkefni á svæðinu. Það er auðvitað stóra málið í þessu,“ segir Katrín. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fjallaði um umdeilda ákvörðun sína um að frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar á ríkisstjórnarfundi í morgun undir liðnum „Framlög Íslands til UNRWA og ásakanir um aðild 12 starfsmanna stofnunarinnar um aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að loknum fundi að eins og hún skildi Bjarna á fundinum, þá sé ákvörðunin tímabundin. „Ég vil segja það mjög skýrt hér að þessi stofnun hefur verið í algjöru lykilhlutverki við að tryggja þau litlu lífsgæði, sem þó eru á Gasa um þessar mundir, þar sem er auðvitað fullkomin mannúðarkrísa. Það er mjög mikilvægt að hún geti sinnt sínu starfi áfram en um leið að sjálfsögðu mikilvægt líka að þessar spurningar séu teknar til skoðunar og þeim svarað.“ Þar vísar hún til spurninga um meintan hlut tólf starfsmanna stofnunarinnar í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael, sem varð kveikjan að nýjasta kaflanum í langri sögu deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Í kjölfar ásakana þess efnis frysti utanríkisráðherra framlög til stofnunarinnar. Höfum aukið framlagið Katrín segir að þangað til að framlögin voru fryst hafi Ísland aukið framlög til flóttamannastofnunarinnar vegna þeirra hörmunga sem nú eiga sér stað í Palestínu. „Það er alveg ljóst að okkar vilji stendur til þess áfram. En um leið er kallað eftir skýringum á þeim ásökunum sem hafa komið fram gagnvart einstökum starfsmönnum þessarar stofnunar. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að þarna eru ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi.“ Þingflokkurinn samtaka en gefur ekkert upp um ríkisstjórnarsamstarfið Katrín segir þingflokk Vinstri grænna samtaka í þeirri afstöðu sinni að mikilvægt sé að málið verði rætt í utanríkisnefnd. Henni skiljist að það verði gert á morgun. „Við erum líka mjög skýr með það að við teljum að Ísland eigi að gera allt það sem það getur til að draga úr þjáningum á þessu hrjáða svæði.“ Ákvarðanir varðandi átök milli Ísraels og Palestínu sem og önnur mál, sem komið hafa upp síðan Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra, hafa verið harla umdeild. Er þetta ekki að valda einhverjum titringi í ríkisstjórnarssamstarfinu? „Fyrst og fremst vil ég segja að þarna er gríðarleg mannúðarkrísa, 25 þúsund manns sem hafa fallið, ofboðslega hátt hlutfall óbreyttra borgara. Þannig að það er náttúrlega stóra verkefnið að þessi stofnun, Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, geti haldið áfram sínum verkefni á svæðinu. Það er auðvitað stóra málið í þessu,“ segir Katrín.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira