Tengifarþegar geta nú sjálfir bókað ferð með stuttri viðdvöl á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2024 10:41 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir það mikinn áfanga fyrir félagið að nú geti tengifarþegar sjálfir bókað sér „stopover“ á Íslandi í bókunarvél. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play býður nú tengifarþegum sínum að bóka sjálfir dvöl á Íslandi án aukakostnaðar þegar þeir fljúga á milli Norður Ameríku og Evrópu. Með nýju viðmóti á vef flugfélagsins geta farþegarnir sjálfir klárað slíka bókun og þar með dvalið á Íslandi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram yfir Atlantshafið. Icelandair hefur lengi boðið tengifarþegum upp á slíka viðdvöl á Íslandi, eða það sem hefur kallast „stopover“ á ensku. Í tilkynningu frá Play segir að félagið leggi mikið upp úr því að bjóða samkeppnishæf verð á sínum mörkuðum og með þessari þjónustu séu ferðamenn að fá að heimsækja tvö lönd án þess að greiða aukalega fyrir það í bókunarvél flugfélagsins. „Í Bandaríkjunum flýgur Play til Baltimore, Boston, New York og Washington DC en flugfélagið býður einnig upp á áætlunarferðir til Toronto í Kanada. Í Evrópu er flugfélagið með yfir 30 áfangastaði, þar á meðal gífurlega vinsæla borgaráfangastaði á borð við Kaupmannahöfn, London, París, Berlín og Amsterdam. Þar að auki býður Play upp á fjölda sólarlandaáfangastaða í Evrópu á borð við Alicante, Mallorca, Fuerteventura, Aþenu, Lissabon og nú nýjast, Split í Króatíu,“ segir í tilkynningunni. Þar er líka haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að það sé gríðarlegur áfangi fyrir félagið að nú geti tengifarþegar sjálfir bókað sér „stopover“ á Íslandi í bókunarvél Play sér að kostnaðarlausu. „Þetta eykur vöruúrvalið okkar og mun reynast okkur afar dýrmætt tól í samkeppni um verðmæta farþega á okkar mörkuðum. Það er ótvírætt hagræði fyrir farþega að velja Play ef þeir vilja komast yfir Atlantshafið og laðast um leið að því mikla aðdráttarafli sem Ísland hefur. Þessi nýja þjónusta á vef okkar auðveldar þeim ferlið til muna að bóka áningu á okkar fallega landi og mun auka hróður okkar flugfélagsins enn frekar á erlendri grundu,“ segir Birgir. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Icelandair hefur lengi boðið tengifarþegum upp á slíka viðdvöl á Íslandi, eða það sem hefur kallast „stopover“ á ensku. Í tilkynningu frá Play segir að félagið leggi mikið upp úr því að bjóða samkeppnishæf verð á sínum mörkuðum og með þessari þjónustu séu ferðamenn að fá að heimsækja tvö lönd án þess að greiða aukalega fyrir það í bókunarvél flugfélagsins. „Í Bandaríkjunum flýgur Play til Baltimore, Boston, New York og Washington DC en flugfélagið býður einnig upp á áætlunarferðir til Toronto í Kanada. Í Evrópu er flugfélagið með yfir 30 áfangastaði, þar á meðal gífurlega vinsæla borgaráfangastaði á borð við Kaupmannahöfn, London, París, Berlín og Amsterdam. Þar að auki býður Play upp á fjölda sólarlandaáfangastaða í Evrópu á borð við Alicante, Mallorca, Fuerteventura, Aþenu, Lissabon og nú nýjast, Split í Króatíu,“ segir í tilkynningunni. Þar er líka haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að það sé gríðarlegur áfangi fyrir félagið að nú geti tengifarþegar sjálfir bókað sér „stopover“ á Íslandi í bókunarvél Play sér að kostnaðarlausu. „Þetta eykur vöruúrvalið okkar og mun reynast okkur afar dýrmætt tól í samkeppni um verðmæta farþega á okkar mörkuðum. Það er ótvírætt hagræði fyrir farþega að velja Play ef þeir vilja komast yfir Atlantshafið og laðast um leið að því mikla aðdráttarafli sem Ísland hefur. Þessi nýja þjónusta á vef okkar auðveldar þeim ferlið til muna að bóka áningu á okkar fallega landi og mun auka hróður okkar flugfélagsins enn frekar á erlendri grundu,“ segir Birgir.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira