Heimsmeistarinn varar Luke Littler við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 09:01 Luke Littler æfði sig ekkert vikurnar eftir HM en kom samt til baka í miklu stuði þegar hann vann mótið í Barein. Getty/Tom Dulat Undrabarn pílunnar verður að passa sig að mati heimsmeistarans því hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt. Hin ungi Luke Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti í desember síðastliðnum og var stjarna mótsins þótt að hann hafi síðan tapað úrslitaleiknum. Það var mikið álag á hinum sextán ára gamla strák á meðan HM stóð, ekki aðeins í keppninni sjálfri heldur sérstaklega í ásókn í hann utan keppninnar. Fjölmiðlar og aðdáendur vildu mikið kynnast nýja undrabarni pílunnar. Littler ákvað að taka sér algjört frí frá pílukasti eftir heimsmeistarakeppnina. Þegar hann mætti og vann glæsilegan sigur í Barein á dögunum þá sagði hann frá því sem hann gerði eftir HM. Þar viðurkenndi strákurinn að hafa ekki kastað einni pílu síðan á HM, heldur frekar tekið sér algjört frí frá pílukastinu. Luke Humphries vann Littler í úrslitaleik heimsmeistaramótsins og eftir að hann frétti að fríi stráksins þá vildi hann vara hann við. 'Be careful' - Luke Humphries warns Luke Littler that darts tactic could 'come back to bite him' https://t.co/4j6QN3QnzC— GB News (@GBNEWS) January 30, 2024 „Það kom mér ekki á óvart hvað hann spilaði vel en það sem kom mér á óvart var það að hann hefði ekki æft sig frá því á HM. Þú verður að passa það að leggja á þig vinnuna. Ef þú heldur að þú sért kominn á þann stall að þú þurfir ekki að æfa þig, þá mun það fljótt koma í bakið á þér,“ sagði Luke Humphries við Sky Sports. „Það er mjög mikilvægt að menn haldi sér við efnið og æfi sig vel. Ég þekki pílukastara sem hafa fallið í þessa gryfju að æfa ekki. Michael Smith hefur viðurkennt það að hann æfði ekkert á síðasta ári og allt í einu datt formið hans niður,“ sagði Humphries. Hinn 28 ára gamli Luke Humphries varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Humphries fékk sæti í úrvalsdeildinni en hafði ekki verið valinn í þessa keppni átta bestu pílukastara heims í fyrra. „Þeir tóku þá rétta ákvörðun en ég æfði mig til að verða betri. Það gerði mig að betri persónu og þetta var það rétta fyrir minn feril,“ sagði Humphries. Úrvalsdeildin hefst á fimmtudaginn og þar mætast einmitt þeir Luke Littler og Luke Humphries. Pílukast Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Sjá meira
Hin ungi Luke Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti í desember síðastliðnum og var stjarna mótsins þótt að hann hafi síðan tapað úrslitaleiknum. Það var mikið álag á hinum sextán ára gamla strák á meðan HM stóð, ekki aðeins í keppninni sjálfri heldur sérstaklega í ásókn í hann utan keppninnar. Fjölmiðlar og aðdáendur vildu mikið kynnast nýja undrabarni pílunnar. Littler ákvað að taka sér algjört frí frá pílukasti eftir heimsmeistarakeppnina. Þegar hann mætti og vann glæsilegan sigur í Barein á dögunum þá sagði hann frá því sem hann gerði eftir HM. Þar viðurkenndi strákurinn að hafa ekki kastað einni pílu síðan á HM, heldur frekar tekið sér algjört frí frá pílukastinu. Luke Humphries vann Littler í úrslitaleik heimsmeistaramótsins og eftir að hann frétti að fríi stráksins þá vildi hann vara hann við. 'Be careful' - Luke Humphries warns Luke Littler that darts tactic could 'come back to bite him' https://t.co/4j6QN3QnzC— GB News (@GBNEWS) January 30, 2024 „Það kom mér ekki á óvart hvað hann spilaði vel en það sem kom mér á óvart var það að hann hefði ekki æft sig frá því á HM. Þú verður að passa það að leggja á þig vinnuna. Ef þú heldur að þú sért kominn á þann stall að þú þurfir ekki að æfa þig, þá mun það fljótt koma í bakið á þér,“ sagði Luke Humphries við Sky Sports. „Það er mjög mikilvægt að menn haldi sér við efnið og æfi sig vel. Ég þekki pílukastara sem hafa fallið í þessa gryfju að æfa ekki. Michael Smith hefur viðurkennt það að hann æfði ekkert á síðasta ári og allt í einu datt formið hans niður,“ sagði Humphries. Hinn 28 ára gamli Luke Humphries varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Humphries fékk sæti í úrvalsdeildinni en hafði ekki verið valinn í þessa keppni átta bestu pílukastara heims í fyrra. „Þeir tóku þá rétta ákvörðun en ég æfði mig til að verða betri. Það gerði mig að betri persónu og þetta var það rétta fyrir minn feril,“ sagði Humphries. Úrvalsdeildin hefst á fimmtudaginn og þar mætast einmitt þeir Luke Littler og Luke Humphries.
Pílukast Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Sjá meira